Gul viðvörun tekur gildi klukkan átta í kvöld á Ströndum og Norðurlandi eystra og gildir út morgundaginn. Búist er við hvassviðri eða stormi og fimmtán til tuttugu og þremur metrum á sekúndu.
Viðvörunin tekur gildi á Miðhálendi, Norðurlandi eystra á miðnætti og gildir hún einnig út morgundaginn. Þar er búist við hvassviðri eða stormi og átján til tuttugu og fimm metrum á sekúndu.
Þá tekur gul viðvörun gildi á Vestfjörðum og í Breiðafirði klukkan átta í fyrramálið og gildir til laugardagsmorguns á Vestfjörðum, en viðvörunin gildir aðeins í tvær klukkustundir á Breiðafirði. Búist er við hvassviðri eða stormi og átján til tuttugu og fimm metrum á sekúndu.
Margir Íslendingar hyggjast stefna á ferðalög innanlands næstu daga. Þeir eru hvattir til þess að sýna aðgát, sérstaklega þar sem aftanívagnar og ökutæki geta tekið á sig mikinn vind.