Þá verða hviður, einkum þar sem vindur þrengir sér yfir og eða fyrir fjöll allt að 40 metrar á sekúndu. Húsbílar, hjólhýsi og önnur ökutæki sem taka á sig mikinn vind eiga ekkert erindi í svona veður.
Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings, á stærstum hluta landsins eru gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir daginn í dag og er fólk hvatt til að kynna sér þær vel og haga ferðum sínum í samræmi við þær.
„Skýjað og rigning á köflum um landið vestanvert, en víða léttskýjað eystra. Þá verður hiti á bilinu 8 til 24 stig, svalast á Vestfjörðum, en hlýjast á Austurlandi og ekki ólíklegt að íbúar og gestir á Héraði upplifi þessi hlýindi,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Breiðafjörður
Gul viðvörun: Suðvestan hvassviðri eða stormur, 25. jún. kl. 08:00 – 13:00
Appelsínugul viðvörun: Sunnan og suðvestan stormur eða rok, 25. jún. kl. 13:00 – 17:00
Gul viðvörun: Suðvestan hvassviðri eða stormur, 25. jún. kl. 17:00 – 23:59
Vestfirðir
Gul viðvörun: Suðvestan hvassviðri eða stormur, 25. jún. kl. 08:00 – 26 jún. kl. 06:00
Strandir og Norðurland vestra
Gul viðvörun: Suðvestan hvassviðri eða stormur 24. jún. kl. 20:00 – 25 jún. kl. 11:00
Appelsínugul viðvörun: Sunnan og suðvestan stormur eða rok, 25. jún. kl. 11:00 – 26 jún. kl. 07:00
Gul viðvörun: Suðvestan hvassviðri eða stormur, 26. jún. kl. 07:00 – 15:00
Norðurland eystra
Gul viðvörun: Suðvestan hvassviðri eða stormur, 25. jún. kl. 00:00 – 17:00
Appelsínugul viðvörun: Suðvestan stormur, 25. jún. kl. 17:00 – 26. jún. kl. 07:00
Gul viðvörun: Suðvestan hvassviðri, 26. jún. kl. 07:00 – 15:00
Suðausturland
Gul viðvörun: Suðvestan hvassviðri eða stormur, 25. jún. kl. 10:00 – 26 jún. kl. 16:00
Miðhálendið
Gul viðvörun: Suðvestan hvassviðri eða stormur, 25. jún. kl. 00:00 – 26 jún. kl. 18:00

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Vestlæg átt, 5-13 m/s og léttskýjað, en líkur á þoku við suðvestur- og vesturströndina. Hiti 10 til 21 stig, hlýjast austanlands.
Á sunnudag: Fremur hæg suðvestlæg eða breytileg átt. Bjart með köflum en þykknar upp ium lsandið vestanvert eftir hádegi og dálítil rigning norðvestantil um kvöldið. Hiti 8 til 19 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Á mánudag: Suðvestlæg átt og að mestu léttskýjað austanlands, en dálítil rigning á vestanverðu landinu um kvöldið. Heldur hlýrra.
Á þriðjudag og miðvikudag: Suðlæg átt og rigning með köflum, en þurrt að mestu og hlýtt á austanverðu landinu.
Á fimmtudag: Útlit fyrir hæga suðvestlæga eða breytilega átt. Skýjað vestast, en annars víða léttskýjað. Fremur hlýtt í veðri.