
Innlent
Volkswagen-bifreiðin komin í leitirnar en enn lýst eftir Lexus

Lögreglan á Norðurlandi eystra auglýsti í gærkvöldi eftir tveimur bifreiðum sem var stolið á Akureyri aðfaranótt sunnudags. Önnur bifreiðin, VW Polo með númerið LR-D39 er komin í leitirnar en enn er lýst eftir ljósgráum Lexus IS300H, árgerð 2018.