Þór hafði unnið tvo fyrstu leikina en Keflvíkingar svöruðu í síðasta leik í Reykjanesbæ. Einhverjir bjuggust þá við endurkomu Keflvíkinga.
Þórsarar voru ekki á sama máli og eftir jafnan fyrri hálfleik voru heimamenn í Þorlákshöfn sterkari í síðari hálfleik og kláruðu einvígið.
Lokatölurnar urðu 81-66 sigur Þórs og er því liðið Íslandsmeistari í körfubolta í fyrsta sinn.
Margar kveðjur bárust liðinu, þjálfarateyminu og fleirum á Twitter í gærkvöldi en hér að neðan má sjá brot af þeim.
Þessi sæti strákur með moppuna þarna árið 2011 setti 15 stig í kvöld og er ástæðan fyrir því að Þór Þorlákshöfn eru Íslandsmeistarar. pic.twitter.com/SEThhRbZAf
— Arnar Þór Ingólfsson (@arnaringolfs) June 25, 2021
Frábært að fylgjast með Þórsurum sigla þessu heim. Ósvikin einlæg gleði þarna og þrotlaus vinna sjálfboðaliða og heimafólks að skila sér í titli. Svo er líka alltaf gaman að sjá Keflavík tapa#korfubolti
— Siggeir F. Ævarsson (@siggeirslayer) June 25, 2021
Drungi minn😍😍 pic.twitter.com/hoh9Go4cca
— damir muminovic (@damirmuminovic) June 25, 2021
Aldrei kunnað vel við lið í grænu en þetta Þorlákshafnarlið! Úff, geggjaðir! 👏🏻👏🏻👏🏻 #korfubolti
— Vilhjálmur (@Siggeirsson) June 25, 2021
Við erum Íslandsmeistarar 💚
— Arnar Þór Ingólfsson (@arnaringolfs) June 25, 2021
Til hamingju Þorlákshöfn🏆, Lárus þjálfari búinn að byggja ótrúlega liðsheild á stuttum tíma. Þeir sem hrífast ekki með þessu liði eru tilfinninga-lausir 🤩 pic.twitter.com/RxrMVKcKMq
— Gummi Ben (@GummiBen) June 25, 2021
Þessi 2001 módel á suðurlandinu, fyrst Haukur Þrastarson og svo Styrmir Snær.
— Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) June 25, 2021
Til hamingju Þór Þorlákshöfn. Geggjað afrek. Frábært lið. Liðsheildin stórkostleg.Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) June 25, 2021
MVP,MVP,MVP #körfubolti #dominosdeildin pic.twitter.com/OBfjoo0Cun
— Teitur Örlygsson (@teitur11) June 25, 2021
Þór Fuckin Þorlákshöfn! Labba i Undralandi Halldórs Garðars í kvöld. Við þá sem komu seint a lestina segi ég líka til hamingju 🙌🙌
— Ágúst Þór Ágústsson (@grassi20) June 25, 2021
Eitt mesta afrek í íslenskri íþróttasögu. Ómögulegt að hrífast ekki með þessu Þórsliði.
— Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) June 25, 2021
Mig langar að djamma í Þorlákshöfn í kvöld ☹️
— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) June 25, 2021
Magnað! Til hamingju Þór 🏀 pic.twitter.com/P0umUYzSRl
— Aron Einar (@ronnimall) June 25, 2021
Þorlákshöfn. Takk.
— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) June 25, 2021
Queen Jóhanna Hjartar💚 Hún og hennar fjölskylda eiga svo mikið í þessu. Toppfólk sem á þetta svo innilega skilið. 🐉🐲 pic.twitter.com/hHiSuL4oqM
— Sóli Hólm (@SoliHolm) June 25, 2021
Ég táraðist með Þórsurum....
— Þórður Helgi Þórðar (@Doddilitli) June 25, 2021
Þekki engan þarna, var á Spáni með einhverjum þeirra thats it. Ég held að þjóðin hafi sjaldan haldið jafn mikið með öðru liðinu. Geggjað
Þetta er einhver besta bikarafhending allra tíma. Það er hver einasti íbúi Þorlákshafnar búin að lyfta þessum bikar.
— Máni Pétursson (@Manipeturs) June 25, 2021
Ótrúlegt tímabil í körfunni. Einstakt afrek hjá Þórsurum. Innilega til hamingju allir sem koma að. Forréttindi að fá að horfa á þessa íþrótt og koma að umfjöllun um þessa skemmtilegustu deild heims. #körfubolti #dominosdeildin
— Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) June 25, 2021