467 daga þrautaganga á enda Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. júní 2021 12:31 Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar 13. mars 2020 þar sem tilkynnt var um að gripið yrði til takmarkana á samkomum í fyrsta skipti í Íslandssögunni. vísir/vilhelm Dagurinn í dag er sannkallaður hátíðisdagur. Hann markar endalok samkomutakmarkana sem hafa verið í gildi í einhverri mynd síðustu 467 daga. Og það vonandi til frambúðar. Öllum takmörkunum vegna farsóttar var aflétt á miðnætti og má þar helst nefna afnám grímuskyldu, nándarreglu, fjöldatakmarkana og takmarkana á opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. Sú breyting sem varð helst áþreifanleg um leið og takmarkanirnar voru felldar úr gildi á miðnætti er tvímælalaust sú síðastnefnda en skemmtistaðir voru opnir til klukkan fjögur í nótt í fyrsta skipti í rúma fimmtán mánuði. Víða var þessum áfanga fagnað og er ljóst að gleði fólks yfir því að endurheimta óskert frelsi sitt til að skemmta sér á nóttunni er mikil. Á sumum skemmtistöðum voru síðustu sekúndurnar að miðnætti hreinlega taldar niður og þegar klukkan sló tólf brutust út óskapleg fagnaðarlæti meðal gesta. Langur vegur Ríkisstjórnin nýtti sér heimild í lögum til að takmarka samkomur í fyrsta skipti í Íslandssögunni þann 16. mars í fyrra vegna heimsfaraldursins. Síðan tók við strembin barátta við útbreiðslu veirunnar með sínum hæðum og lægðum, afléttingum og herðingum takmarkana á víxl. Þegar samkomutakmarkanir voru settar á fyrst var lagt bann við því að fleiri en 100 manns kæmu saman og fólki bannað að vera í innan við tveggja metra fjarlægð frá hvert öðru. Þær voru síðan hertar í nokkrum skrefum og þegar verst lét máttu ekki nema tíu koma saman, tveggja metra reglan og almenn grímuskilda var í gildi og var öllum börum, krám, ræktinni, sundlaugum, íþróttafélögum og hárgreiðslustofum gert að loka starfsemi sinni. Veitingastaðir urðu þá að loka klukkan tíu á kvöldin. Um miðjan febrúar í ár fór síðan að sjá til sólar á ný. Ýmis starfsemi fékk að opna á aftur; barir og skemmtistaðir fengu að opna, með takmörkunum þó, og var leyfilegur fjöldi gesta í leikhús og söfn aukinn. Frá þeim tímapunkti voru samkomutakmarkanir aldrei hertar á ný. Það var þó ekki fyrr en um miðjan apríl sem stjórnvöld fóru að létta á fjöldatakmörkunum þegar leyfilegur fjöldi var rýmkaður úr tíu í tuttugu. Frá þeim tímapunkti hafa fjöldatakmarkanir ekki verið hertar á ný en þeim verið aflétt í nokkrum skrefum. Síðasta skrefið í þeim var síðan stigið á miðnætti í nótt. „Dagur gleði og gæfu er runninn upp,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í morgun um þennan tímamótadag. Hann á raunar sjálfur afmæli og segist vart getað hugsað sér betri afmælisgjöf en afléttingu takmarkana. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir þessi tímamót sannarleg gleðitíðindi: „Í raun erum við að endurheimta á ný það samfélag sem okkur er eðlilegt að búa í og sem við höfum þráð, allt frá því að heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur voru virkjaðar vegna heimsfaraldurs fyrir rúmu ári, þann 16. mars 2020.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Öllum takmörkunum vegna farsóttar var aflétt á miðnætti og má þar helst nefna afnám grímuskyldu, nándarreglu, fjöldatakmarkana og takmarkana á opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. Sú breyting sem varð helst áþreifanleg um leið og takmarkanirnar voru felldar úr gildi á miðnætti er tvímælalaust sú síðastnefnda en skemmtistaðir voru opnir til klukkan fjögur í nótt í fyrsta skipti í rúma fimmtán mánuði. Víða var þessum áfanga fagnað og er ljóst að gleði fólks yfir því að endurheimta óskert frelsi sitt til að skemmta sér á nóttunni er mikil. Á sumum skemmtistöðum voru síðustu sekúndurnar að miðnætti hreinlega taldar niður og þegar klukkan sló tólf brutust út óskapleg fagnaðarlæti meðal gesta. Langur vegur Ríkisstjórnin nýtti sér heimild í lögum til að takmarka samkomur í fyrsta skipti í Íslandssögunni þann 16. mars í fyrra vegna heimsfaraldursins. Síðan tók við strembin barátta við útbreiðslu veirunnar með sínum hæðum og lægðum, afléttingum og herðingum takmarkana á víxl. Þegar samkomutakmarkanir voru settar á fyrst var lagt bann við því að fleiri en 100 manns kæmu saman og fólki bannað að vera í innan við tveggja metra fjarlægð frá hvert öðru. Þær voru síðan hertar í nokkrum skrefum og þegar verst lét máttu ekki nema tíu koma saman, tveggja metra reglan og almenn grímuskilda var í gildi og var öllum börum, krám, ræktinni, sundlaugum, íþróttafélögum og hárgreiðslustofum gert að loka starfsemi sinni. Veitingastaðir urðu þá að loka klukkan tíu á kvöldin. Um miðjan febrúar í ár fór síðan að sjá til sólar á ný. Ýmis starfsemi fékk að opna á aftur; barir og skemmtistaðir fengu að opna, með takmörkunum þó, og var leyfilegur fjöldi gesta í leikhús og söfn aukinn. Frá þeim tímapunkti voru samkomutakmarkanir aldrei hertar á ný. Það var þó ekki fyrr en um miðjan apríl sem stjórnvöld fóru að létta á fjöldatakmörkunum þegar leyfilegur fjöldi var rýmkaður úr tíu í tuttugu. Frá þeim tímapunkti hafa fjöldatakmarkanir ekki verið hertar á ný en þeim verið aflétt í nokkrum skrefum. Síðasta skrefið í þeim var síðan stigið á miðnætti í nótt. „Dagur gleði og gæfu er runninn upp,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í morgun um þennan tímamótadag. Hann á raunar sjálfur afmæli og segist vart getað hugsað sér betri afmælisgjöf en afléttingu takmarkana. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir þessi tímamót sannarleg gleðitíðindi: „Í raun erum við að endurheimta á ný það samfélag sem okkur er eðlilegt að búa í og sem við höfum þráð, allt frá því að heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur voru virkjaðar vegna heimsfaraldurs fyrir rúmu ári, þann 16. mars 2020.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira