Biðja fólk um að skoða myndir frá gossvæðinu vegna leitarinnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júní 2021 18:45 Maðurinn, sem heitir Scott Estill, hefur verið saknað frá því í gær. Hann var svona klæddur þegar síðast sást til hans. Björgunarsveitir biðla til fólks sem var við gosstöðvarnar í Geldingadölum í gær að skoða myndefni sem það tók þar, í þeirri von að þar geti leynst vísbendingar sem gætu nýst við leit að bandaríska ferðamanninum sem hefur verið saknað Leitin hefur staðið að manninum síðan í gær, eftir að hann varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Björgunarsveitir um nær allt land hafa verið kallaðar út, notast er við dróna og þyrla Landhelgisgæslunnar hefur sveimað yfir svæðið. „Við erum að fá hópa alveg vestan af Snæfellsnesi sem eru væntanlegir og austan af landi, höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Þetta eru eitthvað á þriðja hundrað manns sem hafa verið í aðgerðinni,“ segir Steinar Þór Kristinsson, sem er í svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurnesjum. Lögreglan á Suðurnesjum lýsti formlega eftir manninum nú síðdegis en hann heitir Scott Estill og er fimmtíu og níu ára Bandaríkjamaður. Honum er lýst sem grannvöxnum og var dökklæddur með litríka myndavélaól. Síðast sást til Scott við hraunkantinn austast í Merardölum, þar sem hann varð viðskila við eiginkonu sína. Lögregla hefur gefið út kort af svæðinu og beðið fólk um að merkja við þann stað þar sem sást til hans og hafa samband við lögreglu. Síðast sást til Scott austast við hraunið í Merardölum. Þá er fólk sem var á svæðinu í gær beðið um að skoða myndir og myndbönd sem það tók. „Hvort hann gæti hafa slæðst inn á þessar myndir. Það getur gefið okkur vísbendingu ef við höfum tímasetningu og staðsetningu.“ Leit verður haldið áfram inn í kvöldið og staðan endurmetin eftir það. „Líklega tökum við pásu í nótt og svo á að reyna að fara af stað í fyrramálið og taka svolítið massíva leit á morgun,“ segir Steinar. Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Leitin hefur staðið að manninum síðan í gær, eftir að hann varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Björgunarsveitir um nær allt land hafa verið kallaðar út, notast er við dróna og þyrla Landhelgisgæslunnar hefur sveimað yfir svæðið. „Við erum að fá hópa alveg vestan af Snæfellsnesi sem eru væntanlegir og austan af landi, höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Þetta eru eitthvað á þriðja hundrað manns sem hafa verið í aðgerðinni,“ segir Steinar Þór Kristinsson, sem er í svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurnesjum. Lögreglan á Suðurnesjum lýsti formlega eftir manninum nú síðdegis en hann heitir Scott Estill og er fimmtíu og níu ára Bandaríkjamaður. Honum er lýst sem grannvöxnum og var dökklæddur með litríka myndavélaól. Síðast sást til Scott við hraunkantinn austast í Merardölum, þar sem hann varð viðskila við eiginkonu sína. Lögregla hefur gefið út kort af svæðinu og beðið fólk um að merkja við þann stað þar sem sást til hans og hafa samband við lögreglu. Síðast sást til Scott austast við hraunið í Merardölum. Þá er fólk sem var á svæðinu í gær beðið um að skoða myndir og myndbönd sem það tók. „Hvort hann gæti hafa slæðst inn á þessar myndir. Það getur gefið okkur vísbendingu ef við höfum tímasetningu og staðsetningu.“ Leit verður haldið áfram inn í kvöldið og staðan endurmetin eftir það. „Líklega tökum við pásu í nótt og svo á að reyna að fara af stað í fyrramálið og taka svolítið massíva leit á morgun,“ segir Steinar.
Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira