Átta holu umspil þurfti til á PGA mótaröðinni í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2021 16:02 Harris English virðir fyrir sér bikarinn eftir sigur sinn í nótt. AP/John Minchillo Bandaríkjamaðurinn Harris English fagnaði í nótt sigri á Travelers Championship á PGA mótaröðinni í golfi. English fór ekkert í felur með það að hann var þreyttur í höndunum eftir að hafa spilað 26 holur og alls í sex og hálfan tíma á lokadeginum. Það þurfti nefnilega átta holu bráðabana til að skera út um sigurvegara á mótinu og slíkt hefur aðeins gerst fimm sinnum í sögunni. Metið er reyndar ellefu holu umspil en þá, árið 1949, sættust menn á jafntefli því það var komið of mikið myrkur til að halda. Absolute theatre. @Harris_English birdies the eighth playoff hole to claim the @TravelersChamp. pic.twitter.com/3MmLjcqpI6— PGA TOUR (@PGATOUR) June 28, 2021 English og Kramer Hickok voru báðir á þrettán undir pari eftir 72 holur og því þurfti umspil. Þar gekk eins og áður sagði afar illa að fá sigurvegara þar sem þeir skiptust á að spila sautjándu og átjándu holuna. „Það var erfitt að halda einbeitingunni,“ sagði Harris English en bætti við: „Ég tek samt ofan fyrir honum fyrir góða baráttu,“ sagði English. .@Harris_English wins the @TravelersChamp in what ties the second-longest playoff in PGA Tour history. pic.twitter.com/KMkBYIlM2D— Golf Digest (@GolfDigest) June 28, 2021 Báðir spiluðu þeir fyrstu sjö holurnar á pari en á endanum setti English niður um fimm metra pútt og tryggði sér sigurinn. „Við vorum báðir að grínast með það að annar hvor okkur þyrfti nú að fara á ná fugli. Ég var í færi nokkrum sinnum en náði loksins að lesa það rétt,“ sagði English. Þetta var annar sigur English á þessu tímabili og sá fjórði á ferlinum á PGA-mótaröðinni. English náði að fylgja eftir flottri spilamennsku sinni á Opna bandaríska mótinu á dögunum þar sem hann náði þriðja sætinu. English fékk 1,368 milljónir dollara í verðlauna fé eða meira en 169 milljónir íslenskra króna. No need to apologize, @Harris_English. It was eight playoff holes of fun drama. pic.twitter.com/Pjx07zhsQf— PGA TOUR (@PGATOUR) June 28, 2021 Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
English fór ekkert í felur með það að hann var þreyttur í höndunum eftir að hafa spilað 26 holur og alls í sex og hálfan tíma á lokadeginum. Það þurfti nefnilega átta holu bráðabana til að skera út um sigurvegara á mótinu og slíkt hefur aðeins gerst fimm sinnum í sögunni. Metið er reyndar ellefu holu umspil en þá, árið 1949, sættust menn á jafntefli því það var komið of mikið myrkur til að halda. Absolute theatre. @Harris_English birdies the eighth playoff hole to claim the @TravelersChamp. pic.twitter.com/3MmLjcqpI6— PGA TOUR (@PGATOUR) June 28, 2021 English og Kramer Hickok voru báðir á þrettán undir pari eftir 72 holur og því þurfti umspil. Þar gekk eins og áður sagði afar illa að fá sigurvegara þar sem þeir skiptust á að spila sautjándu og átjándu holuna. „Það var erfitt að halda einbeitingunni,“ sagði Harris English en bætti við: „Ég tek samt ofan fyrir honum fyrir góða baráttu,“ sagði English. .@Harris_English wins the @TravelersChamp in what ties the second-longest playoff in PGA Tour history. pic.twitter.com/KMkBYIlM2D— Golf Digest (@GolfDigest) June 28, 2021 Báðir spiluðu þeir fyrstu sjö holurnar á pari en á endanum setti English niður um fimm metra pútt og tryggði sér sigurinn. „Við vorum báðir að grínast með það að annar hvor okkur þyrfti nú að fara á ná fugli. Ég var í færi nokkrum sinnum en náði loksins að lesa það rétt,“ sagði English. Þetta var annar sigur English á þessu tímabili og sá fjórði á ferlinum á PGA-mótaröðinni. English náði að fylgja eftir flottri spilamennsku sinni á Opna bandaríska mótinu á dögunum þar sem hann náði þriðja sætinu. English fékk 1,368 milljónir dollara í verðlauna fé eða meira en 169 milljónir íslenskra króna. No need to apologize, @Harris_English. It was eight playoff holes of fun drama. pic.twitter.com/Pjx07zhsQf— PGA TOUR (@PGATOUR) June 28, 2021
Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira