Allt á floti alls staðar? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 29. júní 2021 08:01 Vatnstjón eru ein algengasta orsök tjóna á heimilum hér á landi. Aðstæður eru margvíslegar en iðulega eiga tjónin sér stað í eða út frá votrýmum sem eru þá til dæmis þvottahús, eldhús og baðherbergi. Góð ráð til að fyrirbyggja tjón Fyrstu viðbrögð skipta miklu máli við að lágmarka tjón en best er auðvitað ef hægt er að fyrirbyggja að tjónið eigi sér stað. Hér á eftir fara nokkur góð ráð til að minnka líkurnar á tjóni vegna vatnsleka. Skynsamlegt er að hafa ekki þvottavél og þurrkara í gangi þegar enginn er heima. Það sama á við um uppþvottavélar. Setja þarf öryggisfestingar á þvottavélar sem eru hækkaðar upp og standa ekki á gólfi. Mælt er með að hafa vatnsskynjara í votrýmum. Mögulegt er að tengja vatnsskynjara við öryggiskerfi hússins eða í snjallsíma. Ef heimili eða orlofshús er yfirgefið í lengri tíma er mælt með að skrúfa fyrir vatnið. Vatnslagnir hafa ákveðinn endingartíma og því er mikilvægt að fylgjast vel með ástandi þeirra og vera vakandi fyrir rakaskemmdum. Mikilvægt er að fylgjast með vatnstengdum tækjum s.s. ísskápum, slöngur og plasttengingar þeirra gefa sig með tímanum og ráðlegt að endurnýja þær á a.m.k. 10 ára fresti. Sterkar vísbendingar um vatnsleka eða raka- og útloftunarvandamál eru t.d: Málning bólgnar á veggjum Parket bólgnar og breytir um lit Rakasöfnun inn á gluggum Veistu hvar vatnsinntakið er? Gott er að merkja inntakskrana fyrir heitt vatn og kalt vatn en merkingar fást til dæmis hjá Sjóvá. Einnig þarf að vera gott aðgengi að vatnsinntakinu þannig að auðvelt sé að skrúfa fyrir. Almenn umhirða Mikilvægt er að muna eftir að lofta vel um húsnæði með því að opna glugga helst daglega og vinna þannig gegn rakavandamálum. Einnig má koma hreyfingu á loftið með því að nota viftur. Fylgjast þarf vel með fúgum á milli flísa og þéttingum við sturtubotna. Öll niðurföll þarf að hreinsa reglulega, hvort sem er í sturtuklefum eða öryggisniðurföll í votrými. Einnig þarf að hreinsa niðurföll utandyra reglulega þannig að vatn eigi greiða leið um þau, þetta er sérstaklega mikilvægt ef von er á asahláku. Á haustin þarf að hreinsa lauf frá niðurföllum og athuga hvort sandur eða lauf sé í þakrennum. Að lokum er ávallt mælt með að öll lagnavinna sé unnin af fagmönnum með réttindi til starfa. Viðbrögð við vatnstjóni Loka þarf strax fyrir vatnsinntak ef vatnsleki á sér stað og gæta þarf fyllstu varúðar þar sem heitt vatn flæðir. Ef þið ráðið ekki við aðstæður eða teljið að hætta sé á ferðum skal hringja í 112 og leita hjálpar. Fyrstu viðbrögð hafa mikið að segja við að lágmarka það tjón sem kann að verða hverju sinni. Því er gott að vera vel undirbúin með því að fara í gegnum þau atriði sem hér eru tilgreind. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Tryggingar Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Sjá meira
Vatnstjón eru ein algengasta orsök tjóna á heimilum hér á landi. Aðstæður eru margvíslegar en iðulega eiga tjónin sér stað í eða út frá votrýmum sem eru þá til dæmis þvottahús, eldhús og baðherbergi. Góð ráð til að fyrirbyggja tjón Fyrstu viðbrögð skipta miklu máli við að lágmarka tjón en best er auðvitað ef hægt er að fyrirbyggja að tjónið eigi sér stað. Hér á eftir fara nokkur góð ráð til að minnka líkurnar á tjóni vegna vatnsleka. Skynsamlegt er að hafa ekki þvottavél og þurrkara í gangi þegar enginn er heima. Það sama á við um uppþvottavélar. Setja þarf öryggisfestingar á þvottavélar sem eru hækkaðar upp og standa ekki á gólfi. Mælt er með að hafa vatnsskynjara í votrýmum. Mögulegt er að tengja vatnsskynjara við öryggiskerfi hússins eða í snjallsíma. Ef heimili eða orlofshús er yfirgefið í lengri tíma er mælt með að skrúfa fyrir vatnið. Vatnslagnir hafa ákveðinn endingartíma og því er mikilvægt að fylgjast vel með ástandi þeirra og vera vakandi fyrir rakaskemmdum. Mikilvægt er að fylgjast með vatnstengdum tækjum s.s. ísskápum, slöngur og plasttengingar þeirra gefa sig með tímanum og ráðlegt að endurnýja þær á a.m.k. 10 ára fresti. Sterkar vísbendingar um vatnsleka eða raka- og útloftunarvandamál eru t.d: Málning bólgnar á veggjum Parket bólgnar og breytir um lit Rakasöfnun inn á gluggum Veistu hvar vatnsinntakið er? Gott er að merkja inntakskrana fyrir heitt vatn og kalt vatn en merkingar fást til dæmis hjá Sjóvá. Einnig þarf að vera gott aðgengi að vatnsinntakinu þannig að auðvelt sé að skrúfa fyrir. Almenn umhirða Mikilvægt er að muna eftir að lofta vel um húsnæði með því að opna glugga helst daglega og vinna þannig gegn rakavandamálum. Einnig má koma hreyfingu á loftið með því að nota viftur. Fylgjast þarf vel með fúgum á milli flísa og þéttingum við sturtubotna. Öll niðurföll þarf að hreinsa reglulega, hvort sem er í sturtuklefum eða öryggisniðurföll í votrými. Einnig þarf að hreinsa niðurföll utandyra reglulega þannig að vatn eigi greiða leið um þau, þetta er sérstaklega mikilvægt ef von er á asahláku. Á haustin þarf að hreinsa lauf frá niðurföllum og athuga hvort sandur eða lauf sé í þakrennum. Að lokum er ávallt mælt með að öll lagnavinna sé unnin af fagmönnum með réttindi til starfa. Viðbrögð við vatnstjóni Loka þarf strax fyrir vatnsinntak ef vatnsleki á sér stað og gæta þarf fyllstu varúðar þar sem heitt vatn flæðir. Ef þið ráðið ekki við aðstæður eða teljið að hætta sé á ferðum skal hringja í 112 og leita hjálpar. Fyrstu viðbrögð hafa mikið að segja við að lágmarka það tjón sem kann að verða hverju sinni. Því er gott að vera vel undirbúin með því að fara í gegnum þau atriði sem hér eru tilgreind. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun