Persónuvernd gerir ráðuneytið afturreka Snorri Másson skrifar 28. júní 2021 13:07 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Heilbrigðisráðuneytið fær ekki að afla gagna úr sjúkraskrám eins og það hafði ætlað sér. Vísir/Vilhelm Persónuvernd hefur gefið út álit þar sem kemur fram að heilbrigðisráðuneytið skorti lagaheimild til að hefja öflun persónuupplýsinga í gegnum heilbrigðisstofnanir, sem ráðuneytið hafði stefnt á að ráðast í. Ráðuneytið hafði meðal annars ætlað að afla persónugreinanlegra og í sumum tilvikum viðkvæmra upplýsinga um lyfjamál fólks, sjúkraflutninga og um þjónustu við sjúklinga inni á sjúkrahúsum. Heilbrigðisráðuneytið taldi sig þess umkomið að afla þessara upplýsinga í gegnum Sjúkratryggingar Íslands og Landspítalann meðal annars á þeim grundvelli að heilbrigðisráðherra beri ábyrgð á yfirstjórn heilbrigðismála hér á landi, og þurfi til þess að geta sinnt þeirri skyldu að geta safnað gögnum frá undirstofnunum. Stefnan var síðan að nýta þau við mat á kostnaði við lagafrumvörp, við fjárhagsáætlanir og önnur skipulagsleg atriði. Persónuvernd mat það svo að heilbrigðisráðuneytinu væri vegna persónuverndarlaga óheimilt að safna upplýsingum í þremur af þeim fjórum flokkum sem ráðuneytið hafði í hyggju að safna upplýsingum um. Fram kemur í áliti Persónuverndar að í málinu hafi reynt á það hvort umrædd vinnsla persónuupplýsinga væri unnin í þágu almannahagsmuna, enda væri hægt að fallast á hana undir slíkum kringumstæðum. Af niðurstöðunni að dæma er ekki annað að sjá en að Persónuvernd hafi metið málið þannig að gögnin yrðu ekki nauðsynleg vegna verks sem er unnið í almannaþágu. Ráðuneytið hugðist upphafla afla upplýsinga úr gagnagrunnum með heilsufarsupplýsingum, þ. á m. sjúkraskrárkerfum, með breytum á borð við aldur sjúklinga í dögum, auk kennitalna þeirra sem fengið hafa tiltekin lyf. Nú þarf það að endurskoða þau áform eða útfæra þau upp á nýtt. Persónuvernd Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Ráðuneytið hafði meðal annars ætlað að afla persónugreinanlegra og í sumum tilvikum viðkvæmra upplýsinga um lyfjamál fólks, sjúkraflutninga og um þjónustu við sjúklinga inni á sjúkrahúsum. Heilbrigðisráðuneytið taldi sig þess umkomið að afla þessara upplýsinga í gegnum Sjúkratryggingar Íslands og Landspítalann meðal annars á þeim grundvelli að heilbrigðisráðherra beri ábyrgð á yfirstjórn heilbrigðismála hér á landi, og þurfi til þess að geta sinnt þeirri skyldu að geta safnað gögnum frá undirstofnunum. Stefnan var síðan að nýta þau við mat á kostnaði við lagafrumvörp, við fjárhagsáætlanir og önnur skipulagsleg atriði. Persónuvernd mat það svo að heilbrigðisráðuneytinu væri vegna persónuverndarlaga óheimilt að safna upplýsingum í þremur af þeim fjórum flokkum sem ráðuneytið hafði í hyggju að safna upplýsingum um. Fram kemur í áliti Persónuverndar að í málinu hafi reynt á það hvort umrædd vinnsla persónuupplýsinga væri unnin í þágu almannahagsmuna, enda væri hægt að fallast á hana undir slíkum kringumstæðum. Af niðurstöðunni að dæma er ekki annað að sjá en að Persónuvernd hafi metið málið þannig að gögnin yrðu ekki nauðsynleg vegna verks sem er unnið í almannaþágu. Ráðuneytið hugðist upphafla afla upplýsinga úr gagnagrunnum með heilsufarsupplýsingum, þ. á m. sjúkraskrárkerfum, með breytum á borð við aldur sjúklinga í dögum, auk kennitalna þeirra sem fengið hafa tiltekin lyf. Nú þarf það að endurskoða þau áform eða útfæra þau upp á nýtt.
Persónuvernd Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent