Sjö konur látnar innan þriggja ára frá innlögn vegna heimilisofbeldis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. júní 2021 19:01 Fjörutíu og níu konur voru lagðar inn á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi á fimmtán ára tímabili samkvæmt nýrri rannsókn. Sjö kvennanna létust innan þriggja ára frá innlögn. Doktorsnemi og hjúkrunarfræðingur segja samræmt verklag í málaflokknum skorta innan heilbrigðiskerfisins. Tæplega fimmtán hundruð konur leituðu á bráðamóttöku Landspítalans eftir heimilisofbeldi á árunum 2005 til 2014 samkvæmt doktorsrannsókn Drífu Jónasdóttur. Þá sýnir rannsóknin að að meðaltali koma hundrað og fimmtíu konur árlega á spítalann með áverka eftir ofbeldið. Eyrún Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur hefur á síðustu mánuðum rannsakað hjúkrunarferli þeirra kvenna sem lögðust inn á spítalann vegna áverka eftir heimilisofbeldi undir handleiðslu Drífu. „Á tímabilinu þá lögðust inn fjörutíu og níu konur og þær höfðu allar komið í gegn um bráðamóttökuna,“ segir Eyrún. Niðurstaða rannsóknarinnar var meðal annars að hjúkrunarskráningu sé ábótavant. „Hjúkrunarfræðingar eru ekki að skrá mikið um ofbeldið, það er ekki samræmt verklag hvaða hjúkrunargreiningar eru notaðar og hvernig er skráð og hvaða aðstoðar er leitað fyrir þessar konur,“ segir Eyrún. Þá hafi dánartíðni kvennanna komið verulega á óvart. „Fjórtán prósent af þessum konum eru dánar og meðalaldurinn þegar þær deyja eru fimmtíu ár. Í þessum tölum var ein kona á níræðisaldri og ef við tökum hana frá menginu er meðalaldur þessara kvenna kannski fjörutíu ár en meðalaldur kvenna á Íslandi samkvæmt Hagstofunni eru 84 ár. Það er mjög sjokkerandi og þær eru að deyja, þessar sjö konur, að meðaltali núll til þremur árum frá því þær eru lagðar inn,“ segir Drífa. Það sé þó ekki vitað hvers vegna konurnar dóu og segja þær það vera efni í nýja rannsókn. Þá kom fram í rannsókninni að aðeins í tólf prósent tilvika skráðu hjúkrunarfræðingar aðkomu barnaverndar eða rannsóknarlögreglu. „Ég dró þá ályktun að það væri þannig að hjúkrunarfræðinum fyndist það ekki vera sitt hlutvek heldur að það væri meira á borði lækna eða félagsráðgjafa, sem þarf ekki að vera slæmt, en það þarf bara að að vera skráð að það hafi verið gert,“ segir Eyrún. Skráningu sé greinilega ábótavant. Drífa tekur nú þátt í vinnu innan heilbrigðisráðneytisins við að móta samræmt verklag í heimilisofbeldismálum á landsvísu sem þær vona að skili árangri. Heimilisofbeldi Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Tæplega fimmtán hundruð konur leituðu á bráðamóttöku Landspítalans eftir heimilisofbeldi á árunum 2005 til 2014 samkvæmt doktorsrannsókn Drífu Jónasdóttur. Þá sýnir rannsóknin að að meðaltali koma hundrað og fimmtíu konur árlega á spítalann með áverka eftir ofbeldið. Eyrún Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur hefur á síðustu mánuðum rannsakað hjúkrunarferli þeirra kvenna sem lögðust inn á spítalann vegna áverka eftir heimilisofbeldi undir handleiðslu Drífu. „Á tímabilinu þá lögðust inn fjörutíu og níu konur og þær höfðu allar komið í gegn um bráðamóttökuna,“ segir Eyrún. Niðurstaða rannsóknarinnar var meðal annars að hjúkrunarskráningu sé ábótavant. „Hjúkrunarfræðingar eru ekki að skrá mikið um ofbeldið, það er ekki samræmt verklag hvaða hjúkrunargreiningar eru notaðar og hvernig er skráð og hvaða aðstoðar er leitað fyrir þessar konur,“ segir Eyrún. Þá hafi dánartíðni kvennanna komið verulega á óvart. „Fjórtán prósent af þessum konum eru dánar og meðalaldurinn þegar þær deyja eru fimmtíu ár. Í þessum tölum var ein kona á níræðisaldri og ef við tökum hana frá menginu er meðalaldur þessara kvenna kannski fjörutíu ár en meðalaldur kvenna á Íslandi samkvæmt Hagstofunni eru 84 ár. Það er mjög sjokkerandi og þær eru að deyja, þessar sjö konur, að meðaltali núll til þremur árum frá því þær eru lagðar inn,“ segir Drífa. Það sé þó ekki vitað hvers vegna konurnar dóu og segja þær það vera efni í nýja rannsókn. Þá kom fram í rannsókninni að aðeins í tólf prósent tilvika skráðu hjúkrunarfræðingar aðkomu barnaverndar eða rannsóknarlögreglu. „Ég dró þá ályktun að það væri þannig að hjúkrunarfræðinum fyndist það ekki vera sitt hlutvek heldur að það væri meira á borði lækna eða félagsráðgjafa, sem þarf ekki að vera slæmt, en það þarf bara að að vera skráð að það hafi verið gert,“ segir Eyrún. Skráningu sé greinilega ábótavant. Drífa tekur nú þátt í vinnu innan heilbrigðisráðneytisins við að móta samræmt verklag í heimilisofbeldismálum á landsvísu sem þær vona að skili árangri.
Heimilisofbeldi Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira