Telja sig geta bjargað Suðurstrandarvegi með hraunbrú Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. júní 2021 19:30 Hægt er að bjarga Suðurstrandarvegi með svokallaðri hraunbrú yfir veginn, að sögn Magnúsar Rannvers Rafnssonar, verkfræðings og framkvæmdastjóra Línudans ehf. Magnús og aðrir verkfræðingar hjá Verkfræðistofu Suðurnesja hafa lagt fram tillögu um brúna til almannavarna. Hann segir verkefnið bæði einfalt og fljótlegt í framkvæmd. „Þetta er mannvirki sem ver veginn og ef hraun vill fljóta að þessum vegi þá tekur mannvirkið í raun við og færir það yfir veginn,“ segir Magnús. Þannig er hugmyndin að byggja varnargarða sem geta stýrt hraunflæði inn í ákveðinn farveg og stystu leið út í sjó. Í framhaldinu að byggja brú með römpum á hliðum yfir Suðurstrandarveg sem leiðir hægfljótandi hraunið yfir veginn. „Hugmyndin er að það sé hægt að stýra þessu þannig að hraunið fari á tiltekinn stað eða tiltekið afmarkað svæði þangað sem líklegt er að hraunið fari. Þannig er til dæmis hægt að nota þessa leiðigarða sem hafa verið settir upp. Það er auðvitað margt óvíst í þessu enn þá en með nokkurri vissu er hægt að segja að svona er hægt að verja veginn.“ Hann segir kostina marga. Hægt verði að halda Suðurstrandarvegi opnum, þó eldgosið vari í mörg ár. Þá verði opin leið sem myndi öruggt skjól fyrir vatnslagnir, rafmagn og ljósleiðara og að mannvirkið sé hægt að framlengja í báðar áttir, eftir því hvernig hraunið vill helst flæða. Þá verði þarna í framtíðinni jarðgöng, svo dæmi séu tekinn. Aðspurður segir hann litlar líkur á að hraunið taki brúna með sér. „Eðlisþungi hraunsins er í sjálfu sér ekki mjög mikill og ég tel mjög líklegt aðþað sé hægt aðútfæra þarna tiltölulega einfalt mannvirki sem tekur viðþessu,“ segir Magnús. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Þetta er mannvirki sem ver veginn og ef hraun vill fljóta að þessum vegi þá tekur mannvirkið í raun við og færir það yfir veginn,“ segir Magnús. Þannig er hugmyndin að byggja varnargarða sem geta stýrt hraunflæði inn í ákveðinn farveg og stystu leið út í sjó. Í framhaldinu að byggja brú með römpum á hliðum yfir Suðurstrandarveg sem leiðir hægfljótandi hraunið yfir veginn. „Hugmyndin er að það sé hægt að stýra þessu þannig að hraunið fari á tiltekinn stað eða tiltekið afmarkað svæði þangað sem líklegt er að hraunið fari. Þannig er til dæmis hægt að nota þessa leiðigarða sem hafa verið settir upp. Það er auðvitað margt óvíst í þessu enn þá en með nokkurri vissu er hægt að segja að svona er hægt að verja veginn.“ Hann segir kostina marga. Hægt verði að halda Suðurstrandarvegi opnum, þó eldgosið vari í mörg ár. Þá verði opin leið sem myndi öruggt skjól fyrir vatnslagnir, rafmagn og ljósleiðara og að mannvirkið sé hægt að framlengja í báðar áttir, eftir því hvernig hraunið vill helst flæða. Þá verði þarna í framtíðinni jarðgöng, svo dæmi séu tekinn. Aðspurður segir hann litlar líkur á að hraunið taki brúna með sér. „Eðlisþungi hraunsins er í sjálfu sér ekki mjög mikill og ég tel mjög líklegt aðþað sé hægt aðútfæra þarna tiltölulega einfalt mannvirki sem tekur viðþessu,“ segir Magnús.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira