Eldgosið sést á ný í kröftugum gusuham á vefmyndavél Vísis Kristján Már Unnarsson skrifar 29. júní 2021 20:13 Eldgígurinn á áttunda tímanum í kvöld. Hraunárnar flæða frá gígnum í miklum gusum. Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Eftir að hafa verið hulið sjónum manna og vefmyndavéla undanfarinn sólarhring sést núna á ný til eldgígsins í Geldingadölum en þokunni létti af eldstöðinni um kvöldmatarleytið. Á vefmyndavél Vísis mátti sjá að mikill kraftur hefur verið í gosinu í kvöld og hraunið flætt í gusum frá gígnum með reglubundnu millibili. Hér má tengjast vefmyndavél Vísis Eldgosið í Fagradalsfjalli hætti skyndilega í nokkrar klukkustundir síðastliðna nótt og óróamælar bentu til þess í dag að verulega hefði dregið úr krafti þess. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting á því í dag að enn gysi, fyrr en núna í kvöld. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá að bílamergð var við Suðurstrandarveg í dag. Dimm þoka var yfir gosstöðvunum og fátt sem ferðamenn gátu séð nema nýstorknað hraunið í Nátthaga og vinnuvélar við varnargarð. Páll Einarsson sýnir hvar óróapúlsinn hætti síðastliðna nótt þegar gosið lá niðri. Óróaritið sýnir tíu daga aftur í tímann og má sjá eðlisbreytinguna sem varð fyrir tæpri viku þegar sveiflurnar byrjuðu.Arnar Halldórsson Óróarit Veðurstofunnar sýnir að eðlisbreyting varð á gosinu í síðustu viku, þegar sveiflur fóru að koma í tiltölulega jafnan óróa sem verið hafði vikum saman. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þá hafa orðið þáttaskil og gosið um tíma farið í gusuham. Um miðjan dag í gær hætti gosið skyndilega í um hálftíma, tók sig svo aftur upp en hætti svo aftur í gærkvöldi í nokkra klukkutíma. Um tvöleytið í nótt hófst óróinn svo á ný. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér fyrir neðan má síðan sjá myndbönd sem áhorfendur náðu af vefmyndavél Vísis þegar gosið tók kipp. Bestu þakkir til @visir_is fyrir að reka þessa myndavél 😊🙏 pic.twitter.com/Sfs8cb68sp— gummih (@gummih) June 29, 2021 Just witnessed this (crappy video taken of my tv, I swear I was watching football before!) shows the eruption is not at all over.. Seismic tremor indicates pulsating activity has restarted. pic.twitter.com/Los595bBDt— Kristín Jónsdóttir (@krjonsdottir) June 29, 2021 Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum Jarðskjálftafræðingur segir ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum í Geldingadölum en þoka veldur því að sérfræðingar geta ekki farið að svæðinu í dag. Órói féll verulega í gærkvöldi sem gæti verið til marks um byrjunina á endanum á gosinu. 29. júní 2021 12:06 Samfelldur gosórói byrjaði aftur um tvö í nótt Gosóróinn í Fagradalsfjalli er hafinn á ný eftir stutt hlé í gærkvöldi. Ekkert hefur sést á vefmyndavélum síðustu klukkustundirnar vegna lélegs skyggnis. 29. júní 2021 07:18 Gosóróinn minnkar: „Byrjunin á endinum?“ Einhverjir hafa velt því fyrir sér í kvöld hvort eldgosinu við Fagradalsfjall sé lokið. Óróinn við gosstöðvarnar féll töluvert á níunda tímanum í kvöld og hefur verið á nokkurri niðurleið en hefur fundist að nýju þegar liðið hefur á kvöldið. 28. júní 2021 22:36 Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Hér má tengjast vefmyndavél Vísis Eldgosið í Fagradalsfjalli hætti skyndilega í nokkrar klukkustundir síðastliðna nótt og óróamælar bentu til þess í dag að verulega hefði dregið úr krafti þess. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting á því í dag að enn gysi, fyrr en núna í kvöld. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá að bílamergð var við Suðurstrandarveg í dag. Dimm þoka var yfir gosstöðvunum og fátt sem ferðamenn gátu séð nema nýstorknað hraunið í Nátthaga og vinnuvélar við varnargarð. Páll Einarsson sýnir hvar óróapúlsinn hætti síðastliðna nótt þegar gosið lá niðri. Óróaritið sýnir tíu daga aftur í tímann og má sjá eðlisbreytinguna sem varð fyrir tæpri viku þegar sveiflurnar byrjuðu.Arnar Halldórsson Óróarit Veðurstofunnar sýnir að eðlisbreyting varð á gosinu í síðustu viku, þegar sveiflur fóru að koma í tiltölulega jafnan óróa sem verið hafði vikum saman. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þá hafa orðið þáttaskil og gosið um tíma farið í gusuham. Um miðjan dag í gær hætti gosið skyndilega í um hálftíma, tók sig svo aftur upp en hætti svo aftur í gærkvöldi í nokkra klukkutíma. Um tvöleytið í nótt hófst óróinn svo á ný. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér fyrir neðan má síðan sjá myndbönd sem áhorfendur náðu af vefmyndavél Vísis þegar gosið tók kipp. Bestu þakkir til @visir_is fyrir að reka þessa myndavél 😊🙏 pic.twitter.com/Sfs8cb68sp— gummih (@gummih) June 29, 2021 Just witnessed this (crappy video taken of my tv, I swear I was watching football before!) shows the eruption is not at all over.. Seismic tremor indicates pulsating activity has restarted. pic.twitter.com/Los595bBDt— Kristín Jónsdóttir (@krjonsdottir) June 29, 2021
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum Jarðskjálftafræðingur segir ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum í Geldingadölum en þoka veldur því að sérfræðingar geta ekki farið að svæðinu í dag. Órói féll verulega í gærkvöldi sem gæti verið til marks um byrjunina á endanum á gosinu. 29. júní 2021 12:06 Samfelldur gosórói byrjaði aftur um tvö í nótt Gosóróinn í Fagradalsfjalli er hafinn á ný eftir stutt hlé í gærkvöldi. Ekkert hefur sést á vefmyndavélum síðustu klukkustundirnar vegna lélegs skyggnis. 29. júní 2021 07:18 Gosóróinn minnkar: „Byrjunin á endinum?“ Einhverjir hafa velt því fyrir sér í kvöld hvort eldgosinu við Fagradalsfjall sé lokið. Óróinn við gosstöðvarnar féll töluvert á níunda tímanum í kvöld og hefur verið á nokkurri niðurleið en hefur fundist að nýju þegar liðið hefur á kvöldið. 28. júní 2021 22:36 Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum Jarðskjálftafræðingur segir ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum í Geldingadölum en þoka veldur því að sérfræðingar geta ekki farið að svæðinu í dag. Órói féll verulega í gærkvöldi sem gæti verið til marks um byrjunina á endanum á gosinu. 29. júní 2021 12:06
Samfelldur gosórói byrjaði aftur um tvö í nótt Gosóróinn í Fagradalsfjalli er hafinn á ný eftir stutt hlé í gærkvöldi. Ekkert hefur sést á vefmyndavélum síðustu klukkustundirnar vegna lélegs skyggnis. 29. júní 2021 07:18
Gosóróinn minnkar: „Byrjunin á endinum?“ Einhverjir hafa velt því fyrir sér í kvöld hvort eldgosinu við Fagradalsfjall sé lokið. Óróinn við gosstöðvarnar féll töluvert á níunda tímanum í kvöld og hefur verið á nokkurri niðurleið en hefur fundist að nýju þegar liðið hefur á kvöldið. 28. júní 2021 22:36