Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. júní 2021 10:43 Kristján Oddsson, framkvæmdastjóri Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuborgarsvæðinu. Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. Vísir hefur greint frá því að framkvæmdastjóri Samhæfingarstöðvarinnar, Kristján Oddsson, hafi neitað að rannsaka sýni, bæði í samskiptum við kvensjúkdómalækna og sjúklinga. Í tilkynningunni á síðunni kemur ekkert fram um það hvað verður um þau sýni sem ekki eru rannsökuð en á Íslandi gilda lög um varðveislu lífsýna. Vísir hefur sent Óskari Reykdalssyni, forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, erindi þar sem spurt er hvað verður um þau sýni sem eru ekki send áfram á rannsóknarstofuna í Danmörku. Eru engin einkennasýni rannsökuð? Sum af þeim sýnum sem Kristján hefur neitað að rannsaka eru svokölluð einkennasýni en þau falla ekki undir svokallaða lýðgrundaða skimun sem heyrir undir Samhæfingarmiðstöðina. Enginn annar farvegur er þó til fyrir þau nema um miðstöðina, þar sem ekki hefur verið samið við aðra aðila um frumusýnarannsóknir en rannsóknarstofuna í Danmörku. Vísir birti fyrr í vikunni viðtal við Karen Evu Helgudóttur, sem fékk að vita að sýnið hennar yrði ekki rannsakað þrátt fyrir að hún væri búin að vera með einkenni frá leghálsi. Aðrir miðlar hafa síðan greint frá því að Kristján hafi hringt í Karen og tjáð henni að læknar ættu ekki að taka strok frá leghálsinum þegar um einkenni væri að ræða heldur senda konur í leghálsspeglun. Í tilkynningunni á vef heilsugæslunnar segir: „Skimun fyrir krabbameini í leghálsi er boð fyrir konur án einkenna. Mikilvægt er að konum með einkenni sé vísað í greiningarferli þar sem leitað er að orsök einkenna.“ Ekki er talað um hvað felist í umræddu ferli en ekki er hægt að lesa annað úr þessu en að Samhæfingarstöðin, og þar með heilsugæslan, telji það ekki sitt hlutverk að láta rannsaka einkennasýni. Í fyrirspurn Vísis til heilsugæslunnar er einnig spurt um þetta atriði. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Telur mögulega saknæmt að henda sýnum kvenna með einkenni krabbameins Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir segir að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Heilsugæslunnar hafa gert lítið úr konum, sem sýnt hafa einkenni leghálskrabbameins, með því að hafa hent sýnum þeirra. Hún veltir því fyrir sér hvort förgun slíkra sýna sé mögulega saknæm. 29. júní 2021 23:00 Segir kerfið virðast svo stíft að það taki yfir læknisfræðina Fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands vill að læknar fái ákveða sjálfir hvort leghálssýni sjúklinga þeirra verði tekin til rannsóknar eða ekki. Hann segir kerfið alltof stíft og farið að taka yfir læknisfræðina. 26. júní 2021 20:47 Heilbrigðisráðuneytið vill engu svara um leghálssýnarannsóknir Heilbrigðisráðuneytið segist ekki getað svarað því hvort breytinga sé að vænta varðandi framtíðarfyrirkomulag rannsókna á leghálssýnum í tengslum við skimun eftir leghálskrabbameini. 16. júní 2021 13:33 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Vísir hefur greint frá því að framkvæmdastjóri Samhæfingarstöðvarinnar, Kristján Oddsson, hafi neitað að rannsaka sýni, bæði í samskiptum við kvensjúkdómalækna og sjúklinga. Í tilkynningunni á síðunni kemur ekkert fram um það hvað verður um þau sýni sem ekki eru rannsökuð en á Íslandi gilda lög um varðveislu lífsýna. Vísir hefur sent Óskari Reykdalssyni, forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, erindi þar sem spurt er hvað verður um þau sýni sem eru ekki send áfram á rannsóknarstofuna í Danmörku. Eru engin einkennasýni rannsökuð? Sum af þeim sýnum sem Kristján hefur neitað að rannsaka eru svokölluð einkennasýni en þau falla ekki undir svokallaða lýðgrundaða skimun sem heyrir undir Samhæfingarmiðstöðina. Enginn annar farvegur er þó til fyrir þau nema um miðstöðina, þar sem ekki hefur verið samið við aðra aðila um frumusýnarannsóknir en rannsóknarstofuna í Danmörku. Vísir birti fyrr í vikunni viðtal við Karen Evu Helgudóttur, sem fékk að vita að sýnið hennar yrði ekki rannsakað þrátt fyrir að hún væri búin að vera með einkenni frá leghálsi. Aðrir miðlar hafa síðan greint frá því að Kristján hafi hringt í Karen og tjáð henni að læknar ættu ekki að taka strok frá leghálsinum þegar um einkenni væri að ræða heldur senda konur í leghálsspeglun. Í tilkynningunni á vef heilsugæslunnar segir: „Skimun fyrir krabbameini í leghálsi er boð fyrir konur án einkenna. Mikilvægt er að konum með einkenni sé vísað í greiningarferli þar sem leitað er að orsök einkenna.“ Ekki er talað um hvað felist í umræddu ferli en ekki er hægt að lesa annað úr þessu en að Samhæfingarstöðin, og þar með heilsugæslan, telji það ekki sitt hlutverk að láta rannsaka einkennasýni. Í fyrirspurn Vísis til heilsugæslunnar er einnig spurt um þetta atriði.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Telur mögulega saknæmt að henda sýnum kvenna með einkenni krabbameins Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir segir að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Heilsugæslunnar hafa gert lítið úr konum, sem sýnt hafa einkenni leghálskrabbameins, með því að hafa hent sýnum þeirra. Hún veltir því fyrir sér hvort förgun slíkra sýna sé mögulega saknæm. 29. júní 2021 23:00 Segir kerfið virðast svo stíft að það taki yfir læknisfræðina Fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands vill að læknar fái ákveða sjálfir hvort leghálssýni sjúklinga þeirra verði tekin til rannsóknar eða ekki. Hann segir kerfið alltof stíft og farið að taka yfir læknisfræðina. 26. júní 2021 20:47 Heilbrigðisráðuneytið vill engu svara um leghálssýnarannsóknir Heilbrigðisráðuneytið segist ekki getað svarað því hvort breytinga sé að vænta varðandi framtíðarfyrirkomulag rannsókna á leghálssýnum í tengslum við skimun eftir leghálskrabbameini. 16. júní 2021 13:33 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Telur mögulega saknæmt að henda sýnum kvenna með einkenni krabbameins Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir segir að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Heilsugæslunnar hafa gert lítið úr konum, sem sýnt hafa einkenni leghálskrabbameins, með því að hafa hent sýnum þeirra. Hún veltir því fyrir sér hvort förgun slíkra sýna sé mögulega saknæm. 29. júní 2021 23:00
Segir kerfið virðast svo stíft að það taki yfir læknisfræðina Fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands vill að læknar fái ákveða sjálfir hvort leghálssýni sjúklinga þeirra verði tekin til rannsóknar eða ekki. Hann segir kerfið alltof stíft og farið að taka yfir læknisfræðina. 26. júní 2021 20:47
Heilbrigðisráðuneytið vill engu svara um leghálssýnarannsóknir Heilbrigðisráðuneytið segist ekki getað svarað því hvort breytinga sé að vænta varðandi framtíðarfyrirkomulag rannsókna á leghálssýnum í tengslum við skimun eftir leghálskrabbameini. 16. júní 2021 13:33