Ferðamenn streyma í hitann á Austurlandi Birgir Olgeirsson skrifar 30. júní 2021 10:56 Emma Líf Sigurðardottir var á meðal þeirra sem naut þess að vaða í Stuðlagili í gær. 26 stiga hiti og sannkölluð rjómablíða. Vísir/Vilhelm Hitinn gæti náð allt að 27 stigum í Fljótsdalshéraði á Austurlandi í dag. Hnúkaþeyrinn hefur leikið við þann landshluta og mun halda því áfram fram að helgi. Ferðamenn hafa þefað uppi veðrið og þyrpast nú þangað. Tuttugu og þriggja stiga hiti var á Reyðarfirði klukkan átta í morgun og stefnir í ansi góðan dag fyrir austan og næstu daga en þá mun hitinn færast yfir á norðanvert landið. „Þetta eru þessi áhrif sem við köllum hnúkaþey og við erum með stóra og sterka hæð sunnanmegin við landið sem drífur þessar suðvestlægu og vestlægu áttir. Þannig að við fáum hérna rakann úr hafinu og skýin og súldina á vestanverðu landinu. Lágskýjað og frekar jafnan hita á meðan loftið þornar á leiðinni yfir hálendið. Skýin hverfa og þeir fá stærri sveiflu í hita, það verður kaldara á nótunni en á móti talsvert hlýjara á daginn. Við munum sjá 26 til 27 stiga hita í Fljótsdalshéraðinu í dag,“ segir Páll Ágúst Þórarinsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hiti hefur mest náð 30,5 stigum á Teigarhorni í Berufirði í júní árið 1939. Páll á ekki von á því að það met verði slegið í þessari viku. Frá Egilsstöðum.Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Múlaþings segir veðrið hafa verið yndislegt undanfarna daga og ferðamenn streymi á svæðið. „Þetta hefur verið ágætt. Við erum að vísu von góðu veðri á sumrin. Við erum mjög sátt við þetta veður og verðum vör við ferðmenn víðsvegar af landinu og trúlega hefur veðrið eitthvað með það að gera,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri. „Það er nóg af fólki hérna og við reynum að vera undir það búin. Mér sýnist tjaldsvæðin hér á Egilsstöðum, í Fellabæ og á Hallormsstað séu ágætlega nýtt,“ segir Björn. Veður Múlaþing Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Tuttugu og þriggja stiga hiti var á Reyðarfirði klukkan átta í morgun og stefnir í ansi góðan dag fyrir austan og næstu daga en þá mun hitinn færast yfir á norðanvert landið. „Þetta eru þessi áhrif sem við köllum hnúkaþey og við erum með stóra og sterka hæð sunnanmegin við landið sem drífur þessar suðvestlægu og vestlægu áttir. Þannig að við fáum hérna rakann úr hafinu og skýin og súldina á vestanverðu landinu. Lágskýjað og frekar jafnan hita á meðan loftið þornar á leiðinni yfir hálendið. Skýin hverfa og þeir fá stærri sveiflu í hita, það verður kaldara á nótunni en á móti talsvert hlýjara á daginn. Við munum sjá 26 til 27 stiga hita í Fljótsdalshéraðinu í dag,“ segir Páll Ágúst Þórarinsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hiti hefur mest náð 30,5 stigum á Teigarhorni í Berufirði í júní árið 1939. Páll á ekki von á því að það met verði slegið í þessari viku. Frá Egilsstöðum.Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Múlaþings segir veðrið hafa verið yndislegt undanfarna daga og ferðamenn streymi á svæðið. „Þetta hefur verið ágætt. Við erum að vísu von góðu veðri á sumrin. Við erum mjög sátt við þetta veður og verðum vör við ferðmenn víðsvegar af landinu og trúlega hefur veðrið eitthvað með það að gera,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri. „Það er nóg af fólki hérna og við reynum að vera undir það búin. Mér sýnist tjaldsvæðin hér á Egilsstöðum, í Fellabæ og á Hallormsstað séu ágætlega nýtt,“ segir Björn.
Veður Múlaþing Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira