Segir Íslendinga tuða mest yfir röðum á flugvellinum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júní 2021 21:01 Ferðamennirnir sem fréttastofa ræddi við voru alls ekkert hræddir við að ferðast á tímum heimsfaraldurs. vísir Lögregla á Keflavíkurflugvelli finnur vel fyrir auknum straumi ferðamanna til landsins. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir Íslendinga tuða mest allra þjóða yfir biðröðum á flugvellinum en fæstir þeir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við komu hingað til lands til að sjá eldgosið í Geldingadölum. Á tveimur vikum hefur ferðamönnum sem koma til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll fjölgað frá um tvö þúsund á dag og upp í fimm þúsund. Miklar raðir myndast á álagstímum vegna sýnatöku á vellinum og þurfa sumir að bíða í allt að þrjá tíma til þess að komast út af flugstöðinni. Íslendingar tuða mest „Ferðamenn hlakka til að koma þó þeir þurfi að bíða smá stund í biðröð. Það er misjafnt frá hvaða þjóðum þeir koma, hvað þeim finnst gaman í biðröðunum. Þeir sem helst kvarta eru Íslendingarnir en að öðru leyti eru allir glaðir sem koma hingað,“ sagði Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum. Er fólk ekkert þreytt á röðum? „Jú fólk getur nú orðið þreytt í röðunum en það er reynt að aðstoða fólk með því að gefa því súkkulaði, vatn og fleira og reynt að halda smá stemningu þarna inni þangað til að þau koma fram,“ sagði Arngrímur. Þeir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki hugmynd um góða stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi né að hér væru engar samkomutakmarkanir innanlands. „Ísland hefur verið eitt af fáum grænum löndum á Evrópukortinu svo það er gott en við komum ekki sérstaklega af því að það er laust við Covid19,“ sagði Jill, ferðamaður frá Beglíu. Flestir voru að fara í sína fyrstu utanlandsferð síðan faraldurinn hófst og var enginn af þeim sem fréttastofa ræddi við hræddur við að ferðast þrátt fyrir heimsfaraldur. Bólusett og glöð „Nei, reyndar ekki því við erum bólusett svo við erum mjög ánægð,“ sagði Lauren, ferðamaður frá Hollandi. „Það er líka nóg pláss á Íslandi,“ bætir Chris vinur hennar við. Þeir sem koma til landsins eru nú skimaðir í komusalnum. Á morgun breytast sóttvarnarreglur á landamærunum.Sigurjón ólason Hvað ætlið þið að gera á Íslandi? „Við ætlum að keyra um landið,“ sagði Lauren. Eldgosið ekkert sérstakt aðdráttarafl „Við ætlum að hjóla frá nyrstu höfuðborg heimsins til þeirrar syðstu, Wellington á Nýja-Sjálandi. Þess vegna verðum við að byrja á Íslandi,“ sagði Christopher, ferðamaður frá Belgíu. Þá var eldgosið ekkert sérstakt aðdráttarafl. „Það var ekki á listanum en kannski bætum við því við,“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Farþegar þurfa að bíða í allt að þrjá tíma til að komast út af flugstöðinni“ Ferðamönnum sem koma til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað um frá um þúsund til tvö þúsund ferðamönnum á dag upp í fimm þúsund síðastliðnar tvær vikur. Í dag hafa lent 21 flugvél á Keflavíkurflugvelli og von er á fimm til viðbótar í kvöld. 28. júní 2021 19:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Á tveimur vikum hefur ferðamönnum sem koma til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll fjölgað frá um tvö þúsund á dag og upp í fimm þúsund. Miklar raðir myndast á álagstímum vegna sýnatöku á vellinum og þurfa sumir að bíða í allt að þrjá tíma til þess að komast út af flugstöðinni. Íslendingar tuða mest „Ferðamenn hlakka til að koma þó þeir þurfi að bíða smá stund í biðröð. Það er misjafnt frá hvaða þjóðum þeir koma, hvað þeim finnst gaman í biðröðunum. Þeir sem helst kvarta eru Íslendingarnir en að öðru leyti eru allir glaðir sem koma hingað,“ sagði Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum. Er fólk ekkert þreytt á röðum? „Jú fólk getur nú orðið þreytt í röðunum en það er reynt að aðstoða fólk með því að gefa því súkkulaði, vatn og fleira og reynt að halda smá stemningu þarna inni þangað til að þau koma fram,“ sagði Arngrímur. Þeir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki hugmynd um góða stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi né að hér væru engar samkomutakmarkanir innanlands. „Ísland hefur verið eitt af fáum grænum löndum á Evrópukortinu svo það er gott en við komum ekki sérstaklega af því að það er laust við Covid19,“ sagði Jill, ferðamaður frá Beglíu. Flestir voru að fara í sína fyrstu utanlandsferð síðan faraldurinn hófst og var enginn af þeim sem fréttastofa ræddi við hræddur við að ferðast þrátt fyrir heimsfaraldur. Bólusett og glöð „Nei, reyndar ekki því við erum bólusett svo við erum mjög ánægð,“ sagði Lauren, ferðamaður frá Hollandi. „Það er líka nóg pláss á Íslandi,“ bætir Chris vinur hennar við. Þeir sem koma til landsins eru nú skimaðir í komusalnum. Á morgun breytast sóttvarnarreglur á landamærunum.Sigurjón ólason Hvað ætlið þið að gera á Íslandi? „Við ætlum að keyra um landið,“ sagði Lauren. Eldgosið ekkert sérstakt aðdráttarafl „Við ætlum að hjóla frá nyrstu höfuðborg heimsins til þeirrar syðstu, Wellington á Nýja-Sjálandi. Þess vegna verðum við að byrja á Íslandi,“ sagði Christopher, ferðamaður frá Belgíu. Þá var eldgosið ekkert sérstakt aðdráttarafl. „Það var ekki á listanum en kannski bætum við því við,“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Farþegar þurfa að bíða í allt að þrjá tíma til að komast út af flugstöðinni“ Ferðamönnum sem koma til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað um frá um þúsund til tvö þúsund ferðamönnum á dag upp í fimm þúsund síðastliðnar tvær vikur. Í dag hafa lent 21 flugvél á Keflavíkurflugvelli og von er á fimm til viðbótar í kvöld. 28. júní 2021 19:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Farþegar þurfa að bíða í allt að þrjá tíma til að komast út af flugstöðinni“ Ferðamönnum sem koma til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað um frá um þúsund til tvö þúsund ferðamönnum á dag upp í fimm þúsund síðastliðnar tvær vikur. Í dag hafa lent 21 flugvél á Keflavíkurflugvelli og von er á fimm til viðbótar í kvöld. 28. júní 2021 19:22