Þetta kemur fram í Facebook-færslu lögreglunnar frá því í kvöld. Hún segir hugsanlegt að ár geti rofið vegi og skemmt brýr. Íbúar á Akureyri eru jafnframt beðnir um að vera ekki á ferðinni á göngustígum og í lægðum í kring um Glerá.

„Nú þegar er búið að loka brúnum við Þverá í Eyjafirði og einnig við Möðruvelli, þar sem Eyjafjarðarbraut eystri og vestri mætast. Sem varúðarráðstöfun eru því íbúar að vera ekki á ferðinni að óþörfu á vegum og sýna aðgát kringum ár og vötn,“ segir í færslunni.
