„Pínu töff að vera með bæði, Astra og Pfizer“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. júlí 2021 21:00 Fjöldi fólks lagði leið sína í Laugardalshöll í dag til að fá síðari bóluefnaskammtinn. Vísir Þó einhverjir hafi ákveðið að fara úr röðinni að Laugardalshöll þegar tilkynnt var um að Astra Zeneca bóluefnið væri búið og að bólusett yrði með Pfizer í staðinn var því almennt vel tekið . Bólusetningar með seinni skammti af Astra Zeneca fóru fram fyrri hluta dags – eða þar til efnið kláraðist. „Ég geri bara eins og mér er sagt og hef engar sérstakar skoðanir á þessu. Bara pínu töff að vera með bæði, Astra og Pfizer,“ sagði Sölvi Snær Magnússon sem beið eftir sínum skammti í heillangri röð fyrir utan Laugardalshöll í dag. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að skammtarnir hafi klárast mun fyrr en áætlað hafi verið. „Við vorum búin að gera ráð fyrir að við hefðum nóg í dag en það reyndist ekki vera. Það var hins vegar til nóg af Pfizer og það er í góðu lagi að skipta yfir og hefur gengið vel,“ segir Sigríður. Hún segir samsetningu bóluefnanna tveggja, Astra Zeneca og Pfizer, fullkomlega hættulausa. „Það er að komast reynsla á þessa samsetningu úti í heimi líkt og annað og hún hefur gefið góða raun og gefur mjög góða vörn,“ segir hún. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir Sigríður Dóra segir að þegar skammtarnir kláruðust hafi ekkert annað verið í stöðunni en að setja í næsta gír og sækja Pfizer skammtana, en að meðan það var gert þurfti að tæma Laugardalshöllina og nokkrar tafir urðu á bólusetningunni, þannig að langar raðir mynduðust um tíma. „Ég er búinn að bíða hérna svo lengi að ég ætla ekkert að fara. Og eiginlega sama hvað hefði tekið við þarna við hinn endann þá hefði ég haldið áfram í röðinni,“ sagði Páll Magnússon þingmaður, sem beið með eftirvæntingu eftir að verða fullbólusettur. „Ég kom hingað til að fá Astra eins og ég fékk í fyrri sprautunni en fæ Pfizer. Mér finnst ég hafa unnið í happdrætti bara. Þetta er fín blanda.“ Rúnar Höskuldsson var líka kampa kátur með bólusetninguna. „Gott að klára þetta bara og þá er þetta búið. Þetta er bara besta mál,“ sagði hann rétt áður en hann fékk sprautuna í handlegginn, og félagi hans, Þorvaldur E. Sæmundsen tók undir og sló á létta strengi þegar hann sagðist engan mun finna á Astra Zeneca efninu og Pfizer. „Enginn munur - piece of cake.“ Fréttastofa leit við í Laugardalshöll í dag líkt og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
„Ég geri bara eins og mér er sagt og hef engar sérstakar skoðanir á þessu. Bara pínu töff að vera með bæði, Astra og Pfizer,“ sagði Sölvi Snær Magnússon sem beið eftir sínum skammti í heillangri röð fyrir utan Laugardalshöll í dag. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að skammtarnir hafi klárast mun fyrr en áætlað hafi verið. „Við vorum búin að gera ráð fyrir að við hefðum nóg í dag en það reyndist ekki vera. Það var hins vegar til nóg af Pfizer og það er í góðu lagi að skipta yfir og hefur gengið vel,“ segir Sigríður. Hún segir samsetningu bóluefnanna tveggja, Astra Zeneca og Pfizer, fullkomlega hættulausa. „Það er að komast reynsla á þessa samsetningu úti í heimi líkt og annað og hún hefur gefið góða raun og gefur mjög góða vörn,“ segir hún. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir Sigríður Dóra segir að þegar skammtarnir kláruðust hafi ekkert annað verið í stöðunni en að setja í næsta gír og sækja Pfizer skammtana, en að meðan það var gert þurfti að tæma Laugardalshöllina og nokkrar tafir urðu á bólusetningunni, þannig að langar raðir mynduðust um tíma. „Ég er búinn að bíða hérna svo lengi að ég ætla ekkert að fara. Og eiginlega sama hvað hefði tekið við þarna við hinn endann þá hefði ég haldið áfram í röðinni,“ sagði Páll Magnússon þingmaður, sem beið með eftirvæntingu eftir að verða fullbólusettur. „Ég kom hingað til að fá Astra eins og ég fékk í fyrri sprautunni en fæ Pfizer. Mér finnst ég hafa unnið í happdrætti bara. Þetta er fín blanda.“ Rúnar Höskuldsson var líka kampa kátur með bólusetninguna. „Gott að klára þetta bara og þá er þetta búið. Þetta er bara besta mál,“ sagði hann rétt áður en hann fékk sprautuna í handlegginn, og félagi hans, Þorvaldur E. Sæmundsen tók undir og sló á létta strengi þegar hann sagðist engan mun finna á Astra Zeneca efninu og Pfizer. „Enginn munur - piece of cake.“ Fréttastofa leit við í Laugardalshöll í dag líkt og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira