Elmar hefur æft með KR undanfarið og í dag greindi félagið frá því að samningar hefðu náðst um að hann spili með KR í sumar.
Elmar, sem er 34 ára, klæðist þar með KR-treyjunni að nýju eftir að hafa alist upp hjá félaginu og leikið með því til ársins 2004 þegar hann var seldur til Celtic í Skotlandi.
Á löngum ferli sínum sem atvinnumaður hefur Elmar leikið í Skotlandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Tyrklandi og Grikklandi. Elmar lék síðast með liði Lamia í grísku úrvalsdeildinni, fram í miðjan maí.
Hann á að baki 41 A-landsleik og var í hópnum sem spilaði á EM í Frakklandi 2016, þar sem hann lagði meðal annars upp sigurmarkið gegn Austurríki eins og frægt er.
Elmar og Kjartan Henry Finnbogason, sem sneri einnig heim úr atvinnumennsku í byrjun sumars, sameina því krafta sína á ný eftir að hafa báðir byrjað atvinnumannaferil sinn hjá Celtic á sínum tíma.

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.