Gunnar Smári býður sig fram: „Sósíalismi er í tísku“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. júlí 2021 16:21 Gunnar Smári Egilsson er stofnandi Sósíalistaflokksins. Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokksins ætlar að gefa kost á sér á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Hann segir það sæta tíðindum í íslenskum stjórnmálum að stjórnmálaflokkur mælist með fulltrúa á þingi án þess að hafa kynnt framboðslista flokksins. Sósíalismi sé í tísku meðal ungs fólks. Á síðustu mánuðum hefur sósíalistaflokkurinn iðulega mælst með hátt í fimm prósent fylgi í komandi Alþingiskosningum, oft þannig að flokkurinn næði þremur mönnum inn á þing. Í dag var svokallað sósíalistaþing þar sem meðal annars var farið yfir stöðu flokksins í aðdraganda kosninganna í haust. Gunnar Smári er bjartsýnn á að flokkurinn komist á þing. „Flokkurinn mælist inni og er búinn að mælast inni eiginlega allt þetta ár á þingi án þess að hafa kynnt lista. Þetta eru grasrótarsamtök, þetta er ekki klofningur út frá öðrum flokkum, þetta er flokkur sem hefur orðið til út frá brýnni þörf almennings,“ segir Gunnar Smári. Það hafi aðeins einu sinni gerst áður að flokkur mælist inn á þing án þess að hafa kynnt framboðslista. En er listinn tilbúinn? „Nei, það er kjörnefnd sem mun ganga frá honum fyrir verslunarmannahelgina,“ segir Gunnar Smári. Hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram. „Ég lofaði kjörnefnd því að ákveða mig um helgina og gefa þeim svarið eftir þessa helgi. Þegar ég gekk inn í salinn í dag og sá félaga mína þar þá ákvað ég með sjálfum mér að ef að félagarnir telja sig geta notað mig þá er ég alveg til í að bjóða mig fram,“ segir Gunnar Smári. Samfylkingin mælist nú með 9,9 prósent fylgi og hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu. Gunnar Smári telur ekki endilega að Sósíalistaflokkurinn sé að taka fylgi frá flokknum. „Þegar við mælum þetta erum við eiginlega að taka fylgi frá öllum miðað við hvað fólk kaus síðast. Þannig ég held að við séum fyrst og fremst að svara einhverju sem ekki var til áður,“ segir Gunnar Smári. Allur gangur sé á því hverjir skrái sig í flokkinn. „Þetta er bara þverskurður úr samfélaginu og það hefur alltaf verið markmið Sósíalistaflokksins að hafa það þannig. Ég fann enn eina sönnun þegar ég leit yfir salinn núna, þetta er bara alls konar fólk. Hellingur af ungu fólki. Sósíalismi er í tísku meðal ungs fólks,“ segir Gunnar Smári. Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Á síðustu mánuðum hefur sósíalistaflokkurinn iðulega mælst með hátt í fimm prósent fylgi í komandi Alþingiskosningum, oft þannig að flokkurinn næði þremur mönnum inn á þing. Í dag var svokallað sósíalistaþing þar sem meðal annars var farið yfir stöðu flokksins í aðdraganda kosninganna í haust. Gunnar Smári er bjartsýnn á að flokkurinn komist á þing. „Flokkurinn mælist inni og er búinn að mælast inni eiginlega allt þetta ár á þingi án þess að hafa kynnt lista. Þetta eru grasrótarsamtök, þetta er ekki klofningur út frá öðrum flokkum, þetta er flokkur sem hefur orðið til út frá brýnni þörf almennings,“ segir Gunnar Smári. Það hafi aðeins einu sinni gerst áður að flokkur mælist inn á þing án þess að hafa kynnt framboðslista. En er listinn tilbúinn? „Nei, það er kjörnefnd sem mun ganga frá honum fyrir verslunarmannahelgina,“ segir Gunnar Smári. Hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram. „Ég lofaði kjörnefnd því að ákveða mig um helgina og gefa þeim svarið eftir þessa helgi. Þegar ég gekk inn í salinn í dag og sá félaga mína þar þá ákvað ég með sjálfum mér að ef að félagarnir telja sig geta notað mig þá er ég alveg til í að bjóða mig fram,“ segir Gunnar Smári. Samfylkingin mælist nú með 9,9 prósent fylgi og hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu. Gunnar Smári telur ekki endilega að Sósíalistaflokkurinn sé að taka fylgi frá flokknum. „Þegar við mælum þetta erum við eiginlega að taka fylgi frá öllum miðað við hvað fólk kaus síðast. Þannig ég held að við séum fyrst og fremst að svara einhverju sem ekki var til áður,“ segir Gunnar Smári. Allur gangur sé á því hverjir skrái sig í flokkinn. „Þetta er bara þverskurður úr samfélaginu og það hefur alltaf verið markmið Sósíalistaflokksins að hafa það þannig. Ég fann enn eina sönnun þegar ég leit yfir salinn núna, þetta er bara alls konar fólk. Hellingur af ungu fólki. Sósíalismi er í tísku meðal ungs fólks,“ segir Gunnar Smári.
Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira