Vann sinn fyrsta PGA-sigur eftir dramatískan bráðabana Valur Páll Eiríksson skrifar 4. júlí 2021 23:10 Ástralinn Cameron Davis rétt náði inn í bráðabanann á lokaholunni, áður en hann fagnaði sigri. Getty Images/Maddie Meyer Ástralinn Cameron Davis fagnaði sigri á Rocket Mortgage Classic-mótinu í Detroit í Bandaríkjunum. Um er að ræða fyrsta sigur kappans á PGA-mótaröðinni og hann var torsóttur. Bandaríkjamaðurinn Troy Merritt og Sílemaðurinn Joaco Niemann leiddu fyrir lokadaginn í dag, báðir á 14 höggum undir pari í heildina. Ástralinn Cameron Davis og Hank Lebioda frá Bandaríkjunum voru næstir á 13 undir parinu. .@CamDavisGolf throwing darts! He birdied 18 in regulation to get into the playoff. pic.twitter.com/uuiafNeCC1— PGA TOUR (@PGATOUR) July 4, 2021 Merritt, Lebioda og Niemann fóru allir hringinn á 68 höggum, fjórum undir pari, en Davis á 67 höggum og jafnaði hann þar með bæði Merritt og Niemann. Þeir þrír enduðu jafnir í forystunni þegar allir höfðu klárað fjórða hring mótsins í kvöld og því ljóst að til þyrfti þriggja manna bráðabana til að útkljá mótið. Fugl á lokabraut vallarins skilaði Davis í bráðabanann. First win fireworks. @CamDavisGolf claims his first TOUR victory @RocketClassic in dramatic fashion. pic.twitter.com/mYUIpyhxA5— PGA TOUR (@PGATOUR) July 4, 2021 Niemann fékk skolla á fyrstu braut á meðan Merritt og Davis fengu báðir par, og Niemann því úr keppni. Þeir félagar fengu aftur báðir par á næstu tveimur holum og báðir fugl á fjórðu holunni í röðinni. Það kom svo að því á fimmtu brautinni sem spiluð var að Davis hafði betur. Eftir að hafa rétt sloppið inn í bráðabanann á lokabraut fagnaði Davis því sigri, sínum fyrsta á PGA-mótaröðinni. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Troy Merritt og Sílemaðurinn Joaco Niemann leiddu fyrir lokadaginn í dag, báðir á 14 höggum undir pari í heildina. Ástralinn Cameron Davis og Hank Lebioda frá Bandaríkjunum voru næstir á 13 undir parinu. .@CamDavisGolf throwing darts! He birdied 18 in regulation to get into the playoff. pic.twitter.com/uuiafNeCC1— PGA TOUR (@PGATOUR) July 4, 2021 Merritt, Lebioda og Niemann fóru allir hringinn á 68 höggum, fjórum undir pari, en Davis á 67 höggum og jafnaði hann þar með bæði Merritt og Niemann. Þeir þrír enduðu jafnir í forystunni þegar allir höfðu klárað fjórða hring mótsins í kvöld og því ljóst að til þyrfti þriggja manna bráðabana til að útkljá mótið. Fugl á lokabraut vallarins skilaði Davis í bráðabanann. First win fireworks. @CamDavisGolf claims his first TOUR victory @RocketClassic in dramatic fashion. pic.twitter.com/mYUIpyhxA5— PGA TOUR (@PGATOUR) July 4, 2021 Niemann fékk skolla á fyrstu braut á meðan Merritt og Davis fengu báðir par, og Niemann því úr keppni. Þeir félagar fengu aftur báðir par á næstu tveimur holum og báðir fugl á fjórðu holunni í röðinni. Það kom svo að því á fimmtu brautinni sem spiluð var að Davis hafði betur. Eftir að hafa rétt sloppið inn í bráðabanann á lokabraut fagnaði Davis því sigri, sínum fyrsta á PGA-mótaröðinni. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira