Þetta kemur fram í tilkynningu á vef EFLU þar sem segir að sameiningin muni styrkja áherslu EFLU á nærþjónustu á landsbyggðinni.

„Tækniþjónusta Vestfjarða var stofnuð 1973 og hefur starfað óslitið síðan með aðsetur á Ísafirði. Fyrirtækið hefur unnið að verkefnum víða á Vestfjörðum, sem og í öðrum landshlutum.
Verkefni hafa aðallega verið á sviði verkfræðihönnunar mannvirkja, gerð kostnaðaráætlana, tjónamats, mælinga og útsetninga, gerð eignaskiptasamninga og útboðsgagna ásamt umsjón og eftirliti með útboðsverkum,“ segir í tilkynningunni um Tækniþjónustu Vestfjarða.
EFLA heldur úti starfsstöðvum í Reykjavík og Selfossi, Hellu, Reykjanesbæ, Hvanneyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Seyðisfirði, Þórshöfn, Húsavík, Akureyri og nú á Ísafirði.