Ljúka hringnum eftir gott bæjarráp með sjóriðu í Eyjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2021 11:41 Búlandstindur í bakgrunni fimm af Seiglukonunum 36. Seiglan Seiglan, hópur kvenna sem siglt hefur skútu í kringum landið, siglir inn í Reykjavíkurhöfn klukkan 14 í dag. Tekið verður á móti þeim við Norðurbakka. Magni, nýr hafnsögubátur Faxaflóahafna, siglir til móts við Esjuna og um borð verða Seiglur sem hafa tekið þátt í ferðinni. Magni mun sprauta vatni til að heiðra áhöfn skipsins og má reikna með tilkomumikilli sjón. Seiglurnar lögðu af stað úr Reykjavíkurhöfn sunnudaginn 13. júní með tíu konur í áhöfn. Stefnan var tekin á Ísafjörð þar sem fjórar konu stigu frá borði og fjórar konur bættust við. Þannig hefur siglingin gengið fyrir sig allan hringinn með stoppum á Ísafirði, Akureyri, Húsavík, Eskifirði, Djúpavogi og Vestmannaeyjum. Alls hafa því 36 konur siglt með skútunni Esju en markmið verkefnisins er að efla konur í siglingum og vekja athygli á umhverfismálum hafsins. Þetta er í fyrsta sinn sem áhöfn eingöngu skipuð íslenskum konum siglir í kringum landið á skútu. Markmið verkefnisins er að efla konur í siglingum og vekja athygli á umhverfismálum hafsins.Seiglan Seiglurnar hafa haldið dagbók á Facebook-síðu sinni en hópurinn gisti í Vestmannaeyjum liðna nótt eftir siglingu frá Djúpavogi þar sem Búlandstindur kvaddi með virktum. Að neðan má sjá dagbókarfærslu Seiglanna í gær í heild sinni. Góðum degi lauk á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum, bæjarrápi með dassi af sjóriðu, en áður höfðu Seiglur skellt sér á sveitaball á Borgarfirði eystra. Við tókum stefnuna á sundið milli Papeyjar og Búlandsness enda tilvalið sjólag fyrir skoðunarferð. Við settum upp framseglið sem togaði okkur áfram blíðlega eftir sléttum haffletinum. Útsýnið var dásamlegt þaðan sem við dóluðum okkur fram á dekki og sumar dáðust af djörfung sinni við að þræða vegina sem virtust hanga utan í Þvottárskriðunum. Við nálguðumst smám saman Eystrahorn og Vestrahorn - þriðja horn landsins. Þegar við gægðumst fyrir það sáum við glitta í jökla í fjarska. Draumar um útsýnisferð fyrir Suðurland varð þó fljótlega að engu. Skyggnið var aðeins til að villa okkur sýn um hvað koma skyldi því skyndilega læddist hrollur að konum og óvænt Suðurlandsþoka umvafði okkur – og dvaldi lengur með okkur en við hefðum óskað. Ólíkt öðrum löngum siglingaleggjum ferðarinnar var ekki hægt að skjóta sér í höfn á Suðurströndinni ef svo bæri til. Við vissum, þegar við lögðum af stað, að næsta höfn yrði í Vestmannaeyjum. Það var því lítið hægt að gera við þéttri þokunni nema að halda áfram. Þótt við hefðum beðið eftir réttri vindátt fyrir siglinguna þá var lítill vindur. Við dóluðumst því áfram í gegnum þykka þokuna. Hópnum var skipt á þrjár vaktir sem skiptust á að fylgjast með þokunni og siglingunni, hvíla sig og næra. Í ljósi fábreytninnar í útsýninu urðu vaktirnar um borð þeim mun skrautlegri, uppátækin óþrjótandi og matreiðslan uppá sitt besta. Punkturinn var settur yfir i-ið með pönnukökuhlaðborði í boði Önnu Karenar, svokallaður Eyja-pönnukökur. Oft og iðulega var eins og hann ætlaði að rífa af sér og sólin brjóta sér leið í gegnum skýin – en svo gerði hún það ekki og það rofaði ekki til. En einhvern veginn var þetta góður tími. Þrátt fyrir dýrðina, sem við vissum af þarna á bakvið þokuna og skýin, þá minnkaði heimurinn um stund – og kannski fólst ákveðin hvíld í því að hafa ekkert að sjá. Nokkrar hnísur komu og heilsuðu upp á okkur við mikla kátínu – og stöku fugl. Smám saman fjölgaði fuglunum um leið og við nálguðumst Vestmanneyjar - samkvæmt kortunum. Og loksins, eftir um sólarhring í þoku, reis Bjarnarey úr sæ! Siglingin var um 32 klukkustunda löng og þar af voru 24 klukkustundir í þoku. En svo sáum við fugla, eyjur og togara á veiðum. Fyrst Bjarnarey og svo sáum við glitta í Heimaey. Þegar við sigldum inn innsiglinguna vorum við fljótar að gleyma þoku síðasta sólarhringsins. Það eru líklega ekki til fallegri innsiglingar en innsiglingin í Heimaey. Og þarw var sólin – sem heiðraði okkur með nærveru sinni á ný. Með sólskinsblik í augum tók hópur fólks á móti okkur á bryggjunni í Vestmanneyjabæ. Og það leið ekki langur tími þar til fyrsta freyðivínsflaskan var opnuð. Því næst á eftir sveitaballi á Borgarfirði eystra og sveitaballi um borð er bæjarhátíð. Í þetta sinn Goslokahátíðin í Eyjum. Kvöldinu var því varið á bæjarrápi með dassi af sjóriðu. Dasaðar Seiglur sváfu fram á morgun og reyndu svo að sprikla aðeins og baða áður en síðasti leggur ferðarinnar hefst. Ótrúlegt að nú séu komnar konur um borð sem ætla að fylgja okkur til heimahafnar – og loka hringnum. Siglingaíþróttir Vestmannaeyjar Reykjavík Jafnréttismál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Magni, nýr hafnsögubátur Faxaflóahafna, siglir til móts við Esjuna og um borð verða Seiglur sem hafa tekið þátt í ferðinni. Magni mun sprauta vatni til að heiðra áhöfn skipsins og má reikna með tilkomumikilli sjón. Seiglurnar lögðu af stað úr Reykjavíkurhöfn sunnudaginn 13. júní með tíu konur í áhöfn. Stefnan var tekin á Ísafjörð þar sem fjórar konu stigu frá borði og fjórar konur bættust við. Þannig hefur siglingin gengið fyrir sig allan hringinn með stoppum á Ísafirði, Akureyri, Húsavík, Eskifirði, Djúpavogi og Vestmannaeyjum. Alls hafa því 36 konur siglt með skútunni Esju en markmið verkefnisins er að efla konur í siglingum og vekja athygli á umhverfismálum hafsins. Þetta er í fyrsta sinn sem áhöfn eingöngu skipuð íslenskum konum siglir í kringum landið á skútu. Markmið verkefnisins er að efla konur í siglingum og vekja athygli á umhverfismálum hafsins.Seiglan Seiglurnar hafa haldið dagbók á Facebook-síðu sinni en hópurinn gisti í Vestmannaeyjum liðna nótt eftir siglingu frá Djúpavogi þar sem Búlandstindur kvaddi með virktum. Að neðan má sjá dagbókarfærslu Seiglanna í gær í heild sinni. Góðum degi lauk á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum, bæjarrápi með dassi af sjóriðu, en áður höfðu Seiglur skellt sér á sveitaball á Borgarfirði eystra. Við tókum stefnuna á sundið milli Papeyjar og Búlandsness enda tilvalið sjólag fyrir skoðunarferð. Við settum upp framseglið sem togaði okkur áfram blíðlega eftir sléttum haffletinum. Útsýnið var dásamlegt þaðan sem við dóluðum okkur fram á dekki og sumar dáðust af djörfung sinni við að þræða vegina sem virtust hanga utan í Þvottárskriðunum. Við nálguðumst smám saman Eystrahorn og Vestrahorn - þriðja horn landsins. Þegar við gægðumst fyrir það sáum við glitta í jökla í fjarska. Draumar um útsýnisferð fyrir Suðurland varð þó fljótlega að engu. Skyggnið var aðeins til að villa okkur sýn um hvað koma skyldi því skyndilega læddist hrollur að konum og óvænt Suðurlandsþoka umvafði okkur – og dvaldi lengur með okkur en við hefðum óskað. Ólíkt öðrum löngum siglingaleggjum ferðarinnar var ekki hægt að skjóta sér í höfn á Suðurströndinni ef svo bæri til. Við vissum, þegar við lögðum af stað, að næsta höfn yrði í Vestmannaeyjum. Það var því lítið hægt að gera við þéttri þokunni nema að halda áfram. Þótt við hefðum beðið eftir réttri vindátt fyrir siglinguna þá var lítill vindur. Við dóluðumst því áfram í gegnum þykka þokuna. Hópnum var skipt á þrjár vaktir sem skiptust á að fylgjast með þokunni og siglingunni, hvíla sig og næra. Í ljósi fábreytninnar í útsýninu urðu vaktirnar um borð þeim mun skrautlegri, uppátækin óþrjótandi og matreiðslan uppá sitt besta. Punkturinn var settur yfir i-ið með pönnukökuhlaðborði í boði Önnu Karenar, svokallaður Eyja-pönnukökur. Oft og iðulega var eins og hann ætlaði að rífa af sér og sólin brjóta sér leið í gegnum skýin – en svo gerði hún það ekki og það rofaði ekki til. En einhvern veginn var þetta góður tími. Þrátt fyrir dýrðina, sem við vissum af þarna á bakvið þokuna og skýin, þá minnkaði heimurinn um stund – og kannski fólst ákveðin hvíld í því að hafa ekkert að sjá. Nokkrar hnísur komu og heilsuðu upp á okkur við mikla kátínu – og stöku fugl. Smám saman fjölgaði fuglunum um leið og við nálguðumst Vestmanneyjar - samkvæmt kortunum. Og loksins, eftir um sólarhring í þoku, reis Bjarnarey úr sæ! Siglingin var um 32 klukkustunda löng og þar af voru 24 klukkustundir í þoku. En svo sáum við fugla, eyjur og togara á veiðum. Fyrst Bjarnarey og svo sáum við glitta í Heimaey. Þegar við sigldum inn innsiglinguna vorum við fljótar að gleyma þoku síðasta sólarhringsins. Það eru líklega ekki til fallegri innsiglingar en innsiglingin í Heimaey. Og þarw var sólin – sem heiðraði okkur með nærveru sinni á ný. Með sólskinsblik í augum tók hópur fólks á móti okkur á bryggjunni í Vestmanneyjabæ. Og það leið ekki langur tími þar til fyrsta freyðivínsflaskan var opnuð. Því næst á eftir sveitaballi á Borgarfirði eystra og sveitaballi um borð er bæjarhátíð. Í þetta sinn Goslokahátíðin í Eyjum. Kvöldinu var því varið á bæjarrápi með dassi af sjóriðu. Dasaðar Seiglur sváfu fram á morgun og reyndu svo að sprikla aðeins og baða áður en síðasti leggur ferðarinnar hefst. Ótrúlegt að nú séu komnar konur um borð sem ætla að fylgja okkur til heimahafnar – og loka hringnum.
Siglingaíþróttir Vestmannaeyjar Reykjavík Jafnréttismál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira