Aldraður sjómaður lagði VÍS í héraðsdómi Árni Sæberg skrifar 6. júlí 2021 18:38 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Vátryggingarfélag Íslands hefur verið dæmt til að greiða 71 árs sjómanni bætur úr slysatryggingu sjómanna, sem KG Fiskverkun ehf. var með hjá tryggingarfélaginu. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í málinu þann 29. júní en hann birtist á heimasíðu dómsins í dag. Sjómaðurinn fór fram á bætur vegna slyss sem hann varð fyrir í janúar 2018 þegar hann datt aftur fyrir sig í tröppum á leið niður í vélarrúm skipsins Tjaldur SH-270 til að rétta það af, en hann var yfirvélstjóri skipsins. Sjómaðurinn hlaut ýmis meiðsli, meðal annars brot í hálshrygg og opið sár á hársverði. VÍS taldi að ekki væri um slys að ræða VÍS neitaði að borga út bætur vegna slyssins þar sem félagið taldi atvikið ekki uppfylla hugtakslýsingu orðsins slys. Félagið taldi að áverkar mannsins hafi orsakast af kvilla innan líkama sjómannsins, nánar tiltekið yfirliðs vegna hjartakvilla. Til þess að óhapp teljist slys samkvæmt skilmálum VÍS og reglum vátryggingarréttar þarf það að orsakast af skyndilegum utanaðkomandi atburði. Ljóst er að yfirlið vegna hjartakvilla er ekki utanaðkomandi viðburður. Fram kom í skýrslu læknis að líklega hefði liðið yfir sjómanninn vegna hjartakvilla áður en hann datt niður stigann. Hins vegar kom ekkert slíkt fram í matsgerð sem sjómaðurinn óskaði eftir. Sjómaðurinn taldi að skilgreining VÍS á hugtakinu slys sé ólögmæt hlutlæg ábyrgðartakmörkun. Héraðsdómur féllst ekki á þá túlkun sjómannsins enda er skilgreiningin í takt við meginreglur vátryggingarréttar. VÍS vísar einnig til þess að jafnvel þó talið yrði að höfuðhöggið eitt og sér teldist til slyss þá greiðist ekki bætur úr slysatryggingunni, samkvæmt skilmálum þar sem fram komi að bætur greiðist því aðeins að slys sé bein og eina orsök þess að vátryggður deyr eða missir starfsorku sína að nokkru eða öllu leyti. Héraðsdómur segir sönnunarbyrðina hvíla alfarið á VÍS Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur segir að atvik að baki því að sjómaðurinn féll séu óljós. Engin vitni voru að fallinu og skipverjar hafa ekki borið fyrir dómi um ástand sjómannsins áður en hann fór í vélarrúmið til að rétta af skipið. Dómurinn segir að ráðið verði af dómaframkvæmd að líkamstjón sem verður rakið til falls á gólf eða annan hlut uppfylli að jafnaði það skilyrði að vera valdið af utanaðkomandi atburði. Sé afturá móti sýnt fram á að fallið hafi orðið vegna sjúkdóms eða innra ástands í líkama þess sem féll telst skilyrðið ekki uppfyllt, svo sem ef fall verður vegna aðsvifs eða svimakasts. Að virtum atvikum telur dómurinn að það falli í hlut VÍS að sýna fram á að fall sjómannsins sé að rekja til sjúkdóms eða annars innra ástands í líkama hans. Þar sem VÍS tókst ekki að sanna að falla sjómannsins hafi orsakast af innri kvilla var það dæmt til að greiða sjómanninum út bætur úr sjúkratryggingu sjómanna. Þá var félaginu einnig gert að greiða 1,3 milljónir króna í málskostnað sem renna í ríkissjóð enda naut sjómaðurinn gjafsóknar í málinu. Dómsmál Tryggingar Sjávarútvegur Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í málinu þann 29. júní en hann birtist á heimasíðu dómsins í dag. Sjómaðurinn fór fram á bætur vegna slyss sem hann varð fyrir í janúar 2018 þegar hann datt aftur fyrir sig í tröppum á leið niður í vélarrúm skipsins Tjaldur SH-270 til að rétta það af, en hann var yfirvélstjóri skipsins. Sjómaðurinn hlaut ýmis meiðsli, meðal annars brot í hálshrygg og opið sár á hársverði. VÍS taldi að ekki væri um slys að ræða VÍS neitaði að borga út bætur vegna slyssins þar sem félagið taldi atvikið ekki uppfylla hugtakslýsingu orðsins slys. Félagið taldi að áverkar mannsins hafi orsakast af kvilla innan líkama sjómannsins, nánar tiltekið yfirliðs vegna hjartakvilla. Til þess að óhapp teljist slys samkvæmt skilmálum VÍS og reglum vátryggingarréttar þarf það að orsakast af skyndilegum utanaðkomandi atburði. Ljóst er að yfirlið vegna hjartakvilla er ekki utanaðkomandi viðburður. Fram kom í skýrslu læknis að líklega hefði liðið yfir sjómanninn vegna hjartakvilla áður en hann datt niður stigann. Hins vegar kom ekkert slíkt fram í matsgerð sem sjómaðurinn óskaði eftir. Sjómaðurinn taldi að skilgreining VÍS á hugtakinu slys sé ólögmæt hlutlæg ábyrgðartakmörkun. Héraðsdómur féllst ekki á þá túlkun sjómannsins enda er skilgreiningin í takt við meginreglur vátryggingarréttar. VÍS vísar einnig til þess að jafnvel þó talið yrði að höfuðhöggið eitt og sér teldist til slyss þá greiðist ekki bætur úr slysatryggingunni, samkvæmt skilmálum þar sem fram komi að bætur greiðist því aðeins að slys sé bein og eina orsök þess að vátryggður deyr eða missir starfsorku sína að nokkru eða öllu leyti. Héraðsdómur segir sönnunarbyrðina hvíla alfarið á VÍS Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur segir að atvik að baki því að sjómaðurinn féll séu óljós. Engin vitni voru að fallinu og skipverjar hafa ekki borið fyrir dómi um ástand sjómannsins áður en hann fór í vélarrúmið til að rétta af skipið. Dómurinn segir að ráðið verði af dómaframkvæmd að líkamstjón sem verður rakið til falls á gólf eða annan hlut uppfylli að jafnaði það skilyrði að vera valdið af utanaðkomandi atburði. Sé afturá móti sýnt fram á að fallið hafi orðið vegna sjúkdóms eða innra ástands í líkama þess sem féll telst skilyrðið ekki uppfyllt, svo sem ef fall verður vegna aðsvifs eða svimakasts. Að virtum atvikum telur dómurinn að það falli í hlut VÍS að sýna fram á að fall sjómannsins sé að rekja til sjúkdóms eða annars innra ástands í líkama hans. Þar sem VÍS tókst ekki að sanna að falla sjómannsins hafi orsakast af innri kvilla var það dæmt til að greiða sjómanninum út bætur úr sjúkratryggingu sjómanna. Þá var félaginu einnig gert að greiða 1,3 milljónir króna í málskostnað sem renna í ríkissjóð enda naut sjómaðurinn gjafsóknar í málinu.
Dómsmál Tryggingar Sjávarútvegur Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira