Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júlí 2021 21:00 Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. VÍSIR Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. Hugmyndir hafa komið fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. Fréttastofa ræddi við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins um helgina sem gefa lítið fyrir þessar hugmyndir. Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við taka ekki í sama streng og segja bann nauðsynlegt. „Ekki spursmál. Það á að banna þetta algjörlega um helgar. Þið þurfið ekki að stoppa lengi til þess að sjá drukkna einstaklinga. Það eru nýfarnir þrír fram hjá, vel drukknir,“ sagði Rúnar Jónsson, leigubílstjóri. „Hraðinn á þessu er líka svo mikill. Maður kemur keyrandi inn á Laugaveginn af hliðargötu og keyrir rólega og varlega en ætlar að gefa í og þá kemur einhver úr þvögunni og beint fyrir bílinn,“ sagði leigubílstjóri. Líkt og áður segir segja eru fulltrúar næturlífsins á einu máli: Hugmyndin er af og frá. Bannið flugvélar, bíla, áfengi, hesta, hvað sem er, en ekki rafhlaupahjólin. Fram hefur komið að síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttöku vegna slysa á rafhlaupahjóli á degi hverjum sem samsvarar um ellefu á viku. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis. Leigubílstjóri segir ljóst að margir ferðist á rafhlaupahjólum heim af djamminu. Stuttu ferðirnar farnar Eftir að þessi hjól komu til sögunnar, finnst þér færri taka leigubíl? „Það er vel merkjanlegur munur já. Stuttu ferðirnar okkar eru farnar út,“ sagði leigubílstjóri. Þeir segja mikið um tjón á bílum af völdum rafhlaupahjóla um helgar. „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann. Það eru tveir leigubílstjórar sem hafa orðið fyrir stórtjóni út af dauðadrukknu fólki á svona hjólum,“ sagði Rúnar. „Fólk situr uppi með 270 þúsund króna tjón á hurð. Þú kemst yfirleitt ekki lægra en 170 þúsund með beyglu og sprautun þannig að sumir eru mjög reiðir yfir þessu,“ sagði leigubílstjóri. Rafhlaupahjól Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Hugmyndir hafa komið fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. Fréttastofa ræddi við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins um helgina sem gefa lítið fyrir þessar hugmyndir. Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við taka ekki í sama streng og segja bann nauðsynlegt. „Ekki spursmál. Það á að banna þetta algjörlega um helgar. Þið þurfið ekki að stoppa lengi til þess að sjá drukkna einstaklinga. Það eru nýfarnir þrír fram hjá, vel drukknir,“ sagði Rúnar Jónsson, leigubílstjóri. „Hraðinn á þessu er líka svo mikill. Maður kemur keyrandi inn á Laugaveginn af hliðargötu og keyrir rólega og varlega en ætlar að gefa í og þá kemur einhver úr þvögunni og beint fyrir bílinn,“ sagði leigubílstjóri. Líkt og áður segir segja eru fulltrúar næturlífsins á einu máli: Hugmyndin er af og frá. Bannið flugvélar, bíla, áfengi, hesta, hvað sem er, en ekki rafhlaupahjólin. Fram hefur komið að síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttöku vegna slysa á rafhlaupahjóli á degi hverjum sem samsvarar um ellefu á viku. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis. Leigubílstjóri segir ljóst að margir ferðist á rafhlaupahjólum heim af djamminu. Stuttu ferðirnar farnar Eftir að þessi hjól komu til sögunnar, finnst þér færri taka leigubíl? „Það er vel merkjanlegur munur já. Stuttu ferðirnar okkar eru farnar út,“ sagði leigubílstjóri. Þeir segja mikið um tjón á bílum af völdum rafhlaupahjóla um helgar. „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann. Það eru tveir leigubílstjórar sem hafa orðið fyrir stórtjóni út af dauðadrukknu fólki á svona hjólum,“ sagði Rúnar. „Fólk situr uppi með 270 þúsund króna tjón á hurð. Þú kemst yfirleitt ekki lægra en 170 þúsund með beyglu og sprautun þannig að sumir eru mjög reiðir yfir þessu,“ sagði leigubílstjóri.
Rafhlaupahjól Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37