Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings. Landsmenn mega eiga von á heldur vaxandi sunnan- og suðvestanátt á landinu í dag. Víða verði lágskýjað eða þokubakkar í fyrstu, en birtir víða til inn til landsins þegar líður á morguninn. Áfram þungbúið víða við sjávarsíðuna. Hiti verður á bilinu átta til 24 stig þar sem hlýjast verður í innsveitum austanlands.
„Suðvestan 8-13 m/s og dálítil rigning norðvestantil á landinu í kvöld.
Suðvestlæg átt 5-13 m/s á morgun, hvassast með suðurströndinni. Rigning með köflum um landið norðvestanvert, skýjað og úrkomulítið suðvestantil, en bjart að mestu um allt austanvert landið. Áfram má þó búast við þokulofti við sjávarsíðuna.
Búast má við áframhaldandi hlýjum suðlægum áttum yfir landinu næstu daga, en heldur kólnar eftir helgi með auknum skúraleiðingum.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Suðvestan 5-13, hvassast með SA-ströndinni. Skýjað og dálítil rigning vestantil, en annars bjart að mestu. Hiti 10 til 23 stig, hlýjast í innsveitum austanlands.
Á föstudag: Suðlæg átt 5-10 og skýjað að mestu, en hægari breytileg átt og víða léttskýjað norðan- og austantil. Hiti 11 til 23 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á laugardag: Suðaustlæg átt. Skýjað og úrkomulítið um landið sunnan- og vestanvert, annars þurrt og bjart að mestu. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag: Fremur hæg breytileg átt. Skýjað með köflum eða bjartviðri og yfirleitt þurrt. Hiti 12 til 21 stig, hlýjast í innsveitum.
Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir suðvestlæga átt. Skýjað með köflum og sums staðar skúrir, einkum á þriðjudag. Kólnar lítið eitt.