Fólk búið að sleppa fram af sér beislinu Snorri Másson skrifar 8. júlí 2021 07:01 Þórólfur Guðnason er á meðal um 90 prósenta þjóðarinnar sem fengið hefur bólusetningu. Hann minnir á að sá veirulausi kafli sem nú er hafinn sé aðeins nýbyrjaður. Vísir/Arnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að vel gangi að halda kórónuveirufaraldrinum í skefjum innanlands en leggur áherslu á að veirulausa ástandið sem nú ríki sé nýtilkomið. „Við treystum á þessa útbreiddu bólusetningu hér innanlands og að fólk gæti að sér, en kannski vantar eitthvað upp á það,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Öllum samkomutakmörkunum var aflétt innanlands 26. júní og síðan hefur verið glatt á hjalla um allt land, einkum í skemmtanalífinu. „Mér sýnist að fólk hafi sleppt fram af sér beislinu dálítið. Það er auðvitað skiljanlegt og viðbúið en þá þurfum að sjá hvað verður. Vonandi þurfum við ekki að fara í aðgerðir aftur,“ segir Þórólfur. „Lykillinn að góðu framhaldi er að fólk sem er með öndunarfæraeinkenni, jafnvel þótt það sé bólusett, fari í sýnatöku,“ segir Þórólfur. Því fylgi aðeins nokkrar klukkustundir í sóttkví á meðan unnið er úr niðurstöðunni. Til skoðunar að gefa Janssen-fólki aukasprautu Enn eru ekki öll kurl komin til grafar um áhrif bólusetningarinnar á einstaklinga eða þjóðfélagið í heild, en Þórólfur segir að á þessari stundu sé hægt að reikna með 90% vörn fyrir alvarlegum veikindum en um 70-80% vörn gegn því að smitast af veirunni. Rætt hefur verið um að ein sprauta af Janssen kunni veita vörn skemur en önnur bóluefni. Því geti þurft að bæta við sprautu af til dæmis Pfizer hjá þeim hópi sem aðeins hefur fengið Janssen. „Það er ekkert farið að skýrast í því almennilega. Janssen virðist virka mjög vel gegn öllum þessum afbrigðum sem eru í gangi, en spurningin er hve lengi þessi vernd endist eftir eina sprautu. Menn eru bara að skoða það hvort það þurfi að bjóða aukasprautu.“ Nokkur ríki hafa þegar ráðist í að gefa þriðju bólusetningu en Þórólfur telur að þess sé í fljótu bragði ekki þörf. „Mér finnst ekki vera nein rök á þessari stundu sem mæla með því. Mótefnasvörunin er bara mjög góð og breið eftir tvær sprautur. Það getur síðan vel verið að í haust komi niðurstöður um að það borgi sig,“ segir sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Börn geta smitast í útlöndum: Mælir gegn fjölskylduferðum með óbólusett börn Sóttvarnalæknir mælir með því að Íslendingar fari ekki óbólusettir til útlanda og gilda þau tilmæli einnig um börn. Þar með er í raun mælt gegn fjölskylduferðum með óbólusett börn. 7. júlí 2021 14:03 Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45 Norðmenn fresta tilslökunum af ótta við delta Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að fyrirhuguðum tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum verði frestað til mánaðamóta að minnsta kosti. Ástæðan er áhyggjur af því að svonefnt delta-afbrigði kórónuveirunnar gæti hrundið af stað nýrri bylgju faraldursins. 5. júlí 2021 11:45 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
„Við treystum á þessa útbreiddu bólusetningu hér innanlands og að fólk gæti að sér, en kannski vantar eitthvað upp á það,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Öllum samkomutakmörkunum var aflétt innanlands 26. júní og síðan hefur verið glatt á hjalla um allt land, einkum í skemmtanalífinu. „Mér sýnist að fólk hafi sleppt fram af sér beislinu dálítið. Það er auðvitað skiljanlegt og viðbúið en þá þurfum að sjá hvað verður. Vonandi þurfum við ekki að fara í aðgerðir aftur,“ segir Þórólfur. „Lykillinn að góðu framhaldi er að fólk sem er með öndunarfæraeinkenni, jafnvel þótt það sé bólusett, fari í sýnatöku,“ segir Þórólfur. Því fylgi aðeins nokkrar klukkustundir í sóttkví á meðan unnið er úr niðurstöðunni. Til skoðunar að gefa Janssen-fólki aukasprautu Enn eru ekki öll kurl komin til grafar um áhrif bólusetningarinnar á einstaklinga eða þjóðfélagið í heild, en Þórólfur segir að á þessari stundu sé hægt að reikna með 90% vörn fyrir alvarlegum veikindum en um 70-80% vörn gegn því að smitast af veirunni. Rætt hefur verið um að ein sprauta af Janssen kunni veita vörn skemur en önnur bóluefni. Því geti þurft að bæta við sprautu af til dæmis Pfizer hjá þeim hópi sem aðeins hefur fengið Janssen. „Það er ekkert farið að skýrast í því almennilega. Janssen virðist virka mjög vel gegn öllum þessum afbrigðum sem eru í gangi, en spurningin er hve lengi þessi vernd endist eftir eina sprautu. Menn eru bara að skoða það hvort það þurfi að bjóða aukasprautu.“ Nokkur ríki hafa þegar ráðist í að gefa þriðju bólusetningu en Þórólfur telur að þess sé í fljótu bragði ekki þörf. „Mér finnst ekki vera nein rök á þessari stundu sem mæla með því. Mótefnasvörunin er bara mjög góð og breið eftir tvær sprautur. Það getur síðan vel verið að í haust komi niðurstöður um að það borgi sig,“ segir sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Börn geta smitast í útlöndum: Mælir gegn fjölskylduferðum með óbólusett börn Sóttvarnalæknir mælir með því að Íslendingar fari ekki óbólusettir til útlanda og gilda þau tilmæli einnig um börn. Þar með er í raun mælt gegn fjölskylduferðum með óbólusett börn. 7. júlí 2021 14:03 Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45 Norðmenn fresta tilslökunum af ótta við delta Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að fyrirhuguðum tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum verði frestað til mánaðamóta að minnsta kosti. Ástæðan er áhyggjur af því að svonefnt delta-afbrigði kórónuveirunnar gæti hrundið af stað nýrri bylgju faraldursins. 5. júlí 2021 11:45 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Börn geta smitast í útlöndum: Mælir gegn fjölskylduferðum með óbólusett börn Sóttvarnalæknir mælir með því að Íslendingar fari ekki óbólusettir til útlanda og gilda þau tilmæli einnig um börn. Þar með er í raun mælt gegn fjölskylduferðum með óbólusett börn. 7. júlí 2021 14:03
Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45
Norðmenn fresta tilslökunum af ótta við delta Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að fyrirhuguðum tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum verði frestað til mánaðamóta að minnsta kosti. Ástæðan er áhyggjur af því að svonefnt delta-afbrigði kórónuveirunnar gæti hrundið af stað nýrri bylgju faraldursins. 5. júlí 2021 11:45