Segir Snöru stríð á hendur og semur eigin orðabók í sjálfboðavinnu Snorri Másson skrifar 11. júlí 2021 08:00 Sigurður Hermannsson er menntaður málvísindamaður og hefur frá 2017 helgað líf sitt íslenskukennslu fyrir útlendinga. Icelandic Made Easier Það er ekki tekið út með sældinni að læra íslensku sem útlendingur. Ekki aðeins er það gömul saga og ný að Íslendingar eru alltof gjarnir á að skipta yfir í ensku þegar viðmælandi þeirra gerist uppvís að ódæmigerðri málbeitingu, heldur virðist það einnig vera raunin að íslenskunemar rekist á stafrænan vegg í leit að haldgóðri ensk-íslenskri orðabók. Um leið og fyrrnefndur vandi er menningarlegt úrlausnarefni til lengri tíma, stendur hið síðarnefnda til bóta. Hópur fólks hefur tekið málið í sínar hendur og er beinlínis að semja nýja ensk-íslenska orðabók sem verður opin öllum á netinu. Frumkvæðið á málvísindamaðurinn og sjálfstætt starfandi íslenskukennarinn Sigurður Hermannsson, sem telur að Snara bregðist alfarið hlutverki sínu á þessu sviði. „Þetta er mesta verkefni sem ég hef nokkurn tímann farið í, en þetta er bráðnauðsynlegt. Ég sótti um haug af styrkjum en þeir fengust hvergi, kannski af því að ég er ekki að vinna með háskóla í þessu. Þess vegna erum við bara öll í sjálfboðavinnu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Ryksuga eða lofftæmi? Frá desember eru komnar fleiri en 27.000 færslur í orðabókina, þar sem ensk orð eru þýdd yfir á íslensku. Stefnt er á að opna hana á Word Reference á þessu ári. Sérstaða orðabókarinnar eru margþættar skýringar við hvert orð um ólíka notkun þess í ólíku samhengi. Þetta er þjóðþrifaverk að mati Sigurðar, sem nefnir, sem dæmi um bresti orðabókanna sem nú standa til boða hjá Snöru, orðið „vacuum.“ Skjáskot/Snara „Ef þú ert íslenskunemi og vilt finna orðið yfir þann verknað að þrífa heima hjá þér, hvernig veistu hvort það sé lofttæmi, tómarúm eða ryksuga? Annaðhvort ertu engu nær eða tekur kannski bara það fyrsta sem þú sérð og þá er það út í hött,“ segir Sigurður. Nýja orðabókin á að ráða bug á þessu og bjóða upp á útskýringar við hverja þýðingu. Snara: Úrelt, ónotendavæn og kostar Orðabókarmál fyrir útlendinga hafa löngum verið ófullnægjandi að sögn Sigurðar. „Það hefur ekki verið aðgangur að góðri tvímála orðabók og flestir nemendur sem ég hef talað við hafa verið að nota Google Translate. Það eina sem er í boði er Snara, sem er úrelt, ónotendavæn og kostar. Mér finnst þetta svo mikil hneisa, að á sama tíma og talað er um að hér þurfi að vernda íslenskuna, sé ekki sköffuð orðabók fyrir þá sem vilja læra hana. Það eru mjög margir útlendingar sem hafa bara ekki ráð á að skuldbinda sig til að greiða fyrir orðabók. Fyrir utan það er hún bara gömul, úrelt og ónotendavæn. Þetta eru bara prentorðabækur sem voru færðar í tölvu og svo ekki spáð meira í því,“ segir Sigurður. Mat Sigurðar er að hið opinbera ætti að bjóða upp á þá þjónustu sem hann er að reyna að koma á laggirnar á Word Reference en hann hefur gefist upp á biðinni. „Árnastofnun byrjaði á svona orðabók í ár en það var nokkrum mánuðum eftir að við byrjuðum á þessu. Ef hraðinn á því verður sambærilegur frönsk-íslensku orðabók þeirra ætti þeirra útgáfa að koma út árið 2027. Okkar á að birtast í ár,“ segir Sigurður. Íslenska á tækniöld Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Ekki aðeins er það gömul saga og ný að Íslendingar eru alltof gjarnir á að skipta yfir í ensku þegar viðmælandi þeirra gerist uppvís að ódæmigerðri málbeitingu, heldur virðist það einnig vera raunin að íslenskunemar rekist á stafrænan vegg í leit að haldgóðri ensk-íslenskri orðabók. Um leið og fyrrnefndur vandi er menningarlegt úrlausnarefni til lengri tíma, stendur hið síðarnefnda til bóta. Hópur fólks hefur tekið málið í sínar hendur og er beinlínis að semja nýja ensk-íslenska orðabók sem verður opin öllum á netinu. Frumkvæðið á málvísindamaðurinn og sjálfstætt starfandi íslenskukennarinn Sigurður Hermannsson, sem telur að Snara bregðist alfarið hlutverki sínu á þessu sviði. „Þetta er mesta verkefni sem ég hef nokkurn tímann farið í, en þetta er bráðnauðsynlegt. Ég sótti um haug af styrkjum en þeir fengust hvergi, kannski af því að ég er ekki að vinna með háskóla í þessu. Þess vegna erum við bara öll í sjálfboðavinnu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Ryksuga eða lofftæmi? Frá desember eru komnar fleiri en 27.000 færslur í orðabókina, þar sem ensk orð eru þýdd yfir á íslensku. Stefnt er á að opna hana á Word Reference á þessu ári. Sérstaða orðabókarinnar eru margþættar skýringar við hvert orð um ólíka notkun þess í ólíku samhengi. Þetta er þjóðþrifaverk að mati Sigurðar, sem nefnir, sem dæmi um bresti orðabókanna sem nú standa til boða hjá Snöru, orðið „vacuum.“ Skjáskot/Snara „Ef þú ert íslenskunemi og vilt finna orðið yfir þann verknað að þrífa heima hjá þér, hvernig veistu hvort það sé lofttæmi, tómarúm eða ryksuga? Annaðhvort ertu engu nær eða tekur kannski bara það fyrsta sem þú sérð og þá er það út í hött,“ segir Sigurður. Nýja orðabókin á að ráða bug á þessu og bjóða upp á útskýringar við hverja þýðingu. Snara: Úrelt, ónotendavæn og kostar Orðabókarmál fyrir útlendinga hafa löngum verið ófullnægjandi að sögn Sigurðar. „Það hefur ekki verið aðgangur að góðri tvímála orðabók og flestir nemendur sem ég hef talað við hafa verið að nota Google Translate. Það eina sem er í boði er Snara, sem er úrelt, ónotendavæn og kostar. Mér finnst þetta svo mikil hneisa, að á sama tíma og talað er um að hér þurfi að vernda íslenskuna, sé ekki sköffuð orðabók fyrir þá sem vilja læra hana. Það eru mjög margir útlendingar sem hafa bara ekki ráð á að skuldbinda sig til að greiða fyrir orðabók. Fyrir utan það er hún bara gömul, úrelt og ónotendavæn. Þetta eru bara prentorðabækur sem voru færðar í tölvu og svo ekki spáð meira í því,“ segir Sigurður. Mat Sigurðar er að hið opinbera ætti að bjóða upp á þá þjónustu sem hann er að reyna að koma á laggirnar á Word Reference en hann hefur gefist upp á biðinni. „Árnastofnun byrjaði á svona orðabók í ár en það var nokkrum mánuðum eftir að við byrjuðum á þessu. Ef hraðinn á því verður sambærilegur frönsk-íslensku orðabók þeirra ætti þeirra útgáfa að koma út árið 2027. Okkar á að birtast í ár,“ segir Sigurður.
Íslenska á tækniöld Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira