Fluttur á bráðadeild með áverka eftir handtökuna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. júlí 2021 13:00 Umbúðir eftir blóðprufu sjást á hendi mannsins á vinstri myndinni og band um úlnlið hans frá bráðadeild á þeirri hægri. Myndirnar voru teknar í gær. svava kristín Annar Palestínumannanna sem lögregla handtók í húsnæði Útlendingastofnunar á þriðjudagsmorgun var fluttur á bráðadeild Landspítala með áverka eftir handtökuna, meðal annars á höfði. Hann fullyrðir sjálfur að hann hafi margoft verið sprautaður niður án samþykkis. Þetta staðfesta myndir sem Svava Kristín, blaðamaður Mannlífs, tók af manninum á heimili sínu í gær þegar hún tók viðtal við hann sem má lesa hér. Hún gaf leyfi fyrir myndbirtingunum. Á mynd sést spítalaband á hendi mannsins sem merkt er bráðadeild og má einnig sjá umbúðir eftir sprautustungu á hendi hans. Óljóst er hvenær nákvæmlega hann var lagður inn á bráðadeild en lögregla vill ekkert staðfesta í málinu. Landspítali vill ekki staðfesta að maðurinn hafi komið á bráðadeild og segist ekki mega gefa neitt upp um skjólstæðinga sína vegna persónuverndarsjónarmiða. Eftir því sem Vísir kemst næst var maðurinn sendur úr landi með flugi til Grikklands í morgun en ekki í gærmogun eins og hinn Palestínumaðurinn sem var handtekinn á þriðjudag. Hér má sjá áverka á enni og kinn mannsins eftir handtökuna.svava kristín Vilja engu svara um málið Helgi Valberg Jensson, aðallögfræðingur lögreglunnar, vill ekki tjá sig um málið við Vísi. Spurður hvort hann geti ekki einu sinni staðfest hvort annar mannanna hafi verið sendur úr landi í gærmorgun en hinn í dag segist hann ekki vilja gera það. Spurður nánar út í málið vísar hann alfarið á fréttatilkynningu sem lögregla sendi frá sér í gær. Þar stendur meðal annars: „Lögregla beitir ekki rafbyssum undir neinum kringumstæðum enda hefur hún ekki heimild til að beita slíkum tækjum. Þá sprautar lögregla aldrei einstaklinga, slíkt er ávallt í höndum heilbrigðisstarfsmanna, sem taka slíka ákvörðun sjálfstætt í ljósi aðstæðna hverju sinni.“ Þar virðist lögreglan gefa það í skyn að heilbrigðisstarfsfólk hafi sprautað mennina, eða annan þeirra, niður í aðgerðunum. Hvers vegna telur lögregla sig ekki geta tjáð sig um málið? „Það bara liggur í hlutarins eðli.. við erum með málið í vinnslu,“ segir Helgi. Helgi, sem er aðallögfræðingur lögreglunnar, sér um að svara fyrir málið fyrir stoðdeild lögreglu en þeir sem eru yfir deildinni eru í sumarfríi.facebook/helgi valberg Spurður hvort málið sé enn í vinnslu, þó búið sé að senda mennina úr landi segir hann: „Ja, þetta er bara margþætt mál með marga anga.“ Upptökur úr búkmyndavélum og öryggismyndavélum Spurður hvort einn þeirra anga, sé rannsókn á því hvort lögregla hafi beitt óþarflega mikilli hörku við handtökuna segir hann: „Það eina sem liggur fyrir er að það hefur verið sagt að málið verði borið undir nefnd um eftirlit með lögreglu . Við erum bara að taka saman gögn fyrir það og skoða þau. En það er ekkert sem bendir til þess núna.“ Hann staðfestir að einhverjir lögreglumannanna hafi verið með búkmyndavélar við aðgerðirnar og segir að upptökur af handtökunum séu einnig til úr myndavélum húsnæðisins. Ekki í standi til að fljúga? Sema Erla Serdar, formaður hjálparsamtakanna Solaris fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, segist í samtali við Vísi ekki kunna skýringar á því hvers vegna maðurinn var ekki sendur úr landi með flugi í gærmorgun eins og hinn. „Ég veit ekki hvers vegna, nei. Kannski var hann bara ekki í standi til að fljúga,“ segir hún. Sema segir að samkvæmt frásögn mannsins, sem túlkur á hennar vegum hefur verið í samskiptum við, hafi hann verið sprautaður niður oftar en einu sinni af einhverjum í gulu vesti. Hann hafi verið mjög vankaður og hálfruglaður eftir allt málið, þegar samtökin komust í samband við hann í gær. Sema Erla Serdar er formaður hjálparsamtakanna Solaris fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Spurð hvort maðurinn hafi sagt að lögregla hafi sprautað hann niður segir Sema: „Hann sagðist ekki þekkja muninn á einkennisbúningunum öllum en að það hafi verið manneskja í gulu vesti. Og hans upplifun var sú að hann hafi fengið einhvers konar rafstuð þegar hann var handtekinn eða eitthvað slíkt. Það voru þarna átök sem áttu sér stað og hann var augljóslega beittur miklu harðræði af lögreglunni.“ Sema segir að framganga lögreglu í málinu verði tilkynnt til nefndar um eftirlit með lögreglu í dag og að ábending verði send til umboðsmann Alþingis um bæði lögregluna og Útlendingastofnun. Palestína Lögreglumál Hælisleitendur Tengdar fréttir Segja lögreglu hafa beitt rafbyssu og eytt myndböndum sjónarvotta Tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónarvottur sakar lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. 7. júlí 2021 11:58 Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Sjá meira
Þetta staðfesta myndir sem Svava Kristín, blaðamaður Mannlífs, tók af manninum á heimili sínu í gær þegar hún tók viðtal við hann sem má lesa hér. Hún gaf leyfi fyrir myndbirtingunum. Á mynd sést spítalaband á hendi mannsins sem merkt er bráðadeild og má einnig sjá umbúðir eftir sprautustungu á hendi hans. Óljóst er hvenær nákvæmlega hann var lagður inn á bráðadeild en lögregla vill ekkert staðfesta í málinu. Landspítali vill ekki staðfesta að maðurinn hafi komið á bráðadeild og segist ekki mega gefa neitt upp um skjólstæðinga sína vegna persónuverndarsjónarmiða. Eftir því sem Vísir kemst næst var maðurinn sendur úr landi með flugi til Grikklands í morgun en ekki í gærmogun eins og hinn Palestínumaðurinn sem var handtekinn á þriðjudag. Hér má sjá áverka á enni og kinn mannsins eftir handtökuna.svava kristín Vilja engu svara um málið Helgi Valberg Jensson, aðallögfræðingur lögreglunnar, vill ekki tjá sig um málið við Vísi. Spurður hvort hann geti ekki einu sinni staðfest hvort annar mannanna hafi verið sendur úr landi í gærmorgun en hinn í dag segist hann ekki vilja gera það. Spurður nánar út í málið vísar hann alfarið á fréttatilkynningu sem lögregla sendi frá sér í gær. Þar stendur meðal annars: „Lögregla beitir ekki rafbyssum undir neinum kringumstæðum enda hefur hún ekki heimild til að beita slíkum tækjum. Þá sprautar lögregla aldrei einstaklinga, slíkt er ávallt í höndum heilbrigðisstarfsmanna, sem taka slíka ákvörðun sjálfstætt í ljósi aðstæðna hverju sinni.“ Þar virðist lögreglan gefa það í skyn að heilbrigðisstarfsfólk hafi sprautað mennina, eða annan þeirra, niður í aðgerðunum. Hvers vegna telur lögregla sig ekki geta tjáð sig um málið? „Það bara liggur í hlutarins eðli.. við erum með málið í vinnslu,“ segir Helgi. Helgi, sem er aðallögfræðingur lögreglunnar, sér um að svara fyrir málið fyrir stoðdeild lögreglu en þeir sem eru yfir deildinni eru í sumarfríi.facebook/helgi valberg Spurður hvort málið sé enn í vinnslu, þó búið sé að senda mennina úr landi segir hann: „Ja, þetta er bara margþætt mál með marga anga.“ Upptökur úr búkmyndavélum og öryggismyndavélum Spurður hvort einn þeirra anga, sé rannsókn á því hvort lögregla hafi beitt óþarflega mikilli hörku við handtökuna segir hann: „Það eina sem liggur fyrir er að það hefur verið sagt að málið verði borið undir nefnd um eftirlit með lögreglu . Við erum bara að taka saman gögn fyrir það og skoða þau. En það er ekkert sem bendir til þess núna.“ Hann staðfestir að einhverjir lögreglumannanna hafi verið með búkmyndavélar við aðgerðirnar og segir að upptökur af handtökunum séu einnig til úr myndavélum húsnæðisins. Ekki í standi til að fljúga? Sema Erla Serdar, formaður hjálparsamtakanna Solaris fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, segist í samtali við Vísi ekki kunna skýringar á því hvers vegna maðurinn var ekki sendur úr landi með flugi í gærmorgun eins og hinn. „Ég veit ekki hvers vegna, nei. Kannski var hann bara ekki í standi til að fljúga,“ segir hún. Sema segir að samkvæmt frásögn mannsins, sem túlkur á hennar vegum hefur verið í samskiptum við, hafi hann verið sprautaður niður oftar en einu sinni af einhverjum í gulu vesti. Hann hafi verið mjög vankaður og hálfruglaður eftir allt málið, þegar samtökin komust í samband við hann í gær. Sema Erla Serdar er formaður hjálparsamtakanna Solaris fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Spurð hvort maðurinn hafi sagt að lögregla hafi sprautað hann niður segir Sema: „Hann sagðist ekki þekkja muninn á einkennisbúningunum öllum en að það hafi verið manneskja í gulu vesti. Og hans upplifun var sú að hann hafi fengið einhvers konar rafstuð þegar hann var handtekinn eða eitthvað slíkt. Það voru þarna átök sem áttu sér stað og hann var augljóslega beittur miklu harðræði af lögreglunni.“ Sema segir að framganga lögreglu í málinu verði tilkynnt til nefndar um eftirlit með lögreglu í dag og að ábending verði send til umboðsmann Alþingis um bæði lögregluna og Útlendingastofnun.
Palestína Lögreglumál Hælisleitendur Tengdar fréttir Segja lögreglu hafa beitt rafbyssu og eytt myndböndum sjónarvotta Tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónarvottur sakar lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. 7. júlí 2021 11:58 Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Sjá meira
Segja lögreglu hafa beitt rafbyssu og eytt myndböndum sjónarvotta Tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónarvottur sakar lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. 7. júlí 2021 11:58
Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31