104 sm lax úr Laxá í Aðaldal Karl Lúðvíksson skrifar 8. júlí 2021 12:27 Laxá í Aðaldal er líklega sú á sem gefur yfirleitt stærstu laxana á hverju sumri og nú rétt fyrir stuttu far sett í tröll. Laxar yfir 100 sm er eitthvað sem alla veiðimenn dreymir um að fá að upplifa og í morgun var Aðalsteinn Jóhannsson á fá og landa þessum glæsilega 104 sm fisk á Mjósundi í Laxá í Aðaldal í morgun. Laxinn kom á lítinn Sunray Shadow en fiskurinn var vigtaður 11,6 kg. Þetta er eftir því sem við best vitum stærsti laxinn á landinu í sumar en sá sem er þá kominn í það að vera sá næst stærsti kom úr Jöklu hjá Nils Folmer. Ef smálaxagöngurnar verða eitthvað daprar á þessu ári skulum við bara vona að færri laxar þýði bara fleiri stórlaxar, það er heldur ekkert til að kvarta yfir. Stangveiði Mest lesið Annar risavaxinn urriði úr Þingvallavatni Veiði Frábær opnun í Norðurá Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Bleikjan lætur bíða eftir sér á Þingvöllum Veiði Norðurá opnar í fyrramálið Veiði Laxá í Aðaldal draumaá veiðimanna Veiði Grímsá á leið í útboð Veiði Lokafrestur á umsóknum hjá SVFR er á morgun Veiði Fín veiði í Affallinu Veiði Helgarviðtal: Sjö ára á hestbaki í veiðitúra Veiði
Laxar yfir 100 sm er eitthvað sem alla veiðimenn dreymir um að fá að upplifa og í morgun var Aðalsteinn Jóhannsson á fá og landa þessum glæsilega 104 sm fisk á Mjósundi í Laxá í Aðaldal í morgun. Laxinn kom á lítinn Sunray Shadow en fiskurinn var vigtaður 11,6 kg. Þetta er eftir því sem við best vitum stærsti laxinn á landinu í sumar en sá sem er þá kominn í það að vera sá næst stærsti kom úr Jöklu hjá Nils Folmer. Ef smálaxagöngurnar verða eitthvað daprar á þessu ári skulum við bara vona að færri laxar þýði bara fleiri stórlaxar, það er heldur ekkert til að kvarta yfir.
Stangveiði Mest lesið Annar risavaxinn urriði úr Þingvallavatni Veiði Frábær opnun í Norðurá Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Bleikjan lætur bíða eftir sér á Þingvöllum Veiði Norðurá opnar í fyrramálið Veiði Laxá í Aðaldal draumaá veiðimanna Veiði Grímsá á leið í útboð Veiði Lokafrestur á umsóknum hjá SVFR er á morgun Veiði Fín veiði í Affallinu Veiði Helgarviðtal: Sjö ára á hestbaki í veiðitúra Veiði