Segir styttingu vinnuvikunnar hafa snúist upp í andhverfu sína Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. júlí 2021 19:31 Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna segist ekki hafa séð að féð hafi verið notað í að auka mannskap þá hafi peningurinn farið til þriggja embætta en ekki bara lögreglunnar. Vísir Fjármagn sem sagt var renna til lögreglunnar vegna styttingar vinnuvikunnar fór einnig til tveggja annarra stofnana að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Hann segir að lögreglumönnum hafi ekki fjölgað því jafn margir hafi hætt og voru ráðnir. Menn íhugi að hætta vegna álags. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti í byrjun júní að kostnaðarauki upp á 900 milljónir króna vegna styttingar vinnuviku lögreglumanna væri fjármagnaður. Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna segist ekki hafa séð að féð hafi verið notað í að auka mannskap þá hafi peningurinn farið til þriggja embætta en ekki bara til lögreglunnar. „Fjármagnið fór á lögregluna, fangelsi og Landhelgisgæsluna. Ég hef ekki séð ennþá í hvað þessir peningar hafa farið,“ segir Fjölnir. Áætlað var að viðbótarþörf fyrir mannskap hjá lögreglunni vegna styttingar vinnuvikunnar væri 75 stöðugildi. Fjölnir segir fjölda lögreglumanna hins vegar hafa staðið í stað síðan vinnuvikan var stytt. „Það útskrifuðust um fjörutíu lögreglumenn úr námi í sumar en það hættu örugglega jafn margir þannig að fjöldinn stendur svolítið í stað,“ segir Fjölnir. Styttingin hefur snúist upp í andhverfu sína Hann segir að víða hafi stytting vinnuvikunnar haft neikvæð áhrif. „Þetta hefur eiginlega snúist upp í andhverfu sína. Fólk mætir oftar í vinnu og býr við meira álag því það eru víða of fáir á vakt, sérstaklega út á landi. Þá hafa heildarlaun jafnvel lækkað með þessari breytingu. Ég var t.d. að ræða við mann áðan sem stjórnar rannsóknardeild sem sagði að þegar fólk tæki frí á föstudögum vegna styttingar vinnuvikunnar þá bíði verkefni bara til mánudagsins því það var engin ráðinn inn. Það er því engin sem grípur verkefnin sem þýðir að þau taka lengri tíma. Menn geta ekki bara hlaupið hraðar því þeir hafa hingað til verið á algjörum spretti. Þá hefur stytting vinnuvikunnar valdið því að lögreglumenn eru orðnir dálítið þreyttir. Lögreglumenn á landsbyggðinn segjast vera að gefast upp, þeir ráða ekki við álagið,“ segir Fjölnir. Ríkislögreglustjóri segir enn verið að ráða í störf Samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra standa enn yfir ráðningar í laus störf og enn er verið að gera breytingar á vaktkerfum og endurmeta mannaflaþörf. Þessar upplýsingar liggja því ekki fyrir enn sem komið er á landsvísu, en skýrast með haustinu. Upphafleg þörf vegna styttingar var metin rúm 75 stöðugildi lögreglumanna og þá verður raunkostnaður yfirstandandi árs bættur eftir því hvernig til tekst að ráða í lausar stöður á þessu ári. Eftir það verða fjárveitingar bættar í fjárlögum næstu ára. Kostnaðarmat vegna verkefnisins er 900 mkr. á ári vegna þeirra stofnana sem heyra undir dómsmálaráðuneytið. Ekki liggur fyrir hvernig fjármagnið skiptist milli Lögreglu, Fangelsismálastofnunar og Landhelgisgæslunnar. Lögreglan Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið tilkynnti í byrjun júní að kostnaðarauki upp á 900 milljónir króna vegna styttingar vinnuviku lögreglumanna væri fjármagnaður. Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna segist ekki hafa séð að féð hafi verið notað í að auka mannskap þá hafi peningurinn farið til þriggja embætta en ekki bara til lögreglunnar. „Fjármagnið fór á lögregluna, fangelsi og Landhelgisgæsluna. Ég hef ekki séð ennþá í hvað þessir peningar hafa farið,“ segir Fjölnir. Áætlað var að viðbótarþörf fyrir mannskap hjá lögreglunni vegna styttingar vinnuvikunnar væri 75 stöðugildi. Fjölnir segir fjölda lögreglumanna hins vegar hafa staðið í stað síðan vinnuvikan var stytt. „Það útskrifuðust um fjörutíu lögreglumenn úr námi í sumar en það hættu örugglega jafn margir þannig að fjöldinn stendur svolítið í stað,“ segir Fjölnir. Styttingin hefur snúist upp í andhverfu sína Hann segir að víða hafi stytting vinnuvikunnar haft neikvæð áhrif. „Þetta hefur eiginlega snúist upp í andhverfu sína. Fólk mætir oftar í vinnu og býr við meira álag því það eru víða of fáir á vakt, sérstaklega út á landi. Þá hafa heildarlaun jafnvel lækkað með þessari breytingu. Ég var t.d. að ræða við mann áðan sem stjórnar rannsóknardeild sem sagði að þegar fólk tæki frí á föstudögum vegna styttingar vinnuvikunnar þá bíði verkefni bara til mánudagsins því það var engin ráðinn inn. Það er því engin sem grípur verkefnin sem þýðir að þau taka lengri tíma. Menn geta ekki bara hlaupið hraðar því þeir hafa hingað til verið á algjörum spretti. Þá hefur stytting vinnuvikunnar valdið því að lögreglumenn eru orðnir dálítið þreyttir. Lögreglumenn á landsbyggðinn segjast vera að gefast upp, þeir ráða ekki við álagið,“ segir Fjölnir. Ríkislögreglustjóri segir enn verið að ráða í störf Samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra standa enn yfir ráðningar í laus störf og enn er verið að gera breytingar á vaktkerfum og endurmeta mannaflaþörf. Þessar upplýsingar liggja því ekki fyrir enn sem komið er á landsvísu, en skýrast með haustinu. Upphafleg þörf vegna styttingar var metin rúm 75 stöðugildi lögreglumanna og þá verður raunkostnaður yfirstandandi árs bættur eftir því hvernig til tekst að ráða í lausar stöður á þessu ári. Eftir það verða fjárveitingar bættar í fjárlögum næstu ára. Kostnaðarmat vegna verkefnisins er 900 mkr. á ári vegna þeirra stofnana sem heyra undir dómsmálaráðuneytið. Ekki liggur fyrir hvernig fjármagnið skiptist milli Lögreglu, Fangelsismálastofnunar og Landhelgisgæslunnar.
Lögreglan Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira