Hið árlega Carnival var haldið fyrir utan og inni á veitingastaðnum Sushi Social í gær og var glimmer og glans allsráðandi hjá bæði skemmtikröftum og gestum. Sirkus Ísland sýndi listir sínar og tónlistarfólkið Bríet, Páll Óskar, Birnir, DJ Dóra Júlía og Sammi og vinir, héldu stuðinu gangandi með carnivaltónum.

Gestir skemmtu sér konunglega en á meðal matargesta þetta kvöldið var stjörnukokkurinn Gordon Ramsay sem naut sín með bros á vör ásamt félögum.




