Grumman flugbátur á leið á flughátíð á Hellu Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2021 16:27 Grumman-flugbáturinn í Narsarsuaq á Grænlandi í gær þar sem eldsneyti var tekið áður en haldið var til Íslands. Grumman N642 Bandarískur flugbátur frá árum síðari heimsstyrjaldarinnar af gerðinni Grumman Goose er væntanlegur á flughátíðina Allt sem flýgur, sem stendur yfir á Helluflugvelli. Þar verður flugbáturinn til sýnis á morgun, laugardag, en honum var flogið sérstaklega til Íslands frá Seattle til að taka þátt í hátíðinni. Flugbáturinn millilenti meðal annars í Goose Bay á Labrador og í Narsarsuaq á Grænlandi og kom svo til Keflavíkur í gær. Þar hafa flugmenn hans beðið færis í dag að skýjahæð hækki svo þeir geti flogið sjónflug til Hellu. Vonast þeir til að ná til Rangárvalla fyrir kvöldið en þar er aftur á móti sól og blíða, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélags Íslands. Flugbáturinn í Goose Bay í Kanada. Hann var upphaflega smíðaður árið 1945 fyrir bandaríska sjóherinn.Grumman N642 Flugbáturinn var upphaflega smíðaður árið 1945 fyrir bandaríska sjóherinn. Árið 1954 var hann færður í þjónustu innanríkisráðuneytisins og sinnti verkefnum í Alaska allt til ársins 1989 þegar hann var seldur einkaaðilum. Hann hafði áður fengið nýja túrbínuhreyfla árið 1968. Vorið 2010 hóf sérstakur félagsskapur um Grumman flugbátinn, Goose N642, að gera hann upp og var honum nánast umbreytt í nýja flugvél. Grumman Goose-sjóflugvélar mörkuðu spor í flugsögu Íslands á upphafsárum reglubundins innanlandsflugs. Bæði Loftleiðir og Flugfélag Íslands ráku slíkar vélar á árunum 1944 til 1956 enda hentuðu þær vel íslenskum aðstæðum fyrir tíma landflugvalla þar sem hægt var að lenda þeim bæði á sjó og landi. Fyrsta Gæsluflugvél Íslendinga var einnig Grumman Goose, vél sem Landhelgisgæslan leigði árið 1948. Grumman Goose-sjóflugvél á Akureyri í kringum 1950. Eftir lendingu á sjó var hægt að aka þeim upp á land.Wikiwand/Guðmar Gunnlaugsson Á flughátíðinni á Hellu er keppt í vélflugi, fisflugi, drónaflugi, svifflugi og listflugi. Hápunktur hátíðarinnar er listflugskeppnin á morgun, laugardag. Þá er von á kanadískri P-3 Orion kafbátaleitarflugvél í lágflugi yfir svæðið. Ennfremur mun kanadíski listflugmaðurinn Luke Penner, sem hefur unnið til fjölda verðlauna, sýna listir sínar. Að sögn Matthíasar gefst gestum hátíðarinnar kostur á að prófa flugvélar, svifflugur og keppnisdróna á vegum aðilarfélaga Flugmálafélagsins og eru allir velkomnir. Fréttir af flugi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Loftbelgur sveif yfir Suðurlandi, snerti næstum Rangá og flaug ofar skýjum Stærðarinnar loftbelgur sást á flugi yfir Rangárvöllum í morgun og flaug hann svo lágt yfir Ytri-Rangá að hann var við það að snerta vatnsflötinn. Belgurinn er kominn hingað frá Þýskalandi í tengslum við flughátíð á Hellu. 7. júlí 2020 21:06 Glæsilegar flugvélar á Hellu á nokkurra daga flughátíð Flughátíðin „Allt sem flýgur“ stendur nú yfir á Hellu þar sem sjá má mikið af glæsilegum flugvélum af öllum stærðum og gerðum. 10. júlí 2019 19:45 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira
Flugbáturinn millilenti meðal annars í Goose Bay á Labrador og í Narsarsuaq á Grænlandi og kom svo til Keflavíkur í gær. Þar hafa flugmenn hans beðið færis í dag að skýjahæð hækki svo þeir geti flogið sjónflug til Hellu. Vonast þeir til að ná til Rangárvalla fyrir kvöldið en þar er aftur á móti sól og blíða, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélags Íslands. Flugbáturinn í Goose Bay í Kanada. Hann var upphaflega smíðaður árið 1945 fyrir bandaríska sjóherinn.Grumman N642 Flugbáturinn var upphaflega smíðaður árið 1945 fyrir bandaríska sjóherinn. Árið 1954 var hann færður í þjónustu innanríkisráðuneytisins og sinnti verkefnum í Alaska allt til ársins 1989 þegar hann var seldur einkaaðilum. Hann hafði áður fengið nýja túrbínuhreyfla árið 1968. Vorið 2010 hóf sérstakur félagsskapur um Grumman flugbátinn, Goose N642, að gera hann upp og var honum nánast umbreytt í nýja flugvél. Grumman Goose-sjóflugvélar mörkuðu spor í flugsögu Íslands á upphafsárum reglubundins innanlandsflugs. Bæði Loftleiðir og Flugfélag Íslands ráku slíkar vélar á árunum 1944 til 1956 enda hentuðu þær vel íslenskum aðstæðum fyrir tíma landflugvalla þar sem hægt var að lenda þeim bæði á sjó og landi. Fyrsta Gæsluflugvél Íslendinga var einnig Grumman Goose, vél sem Landhelgisgæslan leigði árið 1948. Grumman Goose-sjóflugvél á Akureyri í kringum 1950. Eftir lendingu á sjó var hægt að aka þeim upp á land.Wikiwand/Guðmar Gunnlaugsson Á flughátíðinni á Hellu er keppt í vélflugi, fisflugi, drónaflugi, svifflugi og listflugi. Hápunktur hátíðarinnar er listflugskeppnin á morgun, laugardag. Þá er von á kanadískri P-3 Orion kafbátaleitarflugvél í lágflugi yfir svæðið. Ennfremur mun kanadíski listflugmaðurinn Luke Penner, sem hefur unnið til fjölda verðlauna, sýna listir sínar. Að sögn Matthíasar gefst gestum hátíðarinnar kostur á að prófa flugvélar, svifflugur og keppnisdróna á vegum aðilarfélaga Flugmálafélagsins og eru allir velkomnir.
Fréttir af flugi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Loftbelgur sveif yfir Suðurlandi, snerti næstum Rangá og flaug ofar skýjum Stærðarinnar loftbelgur sást á flugi yfir Rangárvöllum í morgun og flaug hann svo lágt yfir Ytri-Rangá að hann var við það að snerta vatnsflötinn. Belgurinn er kominn hingað frá Þýskalandi í tengslum við flughátíð á Hellu. 7. júlí 2020 21:06 Glæsilegar flugvélar á Hellu á nokkurra daga flughátíð Flughátíðin „Allt sem flýgur“ stendur nú yfir á Hellu þar sem sjá má mikið af glæsilegum flugvélum af öllum stærðum og gerðum. 10. júlí 2019 19:45 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira
Loftbelgur sveif yfir Suðurlandi, snerti næstum Rangá og flaug ofar skýjum Stærðarinnar loftbelgur sást á flugi yfir Rangárvöllum í morgun og flaug hann svo lágt yfir Ytri-Rangá að hann var við það að snerta vatnsflötinn. Belgurinn er kominn hingað frá Þýskalandi í tengslum við flughátíð á Hellu. 7. júlí 2020 21:06
Glæsilegar flugvélar á Hellu á nokkurra daga flughátíð Flughátíðin „Allt sem flýgur“ stendur nú yfir á Hellu þar sem sjá má mikið af glæsilegum flugvélum af öllum stærðum og gerðum. 10. júlí 2019 19:45