Gat ekki hafnað tilboði Montpellier Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2021 11:45 Ólafur Guðmundsson, fyrirliði IFK Kristianstad, hefur samið við Montpellier í Frakklandi. Kristianstad Ólafur Guðmundsson hefur ákveðið að söðla um en hann samdi við franska handknattleiksfélagið Montpellier á dögunum. Hann yfirgefur Kristianstad eftir langa dvöl og ljóst er að Óli er - og verður alltaf - í miklum metum þar á bæ. Íslenski landsliðsmaðurinn, og FH-ingurinn, Ólafur Guðmundsson samdi nýverið við Montpellier til tveggja ára. Hann yfirgefur sænska félagið Kristianstad sem goðsögn en níu ár eru síðan hann samdi fyrst við félagið. Kristianstad birti í dag tilfinningaþrungið viðtal við Óla - eins og hann er oftast nær kallaður í Svíþjóð virðist vera - þar sem honum er þakkað fyrir góð störf og óskað velfarnaðar í framtíðinni. Sumarið 2012 samdi Ólafur við IFK Kristianstad. Tveimur árum síðar, 2014, fór hann til Hannover í Þýskalandi en sneri aftur ári síðar og hefur leikið með Kristianstad frá árinu 2015. Varð hann þrívegis sænskur meistari með liðinu. „Þetta er gríðarlegur missir fyrir okkur sem erum með stórt IFK hjarta. Við áttum mörg löng samtöl og erum ánægð fyrir hönd Óla þar sem þetta er það sem hann vill. Við óskum honum alls hins besta í framtíðinni. Við erum að leita að leikmanni í hans stað en vitum að það verður erfitt að finna leikmann í sama gæðaflokki,“ sagði Jesper Larsson, íþróttastjóri Kristianstad, um vistaskipti Ólafs sem hefur verið fyrirliði félagsins undanfarin misseri. Ólafur í leik með Kristianstad.Florian Pohl/Getty Images Þó hinn 31 árs gamli Ólafur hafi verið samningsbundinn þá vildi félagið ekki standa í vegi fyrir félagaskiptunum. Ólafur er félaginu þakklátur. „Þetta hefur gengið hratt fyrir sig. Þetta var mjög erfið ákvörðun, ég hef fengið fjölda tilboða síðan ég gekk í raðir Kristianstad en alltaf neitað og sé ekki eftir því. Að þessu sinni var þó erfitt að segja nei.“ „Montpellier er stórt félag með góðan þjálfara sem hefur verið hjá félaginu lengi vel. Félagið hefur unnið Meistaradeild Evrópu og er eitt af tíu bestu liðum í heimi,“ sagði Ólafur en Montpellier endaði í 2. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. „Ný áskorun bíður og þó ég verði í öðru hlutverki en ég hef verið í hjá IFK þá er þetta alger draumur. Það verður erfitt en mjög spennandi að fara í nýtt umhverfi og nýja menningu.“ Tack för allt Olafur Oli kommer att lämna Kristianstad för den franska rivieran då han kommit överens med ett 2-årskontrakt med toppklubben Montpellier.Läs mer https://t.co/9Y0amVkUdN pic.twitter.com/r3Mxqvqd2t— IFK Kristianstad (@IFKKristianstad) July 12, 2021 „Ég vil þakka öllum sem hafa komið að ferð minni hjá Kristianstad í gegnum árin. Liðsfélagar, fólkið á skrifstofunni, samstarfsaðilar, styrktaraðilar, Södra Kurvan og öll ykkar sem hafa gert þennan tíma ógleymanlegan. Það er fólkið bakvið tjöldin sem gerir IFK að því sem það er. Ég er einnig mjög þakklátur fyrir það tækifæri sem félagið gaf mér,“ sagði Ólafur við að endingu. Ólafur hóf feril sinn með FH hér á landi áður en hann hélt til Danmerkur þar sem hann lék með Nordsjælland og AG Kaupmannahöfn. Þaðan lá leiðin til Svíþjóðar með stuttu stoppi í Þýskalandi og nú Frakklands. Sænski handboltinn Franski handboltinn Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn, og FH-ingurinn, Ólafur Guðmundsson samdi nýverið við Montpellier til tveggja ára. Hann yfirgefur sænska félagið Kristianstad sem goðsögn en níu ár eru síðan hann samdi fyrst við félagið. Kristianstad birti í dag tilfinningaþrungið viðtal við Óla - eins og hann er oftast nær kallaður í Svíþjóð virðist vera - þar sem honum er þakkað fyrir góð störf og óskað velfarnaðar í framtíðinni. Sumarið 2012 samdi Ólafur við IFK Kristianstad. Tveimur árum síðar, 2014, fór hann til Hannover í Þýskalandi en sneri aftur ári síðar og hefur leikið með Kristianstad frá árinu 2015. Varð hann þrívegis sænskur meistari með liðinu. „Þetta er gríðarlegur missir fyrir okkur sem erum með stórt IFK hjarta. Við áttum mörg löng samtöl og erum ánægð fyrir hönd Óla þar sem þetta er það sem hann vill. Við óskum honum alls hins besta í framtíðinni. Við erum að leita að leikmanni í hans stað en vitum að það verður erfitt að finna leikmann í sama gæðaflokki,“ sagði Jesper Larsson, íþróttastjóri Kristianstad, um vistaskipti Ólafs sem hefur verið fyrirliði félagsins undanfarin misseri. Ólafur í leik með Kristianstad.Florian Pohl/Getty Images Þó hinn 31 árs gamli Ólafur hafi verið samningsbundinn þá vildi félagið ekki standa í vegi fyrir félagaskiptunum. Ólafur er félaginu þakklátur. „Þetta hefur gengið hratt fyrir sig. Þetta var mjög erfið ákvörðun, ég hef fengið fjölda tilboða síðan ég gekk í raðir Kristianstad en alltaf neitað og sé ekki eftir því. Að þessu sinni var þó erfitt að segja nei.“ „Montpellier er stórt félag með góðan þjálfara sem hefur verið hjá félaginu lengi vel. Félagið hefur unnið Meistaradeild Evrópu og er eitt af tíu bestu liðum í heimi,“ sagði Ólafur en Montpellier endaði í 2. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. „Ný áskorun bíður og þó ég verði í öðru hlutverki en ég hef verið í hjá IFK þá er þetta alger draumur. Það verður erfitt en mjög spennandi að fara í nýtt umhverfi og nýja menningu.“ Tack för allt Olafur Oli kommer att lämna Kristianstad för den franska rivieran då han kommit överens med ett 2-årskontrakt med toppklubben Montpellier.Läs mer https://t.co/9Y0amVkUdN pic.twitter.com/r3Mxqvqd2t— IFK Kristianstad (@IFKKristianstad) July 12, 2021 „Ég vil þakka öllum sem hafa komið að ferð minni hjá Kristianstad í gegnum árin. Liðsfélagar, fólkið á skrifstofunni, samstarfsaðilar, styrktaraðilar, Södra Kurvan og öll ykkar sem hafa gert þennan tíma ógleymanlegan. Það er fólkið bakvið tjöldin sem gerir IFK að því sem það er. Ég er einnig mjög þakklátur fyrir það tækifæri sem félagið gaf mér,“ sagði Ólafur við að endingu. Ólafur hóf feril sinn með FH hér á landi áður en hann hélt til Danmerkur þar sem hann lék með Nordsjælland og AG Kaupmannahöfn. Þaðan lá leiðin til Svíþjóðar með stuttu stoppi í Þýskalandi og nú Frakklands.
Sænski handboltinn Franski handboltinn Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn