Óvægin umræða á samfélagsmiðlum þáttur í andlegri vanlíðan dýralækna Eiður Þór Árnason skrifar 13. júlí 2021 13:42 Dýralæknafélag Íslands segir að umfjöllun um dýralækna geti oft verið mjög óvægin og ósanngjörn. Vísir/vilhelm Andleg vanlíðan og streita er algeng meðal dýralækna hér á landi og segjast 75% þeirra finna fyrir andlegum eða líkamlegum einkennum vegna mikils álags. Þetta er niðurstaða könnunar sem Dýralæknafélag Íslands lét gera á líðan dýralækna í starfi. Helmingur svarenda taldi álag í starfi vera við þolmörk en minnihluti taldi álagið lítið eða í meðallagi. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, segir í samtali við Bændablaðið að ástæðurnar fyrir niðurstöðunni séu fjölþættar og mismunandi. Á meðan fleiri dýralæknar starfi á þéttbýlari svæðum sinni ellefu þjónustudýralæknar mjög stórum svæðum og vinni oft á tíðum einir. Þá hafi vaktsvæðin stækkað vegna breytinga á löggjöf um aðskilnað á eftirliti og þjónustu. Álag aukist mikið á síðustu árum Bára segir dæmi um að dýralæknar þurfi að keyra um 200 kílómetra aðra leið við erfiðar aðstæður, vakti stór svæði og séu mikið á vakt. Sífellt erfiðara sé að fá fólk í þessar stöður. Ef marka má niðurstöður könnunarinnar hefur álag aukist í starfi síðustu misseri en 68% svarenda sögðu álagið hafa aukist, þar af 59% mikið eða mjög mikið. Bára segir í samtali við Bændablaðið að miklar sviptingar hafi verið í greininni frá árinu 1980 þegar héraðsdýralæknar voru 26 talsins. Í dag séu fjórir héraðsdýralæknar á landinu með eftirlitshlutverk á vegum Matvælastofnunar. Síðast í vor var umdæmum héraðsdýralækna fækkað úr fimm í fjögur. Einmanaleiki og óvægin umræða á samfélagsmiðlum meðal orsakavalda Samkvæmt skýrslu Dýralæknafélags Íslands eru helstu ástæður aukins álags aukin gæludýraeign landsmanna og auknar og óraunhæfar væntingar og kröfur viðskiptavina. Þá sé óvægin umræða á samfélagsmiðlum, einmanaleiki, samúðarþreyta og mannekla einnig meðal helstu orsakavalda. Að sögn Báru sýnir könnunin að það verði að grípa í taumana og skoða hvað sé hægt að gera til að bæta líðan dýralækna hér á landi. Hún bætir við að bandarískar rannsóknir bendi til að þarlendir dýralæknar séu mun líklegri til að upplifa andlegan heilsubrest en aðrar stéttir. Einnig bendi bresk rannsókn til þess að dýralæknar séu þrisvar til fjórum sinnum líklegri til að falla fyrir eigin hendi en meðalmanneskjan. Vinnumarkaður Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fækka héraðsdýralæknum úr fimm í fjóra Umdæmum héraðsdýralækna Matvælastofnunar verður fækkað úr fimm í fjögur um mánaðamótin. Í fyrra var þeim fækkað úr sex í fimm. 28. maí 2021 10:31 Yfirdýralæknir: Þjónustusvæði dýralækna eru of stór Aðeins fjármagn til fyrir tvo dýralækna frá Ljósavatnsskarði til Fáskrúðsfjarðar. 12. ágúst 2015 16:18 Krefjast þess að ráðnir verði fleiri dýralæknar Hátt í þrjú hundruð manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista þess efnis að Matvælastofnun ráði fleiri dýralækna á bakvaktir. 13. apríl 2015 09:39 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Helmingur svarenda taldi álag í starfi vera við þolmörk en minnihluti taldi álagið lítið eða í meðallagi. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, segir í samtali við Bændablaðið að ástæðurnar fyrir niðurstöðunni séu fjölþættar og mismunandi. Á meðan fleiri dýralæknar starfi á þéttbýlari svæðum sinni ellefu þjónustudýralæknar mjög stórum svæðum og vinni oft á tíðum einir. Þá hafi vaktsvæðin stækkað vegna breytinga á löggjöf um aðskilnað á eftirliti og þjónustu. Álag aukist mikið á síðustu árum Bára segir dæmi um að dýralæknar þurfi að keyra um 200 kílómetra aðra leið við erfiðar aðstæður, vakti stór svæði og séu mikið á vakt. Sífellt erfiðara sé að fá fólk í þessar stöður. Ef marka má niðurstöður könnunarinnar hefur álag aukist í starfi síðustu misseri en 68% svarenda sögðu álagið hafa aukist, þar af 59% mikið eða mjög mikið. Bára segir í samtali við Bændablaðið að miklar sviptingar hafi verið í greininni frá árinu 1980 þegar héraðsdýralæknar voru 26 talsins. Í dag séu fjórir héraðsdýralæknar á landinu með eftirlitshlutverk á vegum Matvælastofnunar. Síðast í vor var umdæmum héraðsdýralækna fækkað úr fimm í fjögur. Einmanaleiki og óvægin umræða á samfélagsmiðlum meðal orsakavalda Samkvæmt skýrslu Dýralæknafélags Íslands eru helstu ástæður aukins álags aukin gæludýraeign landsmanna og auknar og óraunhæfar væntingar og kröfur viðskiptavina. Þá sé óvægin umræða á samfélagsmiðlum, einmanaleiki, samúðarþreyta og mannekla einnig meðal helstu orsakavalda. Að sögn Báru sýnir könnunin að það verði að grípa í taumana og skoða hvað sé hægt að gera til að bæta líðan dýralækna hér á landi. Hún bætir við að bandarískar rannsóknir bendi til að þarlendir dýralæknar séu mun líklegri til að upplifa andlegan heilsubrest en aðrar stéttir. Einnig bendi bresk rannsókn til þess að dýralæknar séu þrisvar til fjórum sinnum líklegri til að falla fyrir eigin hendi en meðalmanneskjan.
Vinnumarkaður Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fækka héraðsdýralæknum úr fimm í fjóra Umdæmum héraðsdýralækna Matvælastofnunar verður fækkað úr fimm í fjögur um mánaðamótin. Í fyrra var þeim fækkað úr sex í fimm. 28. maí 2021 10:31 Yfirdýralæknir: Þjónustusvæði dýralækna eru of stór Aðeins fjármagn til fyrir tvo dýralækna frá Ljósavatnsskarði til Fáskrúðsfjarðar. 12. ágúst 2015 16:18 Krefjast þess að ráðnir verði fleiri dýralæknar Hátt í þrjú hundruð manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista þess efnis að Matvælastofnun ráði fleiri dýralækna á bakvaktir. 13. apríl 2015 09:39 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Fækka héraðsdýralæknum úr fimm í fjóra Umdæmum héraðsdýralækna Matvælastofnunar verður fækkað úr fimm í fjögur um mánaðamótin. Í fyrra var þeim fækkað úr sex í fimm. 28. maí 2021 10:31
Yfirdýralæknir: Þjónustusvæði dýralækna eru of stór Aðeins fjármagn til fyrir tvo dýralækna frá Ljósavatnsskarði til Fáskrúðsfjarðar. 12. ágúst 2015 16:18
Krefjast þess að ráðnir verði fleiri dýralæknar Hátt í þrjú hundruð manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista þess efnis að Matvælastofnun ráði fleiri dýralækna á bakvaktir. 13. apríl 2015 09:39