Færir sig frá New York til Ottawa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. júlí 2021 14:05 Hlynur Guðjónsson er á leiðinni til Kanada frá New York. Mynd/Utanríkisráðuneytið Hlynur Guðjónsson, aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi á Aðalræðisskrifstofu Íslands í New York í Bandaríkjunum, verður næsti sendiherra Íslands í Kanada, með aðsetur í Ottawa, höfuðborg Kanada. Frá þessu greinir Hlynur í færslu á samskiptamiðlinum Linked-In en hann hefur gegnt stöðu aðalræðismanns og viðskiptafulltrúa í New York frá árinu 2006. Aðalræðisskrifstofan þar er fyrsta íslenska sendiskrifstofan sem var opnuð eftir að íslenska utanríkisþjónustan var stofnuð árið 1940, að því er segir á vef Utanríkisráðuneytisins. Í færslunni segist Hlynur spenntur fyrir því að takast á við nýjar áskoranir í Kanada á sama tíma og hann sé þakklátur fyrir tímann í New York og allt það sem tekist hafi að áorka á þeim fimmtán árum sem hann hafi gegn starfi sínu þar. Starfsmenn utanríkisþjónustunnar færa sig reglulega um set á milli starfstöðva hennar.Vísir/Vilhelm Hlynur mun taka við sem sendiherra í Kanada af Pétri Ásgeirssyni sem verið hefur sendiherra Íslands í Kanada frá 1. nóvember 2017. Auk Kanada þjónar sendiráðið þar sex öðrum ríkjum, þ.e. Bólívíu, Kólumbíu, Kosta Ríka, Panama, Hondúras og Venesúela. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að Pétur muni koma til starfa í ráðuneytinu. Þar segir einnig að fleiri sendiherrar færi sig til frá og með 1. ágúst næstkomandi. Þórir Ibsen verður sendiherra í Peking . Hann leysir Gunnar Snorra Gunnarsson sendiherra af hólmi sem kemur til starfa í ráðuneytið. Nikulás Hannigan, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu, flyst á sama tíma í stöðu aðalræðismanns í New York, stöðunni sem Hlynur hefur gegnt undanfarin ár. Guðni Bragason hefur verið settur sendiherra í Nýju Delhi en hann tók við því embætti 1. júlí síðastliðinn. Kristín A. Árnadóttir tók hans stað við stöðu fastafulltrúa í Vín frá 1. júní síðastliðnum. Þá mun Matthías G. Pálsson flytjast í stöðu fastafulltrúa í Róm og leysir hann þar af hólmi Stefán Jón Hafstein sem flyst til starfa í ráðuneytið. Fréttin hefur verið uppfærð með nánari upplýsingum um hvaða sendiherrar flytjast hvert. Utanríkismál Vistaskipti Stjórnsýsla Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Frá þessu greinir Hlynur í færslu á samskiptamiðlinum Linked-In en hann hefur gegnt stöðu aðalræðismanns og viðskiptafulltrúa í New York frá árinu 2006. Aðalræðisskrifstofan þar er fyrsta íslenska sendiskrifstofan sem var opnuð eftir að íslenska utanríkisþjónustan var stofnuð árið 1940, að því er segir á vef Utanríkisráðuneytisins. Í færslunni segist Hlynur spenntur fyrir því að takast á við nýjar áskoranir í Kanada á sama tíma og hann sé þakklátur fyrir tímann í New York og allt það sem tekist hafi að áorka á þeim fimmtán árum sem hann hafi gegn starfi sínu þar. Starfsmenn utanríkisþjónustunnar færa sig reglulega um set á milli starfstöðva hennar.Vísir/Vilhelm Hlynur mun taka við sem sendiherra í Kanada af Pétri Ásgeirssyni sem verið hefur sendiherra Íslands í Kanada frá 1. nóvember 2017. Auk Kanada þjónar sendiráðið þar sex öðrum ríkjum, þ.e. Bólívíu, Kólumbíu, Kosta Ríka, Panama, Hondúras og Venesúela. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að Pétur muni koma til starfa í ráðuneytinu. Þar segir einnig að fleiri sendiherrar færi sig til frá og með 1. ágúst næstkomandi. Þórir Ibsen verður sendiherra í Peking . Hann leysir Gunnar Snorra Gunnarsson sendiherra af hólmi sem kemur til starfa í ráðuneytið. Nikulás Hannigan, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu, flyst á sama tíma í stöðu aðalræðismanns í New York, stöðunni sem Hlynur hefur gegnt undanfarin ár. Guðni Bragason hefur verið settur sendiherra í Nýju Delhi en hann tók við því embætti 1. júlí síðastliðinn. Kristín A. Árnadóttir tók hans stað við stöðu fastafulltrúa í Vín frá 1. júní síðastliðnum. Þá mun Matthías G. Pálsson flytjast í stöðu fastafulltrúa í Róm og leysir hann þar af hólmi Stefán Jón Hafstein sem flyst til starfa í ráðuneytið. Fréttin hefur verið uppfærð með nánari upplýsingum um hvaða sendiherrar flytjast hvert.
Utanríkismál Vistaskipti Stjórnsýsla Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira