Dýrið hefur fengið nokkuð góðar viðtökur á Cannes Árni Sæberg skrifar 13. júlí 2021 22:44 Noomi Rapace í hlutverki sínu í Dýrinu. Dýrið, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, var frumsýnd á Un Certain Regard hluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í dag. Myndin hefur fengið nokkuð góða gagnrýni hingað til. Dýrið er sem stendur með einkunnina 6,7 á IMDB. Dýrið, eða Lamb eins og myndin er kölluð á ensku, segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Vonin um nýja fjölskyldu færir þeim mikla hamingju um stund, hamingju sem verður þeim síðar að tortímingu. Valdimar Jóhannsson leikstýrði myndinni og handritið skrifaði hann í samvinnu við Sjón. Þeir gagnrýnendur sem gefið hafa út gagnrýni um myndina í dag eru einróma um það að söguþráður hennar sé mjög áhugaverður. Sumir segja að myndin hafi staðið undir þeim væntum en eins og venjulega er smekkur manna mismunandi. Eric Kohn, kvikmyndagagnrýnandi hjá Indiewire, segir sögþráð myndarinnar vera gjörsamlega brjálaðan en að lokum standi myndin undir honum. Þá hrósar hann útliti myndarinnar í hástert og segir leik góðan, sérstaklega hjá Noomi Rapace. Hann gefur myndinni einkunnina B. Douglas Greenwood, kvikmyndagagnrýnandi hjá i-D, segir Dýrinu ætlað að verða svokölluð „költmynd“ þegar fram líða stundir. Hann segir erfitt að skilgreina hvers konar kvikmynd Dýrið sé en að hún sé góð og muni gera þá sem að henni komu að stjörnum. Blendin viðbrögð á Twitter Kvikmyndaáhugamenn á Twitter eru ekki frekar sammála um Dýrið en nokkra aðra mynd. Sumir eru himinlifandi með myndina og þá sem í henni leika: LAMBDir. Valdimar JóhannssonAbsolutely adored this film. It s unpredictable while feeling familiar all at once. Great performances with an excellent execution of pacing and suspense. TW: Animal violence#Cannes2021 pic.twitter.com/KyCGGvpHRB— film poser josie ( ' -' ) @ Cannes (@TheJosieMarie) July 13, 2021 Aðrir eru tvístígandi hvað varðar myndina en ánægðir með leikinn, sér í lagi frammistöðu hunds: LAMB - simultaneously weird and not weird enough. Noomi Rapace is great as always, and there's a strong contender for Palm Dog. #Cannes2021— Rafael Motamayor @ Cannes (@RafaelMotamayor) July 13, 2021 Loks eru alltaf einhverjir sem verða fyrir vonbrigðum með kvikmyndir: Noomi Rapace, as almost always, is fantastic, but Lamb leaves you wanting. A disappointment. #Cannes— Gregory Ellwood - CANNES - The Playlist (@TheGregoryE) July 13, 2021 Kvikmyndagerð á Íslandi Cannes Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Dýrið, eða Lamb eins og myndin er kölluð á ensku, segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Vonin um nýja fjölskyldu færir þeim mikla hamingju um stund, hamingju sem verður þeim síðar að tortímingu. Valdimar Jóhannsson leikstýrði myndinni og handritið skrifaði hann í samvinnu við Sjón. Þeir gagnrýnendur sem gefið hafa út gagnrýni um myndina í dag eru einróma um það að söguþráður hennar sé mjög áhugaverður. Sumir segja að myndin hafi staðið undir þeim væntum en eins og venjulega er smekkur manna mismunandi. Eric Kohn, kvikmyndagagnrýnandi hjá Indiewire, segir sögþráð myndarinnar vera gjörsamlega brjálaðan en að lokum standi myndin undir honum. Þá hrósar hann útliti myndarinnar í hástert og segir leik góðan, sérstaklega hjá Noomi Rapace. Hann gefur myndinni einkunnina B. Douglas Greenwood, kvikmyndagagnrýnandi hjá i-D, segir Dýrinu ætlað að verða svokölluð „költmynd“ þegar fram líða stundir. Hann segir erfitt að skilgreina hvers konar kvikmynd Dýrið sé en að hún sé góð og muni gera þá sem að henni komu að stjörnum. Blendin viðbrögð á Twitter Kvikmyndaáhugamenn á Twitter eru ekki frekar sammála um Dýrið en nokkra aðra mynd. Sumir eru himinlifandi með myndina og þá sem í henni leika: LAMBDir. Valdimar JóhannssonAbsolutely adored this film. It s unpredictable while feeling familiar all at once. Great performances with an excellent execution of pacing and suspense. TW: Animal violence#Cannes2021 pic.twitter.com/KyCGGvpHRB— film poser josie ( ' -' ) @ Cannes (@TheJosieMarie) July 13, 2021 Aðrir eru tvístígandi hvað varðar myndina en ánægðir með leikinn, sér í lagi frammistöðu hunds: LAMB - simultaneously weird and not weird enough. Noomi Rapace is great as always, and there's a strong contender for Palm Dog. #Cannes2021— Rafael Motamayor @ Cannes (@RafaelMotamayor) July 13, 2021 Loks eru alltaf einhverjir sem verða fyrir vonbrigðum með kvikmyndir: Noomi Rapace, as almost always, is fantastic, but Lamb leaves you wanting. A disappointment. #Cannes— Gregory Ellwood - CANNES - The Playlist (@TheGregoryE) July 13, 2021
Kvikmyndagerð á Íslandi Cannes Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira