Mannfólkið breytist í slím á Akureyri næstu helgi Árni Sæberg skrifar 15. júlí 2021 17:40 Drinni & The Dangerous Thoughts er ein margra hljómsveita sem koma fram á Mannfólkið breytist í slím. MBS Tónlistarhátíðin Mannfólkið breytist í slím verður haldin í fjórða sinn á Akureyri dagana 23. - 24. júlí. Listakollektívið MBS stendur fyrir hátíðinni og mætti lýsa henni sem óhagnaðardrifnu menningarverkefni með áherslu á staðbundna grasrótar- og jaðarmenningu. Hátíðin er haldin árlega í og við Gúlagið, æfinga- og upptökurými MBS í gamalgrónu iðnaðarhverfi á Oddeyrinni á Akureyri. Frá því hátíðin var fyrst haldin 2018 hefur hún vaxið jafnt og þétt og spannar nú heila helgi auk upphitunartónleika í vikunni fyrir. Séð er fram á áframhaldandi vöxt næstu ár. Nafnið er komið frá bæjargoðsögn á Akureyri Vísir ræddi við Jón Hauk Unnarsson, einn aðstandenda hátíðarinnar og fyrsta mál á dagskrá var auðvitað nafn hátíðarinnar. Jón Haukur segir nafnið komið frá manni sem sé nokkurs konar bæjargoðsögn á Akureyri. Þegar stofnendur listakollektívsins MBS voru enn óharnaðir unglingar sagði maðurinn við þau á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins: „Sjáið og þið munuð sjá að mannfólkið breytist í slím.“ Hópurinn ákvað strax að kenna sig við þessi orð en ákvað þó að láta skammstöfunina MBS duga. Það var svo ekki fyrr en nýlega að stofnendurnir gáfust upp á stöðugum spurningum um það hvað skammstöfunin þýddi að þeir gáfu það upp og nefndu tónlistarhátíðina þessu hljómfagra nafni. MBS hefur verið starfrækt frá árinu 2010 þegar fyrsta platan kom út undir merki hópsins. Síðan þá hefur MBS gefið út fjórtán plötur. Upphaflega var ætlunin að gefa einungis út efni eftir meðlimi hópsins en nýlega hafa aðrið fengið að vera með. Opinn dagur í Gúlaginu varð að Mannfólkið breytist í slím MBS hefur frá upphafi staðið að tónleikahaldi en árið 2018 var ákveðið að koma á fót árlegri tónlistarhátíð sem fékk nafnið Opinn dagur í Gúlaginu. Síðustu þrjú ár hefur hátíðin verið nokkuð lágstemmd. Hún hefur farið fram á einum degi, alfarið í æfingahúsnæðinu Gúlagið. Í ár hefur hins vegar gengið betur að safna fjármagni fyrir hátiðina, en hún er alfarið rekin á styrkjum, og því hefur verið ákveðið að færa út kvíarnar. Hátíðin sjálf verður nú tveir dagar og mun hún fara fram á stærra svæði en áður. Þá verða haldnir upphitunartónleikar í kvöld, fimmtudaginn 15. júlí, í húsnæði Akureyri Backpackers, eins styrktaraðila hátíðarinnar. Á upphitunartónleikunum koma fram Drinni & The Dangerous Thoughts og Brák. Aðstendendur hátíðarinnar fagna því að unnt sé að stækka hátíðina enda er markmið þeirra að vekja athygli á grasrótartónlist á Akureyri. Jón Haukur segir að markmið MBS sé að opna á tónlistarsenuna á Akureyri. „Það er ekki mikið samtal milli Akureyrar og Reykjavíkur,“ segir hann. Akureyri Tónlist Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Listakollektívið MBS stendur fyrir hátíðinni og mætti lýsa henni sem óhagnaðardrifnu menningarverkefni með áherslu á staðbundna grasrótar- og jaðarmenningu. Hátíðin er haldin árlega í og við Gúlagið, æfinga- og upptökurými MBS í gamalgrónu iðnaðarhverfi á Oddeyrinni á Akureyri. Frá því hátíðin var fyrst haldin 2018 hefur hún vaxið jafnt og þétt og spannar nú heila helgi auk upphitunartónleika í vikunni fyrir. Séð er fram á áframhaldandi vöxt næstu ár. Nafnið er komið frá bæjargoðsögn á Akureyri Vísir ræddi við Jón Hauk Unnarsson, einn aðstandenda hátíðarinnar og fyrsta mál á dagskrá var auðvitað nafn hátíðarinnar. Jón Haukur segir nafnið komið frá manni sem sé nokkurs konar bæjargoðsögn á Akureyri. Þegar stofnendur listakollektívsins MBS voru enn óharnaðir unglingar sagði maðurinn við þau á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins: „Sjáið og þið munuð sjá að mannfólkið breytist í slím.“ Hópurinn ákvað strax að kenna sig við þessi orð en ákvað þó að láta skammstöfunina MBS duga. Það var svo ekki fyrr en nýlega að stofnendurnir gáfust upp á stöðugum spurningum um það hvað skammstöfunin þýddi að þeir gáfu það upp og nefndu tónlistarhátíðina þessu hljómfagra nafni. MBS hefur verið starfrækt frá árinu 2010 þegar fyrsta platan kom út undir merki hópsins. Síðan þá hefur MBS gefið út fjórtán plötur. Upphaflega var ætlunin að gefa einungis út efni eftir meðlimi hópsins en nýlega hafa aðrið fengið að vera með. Opinn dagur í Gúlaginu varð að Mannfólkið breytist í slím MBS hefur frá upphafi staðið að tónleikahaldi en árið 2018 var ákveðið að koma á fót árlegri tónlistarhátíð sem fékk nafnið Opinn dagur í Gúlaginu. Síðustu þrjú ár hefur hátíðin verið nokkuð lágstemmd. Hún hefur farið fram á einum degi, alfarið í æfingahúsnæðinu Gúlagið. Í ár hefur hins vegar gengið betur að safna fjármagni fyrir hátiðina, en hún er alfarið rekin á styrkjum, og því hefur verið ákveðið að færa út kvíarnar. Hátíðin sjálf verður nú tveir dagar og mun hún fara fram á stærra svæði en áður. Þá verða haldnir upphitunartónleikar í kvöld, fimmtudaginn 15. júlí, í húsnæði Akureyri Backpackers, eins styrktaraðila hátíðarinnar. Á upphitunartónleikunum koma fram Drinni & The Dangerous Thoughts og Brák. Aðstendendur hátíðarinnar fagna því að unnt sé að stækka hátíðina enda er markmið þeirra að vekja athygli á grasrótartónlist á Akureyri. Jón Haukur segir að markmið MBS sé að opna á tónlistarsenuna á Akureyri. „Það er ekki mikið samtal milli Akureyrar og Reykjavíkur,“ segir hann.
Akureyri Tónlist Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira