Mannfólkið breytist í slím á Akureyri næstu helgi Árni Sæberg skrifar 15. júlí 2021 17:40 Drinni & The Dangerous Thoughts er ein margra hljómsveita sem koma fram á Mannfólkið breytist í slím. MBS Tónlistarhátíðin Mannfólkið breytist í slím verður haldin í fjórða sinn á Akureyri dagana 23. - 24. júlí. Listakollektívið MBS stendur fyrir hátíðinni og mætti lýsa henni sem óhagnaðardrifnu menningarverkefni með áherslu á staðbundna grasrótar- og jaðarmenningu. Hátíðin er haldin árlega í og við Gúlagið, æfinga- og upptökurými MBS í gamalgrónu iðnaðarhverfi á Oddeyrinni á Akureyri. Frá því hátíðin var fyrst haldin 2018 hefur hún vaxið jafnt og þétt og spannar nú heila helgi auk upphitunartónleika í vikunni fyrir. Séð er fram á áframhaldandi vöxt næstu ár. Nafnið er komið frá bæjargoðsögn á Akureyri Vísir ræddi við Jón Hauk Unnarsson, einn aðstandenda hátíðarinnar og fyrsta mál á dagskrá var auðvitað nafn hátíðarinnar. Jón Haukur segir nafnið komið frá manni sem sé nokkurs konar bæjargoðsögn á Akureyri. Þegar stofnendur listakollektívsins MBS voru enn óharnaðir unglingar sagði maðurinn við þau á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins: „Sjáið og þið munuð sjá að mannfólkið breytist í slím.“ Hópurinn ákvað strax að kenna sig við þessi orð en ákvað þó að láta skammstöfunina MBS duga. Það var svo ekki fyrr en nýlega að stofnendurnir gáfust upp á stöðugum spurningum um það hvað skammstöfunin þýddi að þeir gáfu það upp og nefndu tónlistarhátíðina þessu hljómfagra nafni. MBS hefur verið starfrækt frá árinu 2010 þegar fyrsta platan kom út undir merki hópsins. Síðan þá hefur MBS gefið út fjórtán plötur. Upphaflega var ætlunin að gefa einungis út efni eftir meðlimi hópsins en nýlega hafa aðrið fengið að vera með. Opinn dagur í Gúlaginu varð að Mannfólkið breytist í slím MBS hefur frá upphafi staðið að tónleikahaldi en árið 2018 var ákveðið að koma á fót árlegri tónlistarhátíð sem fékk nafnið Opinn dagur í Gúlaginu. Síðustu þrjú ár hefur hátíðin verið nokkuð lágstemmd. Hún hefur farið fram á einum degi, alfarið í æfingahúsnæðinu Gúlagið. Í ár hefur hins vegar gengið betur að safna fjármagni fyrir hátiðina, en hún er alfarið rekin á styrkjum, og því hefur verið ákveðið að færa út kvíarnar. Hátíðin sjálf verður nú tveir dagar og mun hún fara fram á stærra svæði en áður. Þá verða haldnir upphitunartónleikar í kvöld, fimmtudaginn 15. júlí, í húsnæði Akureyri Backpackers, eins styrktaraðila hátíðarinnar. Á upphitunartónleikunum koma fram Drinni & The Dangerous Thoughts og Brák. Aðstendendur hátíðarinnar fagna því að unnt sé að stækka hátíðina enda er markmið þeirra að vekja athygli á grasrótartónlist á Akureyri. Jón Haukur segir að markmið MBS sé að opna á tónlistarsenuna á Akureyri. „Það er ekki mikið samtal milli Akureyrar og Reykjavíkur,“ segir hann. Akureyri Tónlist Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Listakollektívið MBS stendur fyrir hátíðinni og mætti lýsa henni sem óhagnaðardrifnu menningarverkefni með áherslu á staðbundna grasrótar- og jaðarmenningu. Hátíðin er haldin árlega í og við Gúlagið, æfinga- og upptökurými MBS í gamalgrónu iðnaðarhverfi á Oddeyrinni á Akureyri. Frá því hátíðin var fyrst haldin 2018 hefur hún vaxið jafnt og þétt og spannar nú heila helgi auk upphitunartónleika í vikunni fyrir. Séð er fram á áframhaldandi vöxt næstu ár. Nafnið er komið frá bæjargoðsögn á Akureyri Vísir ræddi við Jón Hauk Unnarsson, einn aðstandenda hátíðarinnar og fyrsta mál á dagskrá var auðvitað nafn hátíðarinnar. Jón Haukur segir nafnið komið frá manni sem sé nokkurs konar bæjargoðsögn á Akureyri. Þegar stofnendur listakollektívsins MBS voru enn óharnaðir unglingar sagði maðurinn við þau á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins: „Sjáið og þið munuð sjá að mannfólkið breytist í slím.“ Hópurinn ákvað strax að kenna sig við þessi orð en ákvað þó að láta skammstöfunina MBS duga. Það var svo ekki fyrr en nýlega að stofnendurnir gáfust upp á stöðugum spurningum um það hvað skammstöfunin þýddi að þeir gáfu það upp og nefndu tónlistarhátíðina þessu hljómfagra nafni. MBS hefur verið starfrækt frá árinu 2010 þegar fyrsta platan kom út undir merki hópsins. Síðan þá hefur MBS gefið út fjórtán plötur. Upphaflega var ætlunin að gefa einungis út efni eftir meðlimi hópsins en nýlega hafa aðrið fengið að vera með. Opinn dagur í Gúlaginu varð að Mannfólkið breytist í slím MBS hefur frá upphafi staðið að tónleikahaldi en árið 2018 var ákveðið að koma á fót árlegri tónlistarhátíð sem fékk nafnið Opinn dagur í Gúlaginu. Síðustu þrjú ár hefur hátíðin verið nokkuð lágstemmd. Hún hefur farið fram á einum degi, alfarið í æfingahúsnæðinu Gúlagið. Í ár hefur hins vegar gengið betur að safna fjármagni fyrir hátiðina, en hún er alfarið rekin á styrkjum, og því hefur verið ákveðið að færa út kvíarnar. Hátíðin sjálf verður nú tveir dagar og mun hún fara fram á stærra svæði en áður. Þá verða haldnir upphitunartónleikar í kvöld, fimmtudaginn 15. júlí, í húsnæði Akureyri Backpackers, eins styrktaraðila hátíðarinnar. Á upphitunartónleikunum koma fram Drinni & The Dangerous Thoughts og Brák. Aðstendendur hátíðarinnar fagna því að unnt sé að stækka hátíðina enda er markmið þeirra að vekja athygli á grasrótartónlist á Akureyri. Jón Haukur segir að markmið MBS sé að opna á tónlistarsenuna á Akureyri. „Það er ekki mikið samtal milli Akureyrar og Reykjavíkur,“ segir hann.
Akureyri Tónlist Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira