Misstu af Símamótinu vegna sóttkvíar en ætla að keppa við meistaraflokk karla í staðinn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júlí 2021 20:01 Íunn Eir Gunnarsdóttir, þjálfari liðsins, fékk atvinnumenn í íþróttinni til að senda stelpunum kveðjur og úr varð hvatningarmyndband. Vísir Ellefu og tólf ára stelpur í fimmta flokki KR gátu ekki keppt á Símamótinu um helgina þar sem liðið þurfti allt í sóttkví vegna kórónuveirusmits. Í staðinn ætla þær að keppa við strákana í meistaraflokki og eru þær ekki í neinum vafa um hvor vinni þann leik. Símamótið fór fram um helgina en þar kepptu þrjú þúsund stelpur í fimmta, sjötta og sjöunda flokki í fótbolta. Á mótið vantaði stelpurnar í fimmta flokki KR þar sem kórónuveirusmit í liðinu setti strik í reikninginn. „Daginn áður en við heyrðum fréttirnar þá fóru allar KR stelpurnar saman í sund og svo þegar við komum heim var okkur sagt að við þurftum allar að fara í sóttkví og kæmumst ekki á Símamótið,“ sagði Steinunn, knattspyrnukona í 5. flokki KR. Hvernig leið ykkur þegar þið heyrðuð að þið mættuð ekki taka þátt á mótinu? „Mjög illa, ekki vel,“ sagði Steinunn, knattspyrnukona í 5. flokki KR. Samhliða því að sparka í bolta í sóttkvínni brölluðu þær ýmislegt. Borðuðu nammi og héldu á lofti í sóttkví Hvað gerðuð þið í sóttkví? „Borðaði fullt af nammi. Já ég var eiginlega bara í símanum og borðaði, það er það eina sem ég gerði. Já maður gerði ekkert í þessu sóttkví,“ sögðu Rakel, Ingibjörg og Togga, knattspyrnukonur. Íunn Eir Gunnarsdóttir, þjálfari liðsins fékk atvinnumenn í íþróttinni til að senda stelpunum kveðjur og úr varð hvatningarmyndband. Veigra sér ekki við því að keppa við meistaraflokk „Við sendum miklar baráttukveðjur. Þið komið bara sterkari út úr þessu: Áfram KR,“ sagði Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði meistaraflokks kvenna í KR. „Sendum ykkur baráttu- og stuðningskveðjur og vorum svona að spá hvort þið þorið kannski að taka leik við okkur meistaraflokk karla í KR í staðinn þegar þið eruð lausar úr sóttkvínni?“ spyr Pálmi Rafn Pálmason, miðjumaður hjá meistaraflokki karla. Steplurnar veigra sér ekki við því. Stórleikurinn fer að öllum líkindum fram í næstu viku. Ætlið þið ekki að vinna þá? „Jú við ætlum að rústa þeim,“ segja stelpurnar í kór. Hverjir eru bestir? „KR.“ hrópa stelpurnar. Fótbolti Íþróttir barna KR Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Símamótið fór fram um helgina en þar kepptu þrjú þúsund stelpur í fimmta, sjötta og sjöunda flokki í fótbolta. Á mótið vantaði stelpurnar í fimmta flokki KR þar sem kórónuveirusmit í liðinu setti strik í reikninginn. „Daginn áður en við heyrðum fréttirnar þá fóru allar KR stelpurnar saman í sund og svo þegar við komum heim var okkur sagt að við þurftum allar að fara í sóttkví og kæmumst ekki á Símamótið,“ sagði Steinunn, knattspyrnukona í 5. flokki KR. Hvernig leið ykkur þegar þið heyrðuð að þið mættuð ekki taka þátt á mótinu? „Mjög illa, ekki vel,“ sagði Steinunn, knattspyrnukona í 5. flokki KR. Samhliða því að sparka í bolta í sóttkvínni brölluðu þær ýmislegt. Borðuðu nammi og héldu á lofti í sóttkví Hvað gerðuð þið í sóttkví? „Borðaði fullt af nammi. Já ég var eiginlega bara í símanum og borðaði, það er það eina sem ég gerði. Já maður gerði ekkert í þessu sóttkví,“ sögðu Rakel, Ingibjörg og Togga, knattspyrnukonur. Íunn Eir Gunnarsdóttir, þjálfari liðsins fékk atvinnumenn í íþróttinni til að senda stelpunum kveðjur og úr varð hvatningarmyndband. Veigra sér ekki við því að keppa við meistaraflokk „Við sendum miklar baráttukveðjur. Þið komið bara sterkari út úr þessu: Áfram KR,“ sagði Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði meistaraflokks kvenna í KR. „Sendum ykkur baráttu- og stuðningskveðjur og vorum svona að spá hvort þið þorið kannski að taka leik við okkur meistaraflokk karla í KR í staðinn þegar þið eruð lausar úr sóttkvínni?“ spyr Pálmi Rafn Pálmason, miðjumaður hjá meistaraflokki karla. Steplurnar veigra sér ekki við því. Stórleikurinn fer að öllum líkindum fram í næstu viku. Ætlið þið ekki að vinna þá? „Jú við ætlum að rústa þeim,“ segja stelpurnar í kór. Hverjir eru bestir? „KR.“ hrópa stelpurnar.
Fótbolti Íþróttir barna KR Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira