„Hatrið mun aldrei sigra“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júlí 2021 08:00 Jadon Sancho eftir að honum brást bogalistin á vítapunktinum í vítakeppninni í úrslitaleik EM. getty/Eddie Keogh Jadon Sancho segir að kynþáttafordómarnir sem hann varð fyrir eftir úrslitaleik EM hafi ekki komið sér á óvart. Hann segir þó að hatrið muni aldrei sigra. Í fyrstu færslu sinni á samfélagsmiðlum eftir úrslitaleikinn segist Sancho hafa brugðist samherjum sínum, þjálfurum og stuðningsmönnum enska landsliðsins þegar hann klúðraði sinni spyrnu í vítakeppninni í úrslitaleiknum gegn Ítalíu. „Ég vil biðja alla samherja mína, þjálfarateymið og síðast en ekki síst stuðningsmennina afsökunar á að hafa brugðist þeim. Þetta er langversta tilfinning sem ég hef upplifað á ferlinum,“ skrifaði Sancho á Twitter. pic.twitter.com/yjcjqf8mwL— Jadon Sancho (@Sanchooo10) July 14, 2021 Hann segist jafnan vera öruggur á vítapunktinum og haft verið fullur sjálfstrausts og tilbúinn að taka vítið í úrslitaleiknum en það hafi bara ekki ratað rétta leið. Sancho segist hafa notið síðasta mánaðar með enska landsliðinu til hins ítrasta og að samheldnin í hópnum sé engu lík. Sem fyrr sagði urðu ensku leikmennirnir sem klikkuðu í vítakeppninni, Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, fyrir kynþáttaníði eftir úrslitaleikinn. Sancho segir að það hafi því miður ekki komið á óvart og samfélagið verði að gera betur í baráttunni gegn rasisma. „Ég ætla ekki að láta eins og ég hafi ekki séð níðið sem við urðum fyrir en því miður er það ekkert nýtt. Við sem samfélag verðum að gera betur og láta þá seku bera ábyrgð. Hatrið mun aldrei sigra. Til allra þeirra ungmenna sem hafa orðið fyrir svipuðu níði, berið höfuðið hátt og haldið áfram að elta drauminn,“ skrifaði Sancho. „Ég er stoltur af þessu enska liði og hvernig við höfum sameinað þjóðina eftir erfiða átján mánuði. Eins mikið og okkur langaði til að vinna þetta mót munum við byggja á þessu og læra af reynslunni.“ Sancho þakkaði svo fyrir öll jákvæðu skilaboðin sem honum hafa borist og segir að þau trompi neikvæðu og meiðandi athugasemdirnar. Sancho, sem er 21 árs, verður væntanlega kynntur sem leikmaður Manchester United á næstu dögum, eftir að hann hefur staðist læknisskoðun hjá félaginu. Hann kemur til United frá Borussia Dortmund. EM 2020 í fótbolta Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Risastór veggmynd af Rashford, Sancho og Saka í Manchester Risastór veggmynd af Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka hefur verið afhjúpuð. 14. júlí 2021 12:00 Chiellini lagði bölvun á Saka áður en hann tók síðustu spyrnuna Giorgio Chiellini lagði bölvun á Bukayo Saka áður en hann tók síðustu spyrnu Englands í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í úrslitaleik EM. 14. júlí 2021 10:03 Barnaþjálfari handtekinn fyrir rasísk ummæli í garð Rashfords Fimmtugur yngri flokka þjálfari var handtekinn fyrir rasísk ummæli í garð Marcus Rashford á Twitter eftir úrslitaleik EM. 14. júlí 2021 08:31 Pabbi Maguires rifbeinsbrotnaði í látunum á Wembley Pabbi enska landsliðsmannsins Harrys Maguire rifbeinsbrotnaði í látunum á úrslitaleik EM á Wembley á sunnudaginn. 14. júlí 2021 08:00 Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira
Í fyrstu færslu sinni á samfélagsmiðlum eftir úrslitaleikinn segist Sancho hafa brugðist samherjum sínum, þjálfurum og stuðningsmönnum enska landsliðsins þegar hann klúðraði sinni spyrnu í vítakeppninni í úrslitaleiknum gegn Ítalíu. „Ég vil biðja alla samherja mína, þjálfarateymið og síðast en ekki síst stuðningsmennina afsökunar á að hafa brugðist þeim. Þetta er langversta tilfinning sem ég hef upplifað á ferlinum,“ skrifaði Sancho á Twitter. pic.twitter.com/yjcjqf8mwL— Jadon Sancho (@Sanchooo10) July 14, 2021 Hann segist jafnan vera öruggur á vítapunktinum og haft verið fullur sjálfstrausts og tilbúinn að taka vítið í úrslitaleiknum en það hafi bara ekki ratað rétta leið. Sancho segist hafa notið síðasta mánaðar með enska landsliðinu til hins ítrasta og að samheldnin í hópnum sé engu lík. Sem fyrr sagði urðu ensku leikmennirnir sem klikkuðu í vítakeppninni, Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, fyrir kynþáttaníði eftir úrslitaleikinn. Sancho segir að það hafi því miður ekki komið á óvart og samfélagið verði að gera betur í baráttunni gegn rasisma. „Ég ætla ekki að láta eins og ég hafi ekki séð níðið sem við urðum fyrir en því miður er það ekkert nýtt. Við sem samfélag verðum að gera betur og láta þá seku bera ábyrgð. Hatrið mun aldrei sigra. Til allra þeirra ungmenna sem hafa orðið fyrir svipuðu níði, berið höfuðið hátt og haldið áfram að elta drauminn,“ skrifaði Sancho. „Ég er stoltur af þessu enska liði og hvernig við höfum sameinað þjóðina eftir erfiða átján mánuði. Eins mikið og okkur langaði til að vinna þetta mót munum við byggja á þessu og læra af reynslunni.“ Sancho þakkaði svo fyrir öll jákvæðu skilaboðin sem honum hafa borist og segir að þau trompi neikvæðu og meiðandi athugasemdirnar. Sancho, sem er 21 árs, verður væntanlega kynntur sem leikmaður Manchester United á næstu dögum, eftir að hann hefur staðist læknisskoðun hjá félaginu. Hann kemur til United frá Borussia Dortmund.
EM 2020 í fótbolta Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Risastór veggmynd af Rashford, Sancho og Saka í Manchester Risastór veggmynd af Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka hefur verið afhjúpuð. 14. júlí 2021 12:00 Chiellini lagði bölvun á Saka áður en hann tók síðustu spyrnuna Giorgio Chiellini lagði bölvun á Bukayo Saka áður en hann tók síðustu spyrnu Englands í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í úrslitaleik EM. 14. júlí 2021 10:03 Barnaþjálfari handtekinn fyrir rasísk ummæli í garð Rashfords Fimmtugur yngri flokka þjálfari var handtekinn fyrir rasísk ummæli í garð Marcus Rashford á Twitter eftir úrslitaleik EM. 14. júlí 2021 08:31 Pabbi Maguires rifbeinsbrotnaði í látunum á Wembley Pabbi enska landsliðsmannsins Harrys Maguire rifbeinsbrotnaði í látunum á úrslitaleik EM á Wembley á sunnudaginn. 14. júlí 2021 08:00 Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira
Risastór veggmynd af Rashford, Sancho og Saka í Manchester Risastór veggmynd af Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka hefur verið afhjúpuð. 14. júlí 2021 12:00
Chiellini lagði bölvun á Saka áður en hann tók síðustu spyrnuna Giorgio Chiellini lagði bölvun á Bukayo Saka áður en hann tók síðustu spyrnu Englands í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í úrslitaleik EM. 14. júlí 2021 10:03
Barnaþjálfari handtekinn fyrir rasísk ummæli í garð Rashfords Fimmtugur yngri flokka þjálfari var handtekinn fyrir rasísk ummæli í garð Marcus Rashford á Twitter eftir úrslitaleik EM. 14. júlí 2021 08:31
Pabbi Maguires rifbeinsbrotnaði í látunum á Wembley Pabbi enska landsliðsmannsins Harrys Maguire rifbeinsbrotnaði í látunum á úrslitaleik EM á Wembley á sunnudaginn. 14. júlí 2021 08:00