Saka lætur kynþáttaníðið ekki stöðva sig en gagnrýnir samfélagsmiðlarisana Sindri Sverrisson skrifar 15. júlí 2021 17:01 Hinn 19 ára gamli Bukayo Saka átti drjúgan þátt í að koma Englandi í úrslitaleik EM en spyrna hans í vítaspyrnukeppni úrslitaleiksins var varin af Gianluigi Donnarumma. EPA-EFE/Carl Recine „Ástin mun alltaf sigra,“ segir enski landsliðsmaðurinn Bukayo Saka í yfirlýsingu í kjölfar Evrópumótsins í fótbolta. Hann segir dapurlegt að samfélagsmiðlarisarnir skuli ekki geta stöðvað drulluna sem fær að fljóta á miðlunum. Saka, Marcus Rashford og Jadon Sancho voru beittir kynþáttaníði eftir að hafa mistekist að skora úr vítaspyrnum sínum í úrslitaleiknum gegn Ítalíu á EM. Saka tók síðustu spyrnu Englands og hefur Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands verið gagnrýndur fyrir að velja hinn 19 ára gamla Saka til að taka spyrnu undir svo mikilli pressu. Saka hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig eftir tapið og þakkar í yfirlýsingu fyrir fjölmörg hjartnæm skilaboð sem honum hafa borist. Það hafi verið heiður að tilheyra enska landsliðinu og komast með fóstbræðrum sínum í fyrsta úrslitaleik Englands í 55 ár. pic.twitter.com/KAibQRYH2T— Bukayo Saka (@BukayoSaka87) July 15, 2021 „Það eru engin orð til að lýsa því hve vonsvikinn ég er með niðurstöðuna og vítið mitt. Ég var viss um að við myndum vinna fyrir ykkur. Mér þykir fyrir því að við skyldum ekki landa þessu heim en ég lofa því að við gerum allt sem að við getum til að þessi kynslóð viti hvernig það er að vinna,“ segir Saka í yfirlýsingunni. „Viðbrögð mín í leikslok segja alla söguna. Ég var svo sár og svekktur og fannst ég hafa brugðist ykkur öllum og ensku landsliðsfjölskyldunni minni en ég get lofað ykkur einu. Ég mun ekki láta þessa stund eða neikvæðnina sem ég hef mætt síðustu daga brjóta mig niður,“ segir Saka og skýtur á samfélagsmiðlarisana: „Við samfélagsmiðlana Instagram, Twitter og Facebook vil ég segja að ég vil ekki að nokkurt barn eða fullorðin manneskja þurfi að þola þau hatursfullu og særandi skilaboð sem ég, Marcus og Jadon höfum fengið síðustu daga. Ég vissi um leið hvers lags hatri ég myndi mæta og það er dapurlegur raunveruleiki að ykkar öflugu miðlar geri ekki nóg til að stöðva þessi skilaboð,“ segir Saka, og bætir við að ekkert pláss sé fyrir rasisma í fótbolta eða nokkurs staðar í samfélaginu. Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Leikmenn unglingaliðs Portsmouth til rannsóknar vegna rasisma eftir úrslitaleikinn á EM Leikmenn unglingaliðs Portsmouth eru til rannsóknar vegna rasískra ummæla sem sumir þeirra létu falla eftir úrslitaleik EM. 15. júlí 2021 08:30 „Hatrið mun aldrei sigra“ Jadon Sancho segir að kynþáttafordómarnir sem hann varð fyrir eftir úrslitaleik EM hafi ekki komið sér á óvart. Hann segir þó að hatrið muni aldrei sigra. 15. júlí 2021 08:00 Landsliðsmaður Englands tekur innanríkisráðherrann til bæna Enski landsliðsmaðurinn Tyrone Mings segir holan hljóm í gagnrýni Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á kynþáttaníð sem samherjar hans, Jadon Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, urðu fyrir eftir úrslitaleik EM. 13. júlí 2021 08:02 Biðst afsökunar á vítinu Marcus Rashford hefur þurft að þola mikið kynþáttaníð eftir að hafa klúðrað víti í úrslitaleik Englands og Ítalíu á EM í knattspyrnu. 12. júlí 2021 21:23 Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45 Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. 11. júlí 2021 23:30 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Sjá meira
Saka, Marcus Rashford og Jadon Sancho voru beittir kynþáttaníði eftir að hafa mistekist að skora úr vítaspyrnum sínum í úrslitaleiknum gegn Ítalíu á EM. Saka tók síðustu spyrnu Englands og hefur Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands verið gagnrýndur fyrir að velja hinn 19 ára gamla Saka til að taka spyrnu undir svo mikilli pressu. Saka hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig eftir tapið og þakkar í yfirlýsingu fyrir fjölmörg hjartnæm skilaboð sem honum hafa borist. Það hafi verið heiður að tilheyra enska landsliðinu og komast með fóstbræðrum sínum í fyrsta úrslitaleik Englands í 55 ár. pic.twitter.com/KAibQRYH2T— Bukayo Saka (@BukayoSaka87) July 15, 2021 „Það eru engin orð til að lýsa því hve vonsvikinn ég er með niðurstöðuna og vítið mitt. Ég var viss um að við myndum vinna fyrir ykkur. Mér þykir fyrir því að við skyldum ekki landa þessu heim en ég lofa því að við gerum allt sem að við getum til að þessi kynslóð viti hvernig það er að vinna,“ segir Saka í yfirlýsingunni. „Viðbrögð mín í leikslok segja alla söguna. Ég var svo sár og svekktur og fannst ég hafa brugðist ykkur öllum og ensku landsliðsfjölskyldunni minni en ég get lofað ykkur einu. Ég mun ekki láta þessa stund eða neikvæðnina sem ég hef mætt síðustu daga brjóta mig niður,“ segir Saka og skýtur á samfélagsmiðlarisana: „Við samfélagsmiðlana Instagram, Twitter og Facebook vil ég segja að ég vil ekki að nokkurt barn eða fullorðin manneskja þurfi að þola þau hatursfullu og særandi skilaboð sem ég, Marcus og Jadon höfum fengið síðustu daga. Ég vissi um leið hvers lags hatri ég myndi mæta og það er dapurlegur raunveruleiki að ykkar öflugu miðlar geri ekki nóg til að stöðva þessi skilaboð,“ segir Saka, og bætir við að ekkert pláss sé fyrir rasisma í fótbolta eða nokkurs staðar í samfélaginu.
Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Leikmenn unglingaliðs Portsmouth til rannsóknar vegna rasisma eftir úrslitaleikinn á EM Leikmenn unglingaliðs Portsmouth eru til rannsóknar vegna rasískra ummæla sem sumir þeirra létu falla eftir úrslitaleik EM. 15. júlí 2021 08:30 „Hatrið mun aldrei sigra“ Jadon Sancho segir að kynþáttafordómarnir sem hann varð fyrir eftir úrslitaleik EM hafi ekki komið sér á óvart. Hann segir þó að hatrið muni aldrei sigra. 15. júlí 2021 08:00 Landsliðsmaður Englands tekur innanríkisráðherrann til bæna Enski landsliðsmaðurinn Tyrone Mings segir holan hljóm í gagnrýni Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á kynþáttaníð sem samherjar hans, Jadon Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, urðu fyrir eftir úrslitaleik EM. 13. júlí 2021 08:02 Biðst afsökunar á vítinu Marcus Rashford hefur þurft að þola mikið kynþáttaníð eftir að hafa klúðrað víti í úrslitaleik Englands og Ítalíu á EM í knattspyrnu. 12. júlí 2021 21:23 Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45 Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. 11. júlí 2021 23:30 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Sjá meira
Leikmenn unglingaliðs Portsmouth til rannsóknar vegna rasisma eftir úrslitaleikinn á EM Leikmenn unglingaliðs Portsmouth eru til rannsóknar vegna rasískra ummæla sem sumir þeirra létu falla eftir úrslitaleik EM. 15. júlí 2021 08:30
„Hatrið mun aldrei sigra“ Jadon Sancho segir að kynþáttafordómarnir sem hann varð fyrir eftir úrslitaleik EM hafi ekki komið sér á óvart. Hann segir þó að hatrið muni aldrei sigra. 15. júlí 2021 08:00
Landsliðsmaður Englands tekur innanríkisráðherrann til bæna Enski landsliðsmaðurinn Tyrone Mings segir holan hljóm í gagnrýni Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á kynþáttaníð sem samherjar hans, Jadon Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, urðu fyrir eftir úrslitaleik EM. 13. júlí 2021 08:02
Biðst afsökunar á vítinu Marcus Rashford hefur þurft að þola mikið kynþáttaníð eftir að hafa klúðrað víti í úrslitaleik Englands og Ítalíu á EM í knattspyrnu. 12. júlí 2021 21:23
Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45
Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. 11. júlí 2021 23:30