Fótbolti

Ítalska deildin bannar græna búninga

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sassuolo gæti þurft að breyta búningum sínum ansi mikið.
Sassuolo gæti þurft að breyta búningum sínum ansi mikið. Marco Rosi/Getty Images

Frá og með tímabilinu 2022-2023 verður bannað að spila í grænum búningum í efstu deild á Ítalíu.

Frá þessu er greint á mörgum miðlum, og þó að reglurnar teki ekki gildi fyrr en eftir rúmt ár, ákvað deildin að tilkynna þetta núna til að gefa liðum svigrúm og tíma til að aðlaga hönnun búninga að þessum breyttu reglum.

Breytingin kemur aðallega til vegna sjónvarpsfyrirtækja sem óttast það að grænir búningar séu of líkir grasinu og það geti leitt til þess að leikmenn falli inn í bakgrunninn.

Þetta á bara við um búninga sem hafa grænan sem aðallit. Nokkur lið spiluðu í grænum búningum á seinasta tímabili.

Þar á meðal var jólabúningur Atalanta og neon grænn varabúningur Lazio.

Sassuolo spilar í röndóttum búningum þar sem rendurnar eru grænar og svartar. Ekki er vitað hvort að þeir þurfi að finna sér nýja liti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×