Ný könnun MMR og Moggans: Níu flokkar á þingi og ríkisstjórnin félli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júlí 2021 06:50 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar, Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Fróðlegt verður að sjá útkomu flokkanna þriggja í kosningunum í september og hvort þeir myndi ríkisstjórn á nýjan leik, mögulega með aðkomu fjórða flokks. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar en næði ekki meirihluta á Alþingi í haust ef marka má nýja könnun MMR fyrir Morgunblaðið. Níu flokkar ná fólki á þing. Fylgi flokka dreifist það mikið að þrír flokkar gætu ekki náð meirihluta þingmanna og myndað meirihlutastjórn. Morgunblaðið segir frá könnuninni í morgun þar sem fram kemur að ríkisstjórnin njóti stuðnings meirihluta landsmanna. Þannig segjast 55% styðja ríkisstjórnina sem Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn myndar. Ef stuðningur hvers stjórnarflokkanna þriggja er skoðaður og lagður saman kemur í ljós að ríkisstjórnin hefur 48,2% fylgi. Það myndi skila 31 þingmanni af þeim 63 sem standa vaktina. Munar mestu um stöðu Vinstri grænna sem fengju aðeins sjö þingmenn miðað við 10,7% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,6% fylgi, næði inn 17 þingmönnum, og Framsókn 12,9% fylgi og átta þingmönnum, sama fjölda og flokkurinn hefur í dag. Samkvæmt könnuninni ná Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn allir fólki á þing. Flokkarnir þrír mælast með á sjötta prósent fylgi sem myndi skila þeim þremur þingmönnum. Níu flokkar ná fólki á þing samkvæmt könnuninni. Samfylkingin fengi næstflesta þingmenn eða níu miðað við 13,1% fylgi. Píratar fengu átta þingmenn (12,2% fylgi), og Viðreisn sex þingmenn (9,4% fylgi). Vegna þess hve fylgi flokkanna dreifist mikið er ljóst að myndun ríkisstjórnar gæti reynst þrautinni þyngri, verði niðurstöður kosninga í takti við könnun MMR. Fjóra flokka að lágmarki þarf til að mynda ríkisstjórn og væri Sjálfstæðisflokkurinn þá nauðsynlegur í samsteypuna sem langstærsti flokkur landsins. Ríkisstjórnin gæti leitað á náðir hvaða flokks sem er og þannig náð meirihluta. Könnunin var gerð dagana 8. til 14. júlí en þess ber að geta að útreikningar á dreifingu þingsæta miðast við fylgi flokka á landinu öllu. Fylgi flokka í einstökum kjördæmum getur þó ráðið því hvernig þingsæti falla. Þrír flokkar ná 5% þröskuldinum í þetta skiptið og því geta minnstu breytingar haft mikil áhrif á dreifingu þingmanna. Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Morgunblaðið segir frá könnuninni í morgun þar sem fram kemur að ríkisstjórnin njóti stuðnings meirihluta landsmanna. Þannig segjast 55% styðja ríkisstjórnina sem Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn myndar. Ef stuðningur hvers stjórnarflokkanna þriggja er skoðaður og lagður saman kemur í ljós að ríkisstjórnin hefur 48,2% fylgi. Það myndi skila 31 þingmanni af þeim 63 sem standa vaktina. Munar mestu um stöðu Vinstri grænna sem fengju aðeins sjö þingmenn miðað við 10,7% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,6% fylgi, næði inn 17 þingmönnum, og Framsókn 12,9% fylgi og átta þingmönnum, sama fjölda og flokkurinn hefur í dag. Samkvæmt könnuninni ná Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn allir fólki á þing. Flokkarnir þrír mælast með á sjötta prósent fylgi sem myndi skila þeim þremur þingmönnum. Níu flokkar ná fólki á þing samkvæmt könnuninni. Samfylkingin fengi næstflesta þingmenn eða níu miðað við 13,1% fylgi. Píratar fengu átta þingmenn (12,2% fylgi), og Viðreisn sex þingmenn (9,4% fylgi). Vegna þess hve fylgi flokkanna dreifist mikið er ljóst að myndun ríkisstjórnar gæti reynst þrautinni þyngri, verði niðurstöður kosninga í takti við könnun MMR. Fjóra flokka að lágmarki þarf til að mynda ríkisstjórn og væri Sjálfstæðisflokkurinn þá nauðsynlegur í samsteypuna sem langstærsti flokkur landsins. Ríkisstjórnin gæti leitað á náðir hvaða flokks sem er og þannig náð meirihluta. Könnunin var gerð dagana 8. til 14. júlí en þess ber að geta að útreikningar á dreifingu þingsæta miðast við fylgi flokka á landinu öllu. Fylgi flokka í einstökum kjördæmum getur þó ráðið því hvernig þingsæti falla. Þrír flokkar ná 5% þröskuldinum í þetta skiptið og því geta minnstu breytingar haft mikil áhrif á dreifingu þingmanna.
Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira