Áfram verður fremur hægur vindur og bjart með köflum í fyrramálið. Norðvestan og vestan 3 til 10 metrar á sekúndu og bjart með köflum, en skýjað og sums staðar smáskúrir um landið norðanvert.
Léttir til víða á landinu eftir hádegi á morgun en líkön eru ekki sammála um hvort lágskýjabakkar utan af hafi verði til trafala við vesturströndina. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi í dag, en suðaustanlands á morgun.
Á sunnudag er svo útlit fyrir að það verði hlýtt og sólríkt veður víða, en þó verður skýjað að mestu vestantil á landinu.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag og mánudag: Vestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og víða bjartviðri, en skýjað með köflum V-til og sums staðar smá væta. Hiti 10 til 23 stig, hlýjast A-lands.
Á þriðjudag og miðvikudag: Suðvestan 8-15 m/s og dálítil væta á V-verðu landinu, en léttskýjað eystra. Áfram hlýtt í veðri, einkum fyrir austan.
Á fimmtudag: Suðvestanátt og dálítil rigning með köflum, en þurrt að kalla A-lands og áfram hlýindi.