Erlendir ferðamenn hasla sér völl á Akureyri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2021 10:46 Mikil veðurblíða hefur leikið við Akureyringa undanfarnar vikur. Sömu sögu má segja í dag. Vísir/Vilhelm Fjöldi erlendra ferðamanna á Akureyri þetta sumarið hefur aukist gífurlega miðað við síðasta sumar. Þetta segir bæði tjaldvörður á Akureyri og starfandi forstöðumaður Sundlaugarinnar á Akureyri. Stríður straumur fólks hefur verið í bæinn undanfarnar tvær vikur að sögn tjaldvarðar á tjaldsvæðinu Hamri á Akureyri. Hann segir veðurblíðuna sem leikið hefur um bæinn hafa verið til þess að tjaldsvæðið hafi verið nær alveg fullt undanfarnar tvær vikur. „Þetta er búið að vera svona í tvær vikur. Frekar fullt en alltaf eitthvað pláss ef það. Það er búið að vera svo gott veður og fólk eltir sólina,“ segir Ingunn Sigurðardóttir, tjaldvörður á Hömrum. Hún segir megn fólksins á svæðinu Íslendinga en einhverjir útlendingar séu þó snúnir aftur. „Þetta eru eiginlega allt Íslendingar, það eru kannski 5 prósent gesta sem eru útlendingar,“ segir Ingunn. Eftir einn góðan rigningardag á Akureyri í miðri þessari viku fór sólin að láta sjá sig aftur og skín hún nú skært yfir bænum. Undirrituð er sjálf stödd á Akureyri og stríður bílastraumur var á leiðinni úr Reykjavík og alla leið norður. Það vakti eftirtekt hjá blaðamanni hve margir ferðalangar voru með tjaldvagna og önnur vagnhýsi í eftirdragi og segir Ingunn það ríma ansi vel við ástandið á tjaldsvæðinu. „Ég held að það hafi allir keypt sér hjólhýsi í fyrra. Mikill meirihluti fólksins á tjaldsvæðinu er í hjólhýsum eða tjaldvögnum,“ segir Ingunn. Að sögn Lögreglunnar á Norðurlandi eystra hefur lítið verið um að vera í umferðinni þrátt fyrir þétta bílalest í bæinn. „Umferðin hefur gengið vel fyrir sig. Nóttin var róleg, fyrir utan slysið í Mývatnssveit sem er í okkar umdæmi. Það er stíft umferðareftirlit á þjóðvegunum og miðað við okkar dagbók var ekki mikið um hraðakstur. Umferðin fór bara vel fram,“ segir varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í samtali við fréttastofu. Hann segir ekki mikið hægt að segja til um hvort aðsóknin í umdæmið verði áfram svo góð. „Þetta fer bara allt eftir veðrinu, hvort fólk elti veðrið endalaust.“ Um leið og sólin skín rignir inn viðskiptavinum Sömu sögu má segja úr sundlauginni hér í bænum. Starfandi forstöðumaður sundlaugarinnar segir að um leið og sólin fór að skína í morgun hafi fólk flykkst í laugina. „Það má eiginlega segja að um leið og sólin fór að skína í morgun þá rigndi inn viðskiptavinum. Það er ekki alveg orðið þétt en það er löng röð í afgreiðslunni og margir á leiðinni í sund,“ segir Valdimar Pálsson, forstöðumaður sundlaugarinnar. „Ég er búinn að taka saman aðsóknina í þessum mánuði og við erum búin að fá einn rigningardag og meira að segja var hann ekki lélegur í fjölda komu viðskiptavina. Og maður tekur eftir mikilli aukningu frá því í fyrra,“ segir Valdimar. „Innlendi túristinn kom í fyrra, nú erum við með innlenda og erlenda. Aukningin er að erlendir ferðamenn eru farnir að láta sjá sig. Íslendingarnir hafa vinningin eins og staðan er núna,“ segir hann. Hann segir megnið af viðskiptavinunum fjölskyldufólk. „Algengasti viðskiptavinurinn er hjón með tvö börn. Það er samasemmerki: sól=full sundlaug, rigning=hálffull sundlaug. Sólin er eiginlega samasemmerki á að mikið sé að gera í vinnunni í dag.“ Akureyri Veður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Stríður straumur fólks hefur verið í bæinn undanfarnar tvær vikur að sögn tjaldvarðar á tjaldsvæðinu Hamri á Akureyri. Hann segir veðurblíðuna sem leikið hefur um bæinn hafa verið til þess að tjaldsvæðið hafi verið nær alveg fullt undanfarnar tvær vikur. „Þetta er búið að vera svona í tvær vikur. Frekar fullt en alltaf eitthvað pláss ef það. Það er búið að vera svo gott veður og fólk eltir sólina,“ segir Ingunn Sigurðardóttir, tjaldvörður á Hömrum. Hún segir megn fólksins á svæðinu Íslendinga en einhverjir útlendingar séu þó snúnir aftur. „Þetta eru eiginlega allt Íslendingar, það eru kannski 5 prósent gesta sem eru útlendingar,“ segir Ingunn. Eftir einn góðan rigningardag á Akureyri í miðri þessari viku fór sólin að láta sjá sig aftur og skín hún nú skært yfir bænum. Undirrituð er sjálf stödd á Akureyri og stríður bílastraumur var á leiðinni úr Reykjavík og alla leið norður. Það vakti eftirtekt hjá blaðamanni hve margir ferðalangar voru með tjaldvagna og önnur vagnhýsi í eftirdragi og segir Ingunn það ríma ansi vel við ástandið á tjaldsvæðinu. „Ég held að það hafi allir keypt sér hjólhýsi í fyrra. Mikill meirihluti fólksins á tjaldsvæðinu er í hjólhýsum eða tjaldvögnum,“ segir Ingunn. Að sögn Lögreglunnar á Norðurlandi eystra hefur lítið verið um að vera í umferðinni þrátt fyrir þétta bílalest í bæinn. „Umferðin hefur gengið vel fyrir sig. Nóttin var róleg, fyrir utan slysið í Mývatnssveit sem er í okkar umdæmi. Það er stíft umferðareftirlit á þjóðvegunum og miðað við okkar dagbók var ekki mikið um hraðakstur. Umferðin fór bara vel fram,“ segir varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í samtali við fréttastofu. Hann segir ekki mikið hægt að segja til um hvort aðsóknin í umdæmið verði áfram svo góð. „Þetta fer bara allt eftir veðrinu, hvort fólk elti veðrið endalaust.“ Um leið og sólin skín rignir inn viðskiptavinum Sömu sögu má segja úr sundlauginni hér í bænum. Starfandi forstöðumaður sundlaugarinnar segir að um leið og sólin fór að skína í morgun hafi fólk flykkst í laugina. „Það má eiginlega segja að um leið og sólin fór að skína í morgun þá rigndi inn viðskiptavinum. Það er ekki alveg orðið þétt en það er löng röð í afgreiðslunni og margir á leiðinni í sund,“ segir Valdimar Pálsson, forstöðumaður sundlaugarinnar. „Ég er búinn að taka saman aðsóknina í þessum mánuði og við erum búin að fá einn rigningardag og meira að segja var hann ekki lélegur í fjölda komu viðskiptavina. Og maður tekur eftir mikilli aukningu frá því í fyrra,“ segir Valdimar. „Innlendi túristinn kom í fyrra, nú erum við með innlenda og erlenda. Aukningin er að erlendir ferðamenn eru farnir að láta sjá sig. Íslendingarnir hafa vinningin eins og staðan er núna,“ segir hann. Hann segir megnið af viðskiptavinunum fjölskyldufólk. „Algengasti viðskiptavinurinn er hjón með tvö börn. Það er samasemmerki: sól=full sundlaug, rigning=hálffull sundlaug. Sólin er eiginlega samasemmerki á að mikið sé að gera í vinnunni í dag.“
Akureyri Veður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira