Gosmóða frá Geldingadölum mældist í Færeyjum í gær: „Við sendum Færeyingum góðar kveðjur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 19. júlí 2021 14:10 Frá gosinu í Geldingadölum. Vísir/Vilhelm Nokkur gosmóða er á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingum, sem viðkvæmir eru fyrir loftmengun, er ráðlegt að fara varlega og skulu ung börn ekki sofa utandyra. Gosmóða frá gosinu í Geldingadölum mældist í Færeyjum í gær. Elísabet Inga Sigurðardóttir Íbúar á höfuðborgarsvæðinu urðu líklega margir varir við gosmóðu á leið til vinnu í morgun, en nokkuð há gildi á brennisteinsdíoxíð og súlfötum hafa mælst í borginni og í Hvalfirði frá því árla morgun. Ung börn skulu ekki sofa utandyra Samkvæmt ábendingum frá Veðurstofunni skulu einstaklingar sem viðkvæmir eru fyrir loftmengun fara varlega og skulu ung börn ekki sofa utandyra. Þá getur aukinna áhrifa gætt þegar fólk erfiðar utandyra. Áhugasömum er bent á að skoða vefsíðu Umhverfisstofnunar þar sem hægt er að fylgjast með gildum. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir í samtali við fréttastofu að gosmóðan komi ekki beint frá gosstöðvunum í Geldingadölum heldur sé um eldri gasmökk að ræða. „Þetta er bara vindáttin sem ræður þessu og eins og núna þegar þetta kemur til okkar þá er þetta að koma utan af sjó. Þetta er hæg vestanátt og þetta mallar svona yfir okkur.“ Sendir Færeyingum góðar kveðjur Hún segir erfitt að spá fyrir um hversu lengi megi búast við að móðan geri sig heimakomna hér á landi, og það fari helst eftir veðri og vindum. Hún segir almenna ráðið, til þess að forðast að verða fyrir áhrifum móðunnar, að halda sig innan dyra. „Þetta ætti ekki að hafa mikil áhrif á heilsuhrausta einstaklinga eða einstaklinga sem eru ekki viðkvæmir fyrir loftögnum. Þetta getur haft áhrif á þá sem eru með einhvers konar öndunarörðugleika eða sjúkdóma.“ Þá hafi gosmóðan sem rekja má til gossins í geldingadölum mælst í Færeyjum í gær og sendir Veðurstofan Færeyingum góðar kveðjur. Salóme segir jafnframt að við séum ekki ein að kljást við gosmóðu, en móðan sé viðvarandi ástand á Hawaii. Þar séu gefnir út leiðbeiningabæklingar fyrir almenning og er nú í skoðun að gefa út svipaðar leiðbeiningar til almennings hérlendis. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Esjan er horfin Gosmóða hylur nú bæjarfjall höfuðborgabúa. Sjaldan eða aldrei hefur gosmengunin verið svo mikil í höfuðborginni. 19. júlí 2021 10:52 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu urðu líklega margir varir við gosmóðu á leið til vinnu í morgun, en nokkuð há gildi á brennisteinsdíoxíð og súlfötum hafa mælst í borginni og í Hvalfirði frá því árla morgun. Ung börn skulu ekki sofa utandyra Samkvæmt ábendingum frá Veðurstofunni skulu einstaklingar sem viðkvæmir eru fyrir loftmengun fara varlega og skulu ung börn ekki sofa utandyra. Þá getur aukinna áhrifa gætt þegar fólk erfiðar utandyra. Áhugasömum er bent á að skoða vefsíðu Umhverfisstofnunar þar sem hægt er að fylgjast með gildum. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir í samtali við fréttastofu að gosmóðan komi ekki beint frá gosstöðvunum í Geldingadölum heldur sé um eldri gasmökk að ræða. „Þetta er bara vindáttin sem ræður þessu og eins og núna þegar þetta kemur til okkar þá er þetta að koma utan af sjó. Þetta er hæg vestanátt og þetta mallar svona yfir okkur.“ Sendir Færeyingum góðar kveðjur Hún segir erfitt að spá fyrir um hversu lengi megi búast við að móðan geri sig heimakomna hér á landi, og það fari helst eftir veðri og vindum. Hún segir almenna ráðið, til þess að forðast að verða fyrir áhrifum móðunnar, að halda sig innan dyra. „Þetta ætti ekki að hafa mikil áhrif á heilsuhrausta einstaklinga eða einstaklinga sem eru ekki viðkvæmir fyrir loftögnum. Þetta getur haft áhrif á þá sem eru með einhvers konar öndunarörðugleika eða sjúkdóma.“ Þá hafi gosmóðan sem rekja má til gossins í geldingadölum mælst í Færeyjum í gær og sendir Veðurstofan Færeyingum góðar kveðjur. Salóme segir jafnframt að við séum ekki ein að kljást við gosmóðu, en móðan sé viðvarandi ástand á Hawaii. Þar séu gefnir út leiðbeiningabæklingar fyrir almenning og er nú í skoðun að gefa út svipaðar leiðbeiningar til almennings hérlendis.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Esjan er horfin Gosmóða hylur nú bæjarfjall höfuðborgabúa. Sjaldan eða aldrei hefur gosmengunin verið svo mikil í höfuðborginni. 19. júlí 2021 10:52 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Esjan er horfin Gosmóða hylur nú bæjarfjall höfuðborgabúa. Sjaldan eða aldrei hefur gosmengunin verið svo mikil í höfuðborginni. 19. júlí 2021 10:52