Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2021 13:06 Frá Rey cup í Laugardal árið 2019 þar sem strákar úr liði Keníu kepptu á móti strákum í KR. vilhelm gunnarsson Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. Þátttakendur eru börn fædd árið 2005 til 2008 og fer mótið fram í Laugardalnum næstu fimm daga. Venjulega koma erlend lið til landsins til þess að keppa á mótinu. Árið 2017 kepptu meðal annars lið frá Suður-Ameríku, Grænlandi, Skotlandi og Danmörku. Vegna heimsfaraldurs keppa einungis íslensk lið í ár. Börn fædd 2005 eða síðar eru óbólusett og er því lítill hluti þátttakenda bólusettur. Gunnhildur Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri mótsins, segir í samtali við fréttastofu að það komi ekki til greina að aflýsa mótinu vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. 38 greindust smitaðir innanlands í gær og segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að greinilega sé mikill vöxtur í fjölda smita innanlands og að aðgerðir innanlands séu til skoðunar. Sjá einnig: Ný bylgja hafin og jafnvel á leið í veldisvöxt Ráðfærðu sig við Covid.is og heilsugæsluna Stjórn Rey Cup fundaði í hádeginu vegna stöðunnar. Ákveðið var að viðhafa svipuðum ráðstöfunum og í fyrra. Börn munu ekki skammta sér hádegismat sjálf og verður passað upp á sameiginlega snertifleti. Foreldrar verða þó leyfðir á svæðinu en ekki í skólum þar sem börnin gista. „Við ráðfærðum okkur við heilsugæsluna og Covid.is. Við munum takmarka aðgengi að skólanum þannig að keppendur og liðstjórar verða bara leyfir þar. Boðið verður upp á grímur og hanska alls staðar á svæðinu. Þeir sem skammta matnum verða með grímur og hanska og svo verður lengri opnunartími í matsalnum til að koma í veg fyrir hópamyndun,“ segir Gunnhildur. Um er að ræða tuttugu ára afmæli mótsins og verða því veglegir afmælisviðburðir á dagskrá. Dagskrána má finna hér. Á sama tíma í fyrra greindist kórónuveirusmit á mótinu og voru á þriðja tug sendir í sóttkví. Færsla sem Emmsjé Gauti skrifaði á meðan á mótinu stóð vakti mikla athygli og voru ekki allir sáttir með ummælin. Fótbolti Íþróttir barna ReyCup Reykjavík Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Þátttakendur eru börn fædd árið 2005 til 2008 og fer mótið fram í Laugardalnum næstu fimm daga. Venjulega koma erlend lið til landsins til þess að keppa á mótinu. Árið 2017 kepptu meðal annars lið frá Suður-Ameríku, Grænlandi, Skotlandi og Danmörku. Vegna heimsfaraldurs keppa einungis íslensk lið í ár. Börn fædd 2005 eða síðar eru óbólusett og er því lítill hluti þátttakenda bólusettur. Gunnhildur Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri mótsins, segir í samtali við fréttastofu að það komi ekki til greina að aflýsa mótinu vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. 38 greindust smitaðir innanlands í gær og segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að greinilega sé mikill vöxtur í fjölda smita innanlands og að aðgerðir innanlands séu til skoðunar. Sjá einnig: Ný bylgja hafin og jafnvel á leið í veldisvöxt Ráðfærðu sig við Covid.is og heilsugæsluna Stjórn Rey Cup fundaði í hádeginu vegna stöðunnar. Ákveðið var að viðhafa svipuðum ráðstöfunum og í fyrra. Börn munu ekki skammta sér hádegismat sjálf og verður passað upp á sameiginlega snertifleti. Foreldrar verða þó leyfðir á svæðinu en ekki í skólum þar sem börnin gista. „Við ráðfærðum okkur við heilsugæsluna og Covid.is. Við munum takmarka aðgengi að skólanum þannig að keppendur og liðstjórar verða bara leyfir þar. Boðið verður upp á grímur og hanska alls staðar á svæðinu. Þeir sem skammta matnum verða með grímur og hanska og svo verður lengri opnunartími í matsalnum til að koma í veg fyrir hópamyndun,“ segir Gunnhildur. Um er að ræða tuttugu ára afmæli mótsins og verða því veglegir afmælisviðburðir á dagskrá. Dagskrána má finna hér. Á sama tíma í fyrra greindist kórónuveirusmit á mótinu og voru á þriðja tug sendir í sóttkví. Færsla sem Emmsjé Gauti skrifaði á meðan á mótinu stóð vakti mikla athygli og voru ekki allir sáttir með ummælin.
Fótbolti Íþróttir barna ReyCup Reykjavík Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira