Þriggja ára dóttir Kylie Jenner gefur út eigið vörumerki Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 21. júlí 2021 12:08 Hin þriggja ára gamla Stormi er reynslumeiri í viðskiptalífinu en mörg önnur þriggja ára börn. Getty/Gotham Hin þriggja ára gamla Stormi Webster, dóttir viðskiptamógúlsins og raunveruleikastjörnunnar Kylie Jenner, mun feta í fótspor móður sinnar og gefa út sitt eigið vörumerki von bráðar. Þetta kemur fram í nýlegu YouTube-myndbandi Jenner þar sem hún veitir áhorfendum innsýn inn í rekstur snyrtivörufyrirtækis síns Kylie Cosmetics. Jenner stofnaði fyrirtækið árið 2014, þá aðeins 17 ára gömul og er hún í dag metin á 700 milljónir Bandaríkjadollara. Í myndbandinu kemur fram að hin þriggja ára Stormi mæti gjarnan með mömmu sinni í vinnuna og á hún meðal annars sína eigin skrifstofu í höfuðstöðvum fyrirtækisins sem hún sýnir áhorfendum. Stormi er einnig sögð sitja fundi með móður sinni og leika sér með snyrtivörur. „Svo er hún reyndar að gefa út leynilegt vörumerki bráðlega. Við höfum verið að vinna að því í svolítinn tíma en það gengur hratt núna,“ tilkynnir Jenner í myndbandinu. Orðrómur fór af stað fyrir nokkrum vikum þegar Jenner deildi mynd af dóttur sinni í baði og merkti Instagram-reikninginn @kyliebaby. Um er að ræða samþykktan Instagram-reikning sem er með rúmlega 850 þúsund fylgjendur en inniheldur engar myndir. Allt bendir til þess að um væntanlegt vörumerki sé að ræða. Jenner er sögð hafa sótt um leyfi fyrir vörumerkinu árið 2019 sem talið er að muni innihalda vörur eins og kerrur, bleyjutöskur, krem, naglalökk og fatnað. View this post on Instagram A post shared by Kylie 🤍 (@kyliejenner) Stormi er reynslumeiri í viðskiptalífinu en mörg önnur þriggja ára börn, en hún hannaði förðunarvörulínu ásamt móður sinni fyrr á árinu. Línan einkenndist fjólubláum lit og fiðrildum sem eru í uppáhaldi hjá Stormi. Jenner sagði frá því í myndbandinu að það hefði mótað sig mikið að hafa verið umkringd sterkum kjarnakonum alla ævi og það sama mætti segja um Stormi. „Ég trúi því að maður mótist af þeim sem maður er umkringdur. Stormi á svo sterkar konur í lífi sínu til þess að líta upp til,“ sagði hin 23 ára gamla Jenner. Hún hefur áður greint frá því að hún leggi mikið upp úr því í uppeldinu að Stormi verði klár, góð og metnaðarfull. Hún muni erfa móður sína og ef til vill taka yfir Kylie Cosmetics einn daginn. Starfsmaður Kylie Cosmetics sagði í myndbandinu að aldrei væri að vita nema þau myndu öll vinna fyrir Stormi einn daginn. Hér að neðan má sjá myndbandið í heild sinni. Hollywood Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira
Þetta kemur fram í nýlegu YouTube-myndbandi Jenner þar sem hún veitir áhorfendum innsýn inn í rekstur snyrtivörufyrirtækis síns Kylie Cosmetics. Jenner stofnaði fyrirtækið árið 2014, þá aðeins 17 ára gömul og er hún í dag metin á 700 milljónir Bandaríkjadollara. Í myndbandinu kemur fram að hin þriggja ára Stormi mæti gjarnan með mömmu sinni í vinnuna og á hún meðal annars sína eigin skrifstofu í höfuðstöðvum fyrirtækisins sem hún sýnir áhorfendum. Stormi er einnig sögð sitja fundi með móður sinni og leika sér með snyrtivörur. „Svo er hún reyndar að gefa út leynilegt vörumerki bráðlega. Við höfum verið að vinna að því í svolítinn tíma en það gengur hratt núna,“ tilkynnir Jenner í myndbandinu. Orðrómur fór af stað fyrir nokkrum vikum þegar Jenner deildi mynd af dóttur sinni í baði og merkti Instagram-reikninginn @kyliebaby. Um er að ræða samþykktan Instagram-reikning sem er með rúmlega 850 þúsund fylgjendur en inniheldur engar myndir. Allt bendir til þess að um væntanlegt vörumerki sé að ræða. Jenner er sögð hafa sótt um leyfi fyrir vörumerkinu árið 2019 sem talið er að muni innihalda vörur eins og kerrur, bleyjutöskur, krem, naglalökk og fatnað. View this post on Instagram A post shared by Kylie 🤍 (@kyliejenner) Stormi er reynslumeiri í viðskiptalífinu en mörg önnur þriggja ára börn, en hún hannaði förðunarvörulínu ásamt móður sinni fyrr á árinu. Línan einkenndist fjólubláum lit og fiðrildum sem eru í uppáhaldi hjá Stormi. Jenner sagði frá því í myndbandinu að það hefði mótað sig mikið að hafa verið umkringd sterkum kjarnakonum alla ævi og það sama mætti segja um Stormi. „Ég trúi því að maður mótist af þeim sem maður er umkringdur. Stormi á svo sterkar konur í lífi sínu til þess að líta upp til,“ sagði hin 23 ára gamla Jenner. Hún hefur áður greint frá því að hún leggi mikið upp úr því í uppeldinu að Stormi verði klár, góð og metnaðarfull. Hún muni erfa móður sína og ef til vill taka yfir Kylie Cosmetics einn daginn. Starfsmaður Kylie Cosmetics sagði í myndbandinu að aldrei væri að vita nema þau myndu öll vinna fyrir Stormi einn daginn. Hér að neðan má sjá myndbandið í heild sinni.
Hollywood Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira