Óléttar og óbólusettar taka aftur upp grímuna og halda sig heima Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2021 20:00 María Dögg Nelson og Ingibjörg Edda Snorradóttir ásamt kærustum sínum. Aðsendar Barnshafandi konur sem ekki hafa getað fengið bólusetningu upplifa sig nokkuð berskjaldaðar fyrir kórónuveirunni, nú þegar smituðum fjölgar. Þær hafa haldið sig til hlés undanfarna daga og stefna á meiri einangrun síðustu vikur meðgöngunnar. Landlæknisembættið mælir ekki með því að barnshafandi konur þiggi bólusetningu við Covid-19 nema þær séu í sérstökum áhættuhópi. Það má því ætla að fjöldi kvenna sem orðið hafi ófrískar síðustu mánuði sé óvarður gegn veirunni. Tvær óbólusettar konur sem báðar eru langt komnar með sitt fyrsta barn hafa haldið sig til hlés og gripið til ýmissa ráðstafana til að verjast veirunni. „Ég er byrjuð að ganga aftur með grímu og ég og kærastinn minn erum búin að vera að reyna að halda okkur til hlés, slepptum því að fara í þrítugsafmæli sem okkur var boðið í eftir að þessi smit komu upp og hann er með grímu í vinnunni, þótt að hann sé bólusettur,“ segir María Dögg Nelson, leikkona og framkvæmdastjóri. Spennt fyrir „Íslandsbúbblunni“ Þá hafi hún fundið fyrir hræðsu, verandi óvarin. „Auðvitað er maður náttúrulega hræddari því maður veit ekkert hvaða áhrif það hefði, bæði bara að fá háan hita er ekki sniðugt þegar þú ert komin þetta langt á leið og maður veit ekki hvaða áhrif það hefði á barnið,“ segir María. Ástandið núna hafi komið þeim í opna skjöldu. „Ég er alveg mjög hissa og maður var byrjaður að venjast því að lífið væri byrjað að verða gott. Ég er nýflutt heim frá Danmörku og var spennt að komast í „Íslandsbúbbluna“ en nú er maður að verða óöruggari aftur,“ segir Ingibjörg Edda Snorradóttir, tölvunarfræðingur. Hræddar við aðgerðir Aðgerðir á borð við þær sem í gildi voru á Landspítala þegar faraldurinn var í hámarki í fyrra hræði þær einnig. „Ég er mjög kvíðin fyrir því og ég vona innilega að maður geti fengið maka sinn með á fæðingarstað allan tímann,“ segir Ingibjörg. „Ég er aðallega hrædd um að það komi eitthvað upp í tengslum við fæðinguna sjálfa, annað hvort að ég verði komin með Covid þegar að því kemur eða það verði komnar hertari aðgerðir. Þeim mun nær settum degi þeim mun óöruggari verður maður, sérstaklega ef ástandið er eins og það er núna,“ segir María. Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Landlæknisembættið mælir ekki með því að barnshafandi konur þiggi bólusetningu við Covid-19 nema þær séu í sérstökum áhættuhópi. Það má því ætla að fjöldi kvenna sem orðið hafi ófrískar síðustu mánuði sé óvarður gegn veirunni. Tvær óbólusettar konur sem báðar eru langt komnar með sitt fyrsta barn hafa haldið sig til hlés og gripið til ýmissa ráðstafana til að verjast veirunni. „Ég er byrjuð að ganga aftur með grímu og ég og kærastinn minn erum búin að vera að reyna að halda okkur til hlés, slepptum því að fara í þrítugsafmæli sem okkur var boðið í eftir að þessi smit komu upp og hann er með grímu í vinnunni, þótt að hann sé bólusettur,“ segir María Dögg Nelson, leikkona og framkvæmdastjóri. Spennt fyrir „Íslandsbúbblunni“ Þá hafi hún fundið fyrir hræðsu, verandi óvarin. „Auðvitað er maður náttúrulega hræddari því maður veit ekkert hvaða áhrif það hefði, bæði bara að fá háan hita er ekki sniðugt þegar þú ert komin þetta langt á leið og maður veit ekki hvaða áhrif það hefði á barnið,“ segir María. Ástandið núna hafi komið þeim í opna skjöldu. „Ég er alveg mjög hissa og maður var byrjaður að venjast því að lífið væri byrjað að verða gott. Ég er nýflutt heim frá Danmörku og var spennt að komast í „Íslandsbúbbluna“ en nú er maður að verða óöruggari aftur,“ segir Ingibjörg Edda Snorradóttir, tölvunarfræðingur. Hræddar við aðgerðir Aðgerðir á borð við þær sem í gildi voru á Landspítala þegar faraldurinn var í hámarki í fyrra hræði þær einnig. „Ég er mjög kvíðin fyrir því og ég vona innilega að maður geti fengið maka sinn með á fæðingarstað allan tímann,“ segir Ingibjörg. „Ég er aðallega hrædd um að það komi eitthvað upp í tengslum við fæðinguna sjálfa, annað hvort að ég verði komin með Covid þegar að því kemur eða það verði komnar hertari aðgerðir. Þeim mun nær settum degi þeim mun óöruggari verður maður, sérstaklega ef ástandið er eins og það er núna,“ segir María.
Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira