Átján ára strákur í markinu fram yfir Ögmund Valur Páll Eiríksson skrifar 21. júlí 2021 21:00 Mady Camara skoraði og fékk rautt í sigri kvöldsins hjá Olympiakos. Dimitris Lampropoulos/Anadolu Agency via Getty Images Ögmundur Kristinsson sat á varamannabekk Olympiakos er liðið vann 1-0 sigur á FK Neftchi frá Baku í Aserbaídsjan í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Átján ára gutti var á milli stanganna hjá Olympiakos á kostnað Ögmundar. Mady Camara skoraði eina mark leiksins í kvöld á 29. mínútu en hann fékk svo að líta rautt spjald skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Mert Celik úr liði gestanna var vikið af velli um miðjan síðari hálfleik og luku liðin því leik 10 gegn 10. Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Tomas Vaclik, sem er nýgenginn í raðir Olympiakos frá Sevilla, var ekki í leikmannahópi gríska liðsins í kvöld en þrátt fyrir það þurfti Ögmundur að gera sér bekkjarsetu að góðu í kvöld. Á milli stanganna stóð hinn 18 ára gamli Konstantinos Tzolakis. Ögmundur hefur aðeins spilað tvo deildarleiki fyrir gríska stórliðið frá því að hann var keyptur til þess frá AEL í Grikklandi síðasta sumar. Hann hefur verið varaskeifa fyrir Portúgalann José Sá sem er genginn í raðir Wolves til að fylla skarð Rui Patricio sem fór til Roma á Ítalíu. Tzolakis virðist fyrir framan Ögmund í goggunarröðinni þar sem hann spilaði fimm deildarleiki í fyrra. Sé Ögmundur orðinn þriðji markvörður félagsins er ekki alls ólíklegt að hann hugsi sér til hreyfings í sumar. Fleiri leikir voru á dagskrá í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Stórleikur kvöldsins var milli PSV Eindhoven frá Hollandi og Galatasaray frá Tyrklandi. Þeir hollensku unnu þar öruggan 5-1 heimasigur og eru langt komnir með að tryggja sæti sitt í næstu umferð. Ísraelinn Eran Zahavi skoraði þrennu fyrir PSV og Þjóðverjinn Mario Götze tvö. Úrslit kvöldsins í forkeppni Meistaradeildarinnar: Kairat Almaty 2-1 Rauða stjarnan Malmö FF 2-1 HJK Helsinki Mura 0-0 Ludogorets Razgrad Slovan Bratislava 0-0 Young Boys Legía Varsjá 2-1 Flora Tallinn Olympiakos 1-0 FK Neftchi PSV Eindhoven 5-1 Galatasaray Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fleiri fréttir Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira
Mady Camara skoraði eina mark leiksins í kvöld á 29. mínútu en hann fékk svo að líta rautt spjald skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Mert Celik úr liði gestanna var vikið af velli um miðjan síðari hálfleik og luku liðin því leik 10 gegn 10. Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Tomas Vaclik, sem er nýgenginn í raðir Olympiakos frá Sevilla, var ekki í leikmannahópi gríska liðsins í kvöld en þrátt fyrir það þurfti Ögmundur að gera sér bekkjarsetu að góðu í kvöld. Á milli stanganna stóð hinn 18 ára gamli Konstantinos Tzolakis. Ögmundur hefur aðeins spilað tvo deildarleiki fyrir gríska stórliðið frá því að hann var keyptur til þess frá AEL í Grikklandi síðasta sumar. Hann hefur verið varaskeifa fyrir Portúgalann José Sá sem er genginn í raðir Wolves til að fylla skarð Rui Patricio sem fór til Roma á Ítalíu. Tzolakis virðist fyrir framan Ögmund í goggunarröðinni þar sem hann spilaði fimm deildarleiki í fyrra. Sé Ögmundur orðinn þriðji markvörður félagsins er ekki alls ólíklegt að hann hugsi sér til hreyfings í sumar. Fleiri leikir voru á dagskrá í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Stórleikur kvöldsins var milli PSV Eindhoven frá Hollandi og Galatasaray frá Tyrklandi. Þeir hollensku unnu þar öruggan 5-1 heimasigur og eru langt komnir með að tryggja sæti sitt í næstu umferð. Ísraelinn Eran Zahavi skoraði þrennu fyrir PSV og Þjóðverjinn Mario Götze tvö. Úrslit kvöldsins í forkeppni Meistaradeildarinnar: Kairat Almaty 2-1 Rauða stjarnan Malmö FF 2-1 HJK Helsinki Mura 0-0 Ludogorets Razgrad Slovan Bratislava 0-0 Young Boys Legía Varsjá 2-1 Flora Tallinn Olympiakos 1-0 FK Neftchi PSV Eindhoven 5-1 Galatasaray
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fleiri fréttir Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira