„Þurfum að spila töluvert betur en við gerðum á laugardaginn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. júlí 2021 07:00 Heimir Guðjónsson segir sína menn vera búnir að grafa leik helgarinnar fyrir erfitt verkefni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er hörkulið, Bodö/Glimt, gott sóknarlið, eru aggressívir og spila góðan fótbolta. Þannig að þetta verður vonandi hörkuleikur,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, sem verður í eldlínunni gegn Noregsmeisturunum á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Valsmenn voru öflugir í forkeppni Meistaradeildarinnar á dögunum þar sem þeim féllu samanlagt 5-2 úr leik fyrir króatíska stórliðinu Dinamo Zagreb. Heimir segir leikmenn liðsins taka margt jákvætt úr leikjunum tveimur við króatísku meistarana. „Við þurfum að líta á þetta þannig, eins og þú segir réttilega, að við spiluðum mjög vel á móti Dinamo Zagreb í seinni leiknum hérna á Valsvellinum, sem var mikil framför frá fyrri leiknum. Við þurfum að byggja ofan á það og sjá hvort við getum ekki bætt okkur í þessum leik á morgun. Ef við ætlum að eiga möguleika á móti Bodö/Glimt, sem hlýtur að vera besta lið Noregs, þá þurfum við að sýna alvöru frammistöðu og bætingu frá leiknum við Dinamo.“ segir Heimir. Eftir síðari leikinn við Dinamo áttu Valsmenn hins vegar slakan leik gegn botnliði ÍA í Pepsi Max-deild karla um helgina. Heimir segir þann leik vera gleymdan og grafinn. „Við erum búnir að jarða þann leik. Það var sanngjörn niðurstaða, sanngjarnt tap. Nú er það búið og allur okkar fókus er á þessum leik. Auðvitað vitum við það að þurfum að spila töluvert betur en við gerðum á laugardaginn.“ segir Heimir og bætir við: „Að sjálfsögðu stefnum við að því að vinna á heimavelli alveg sama hverjum við mætum. Að sjálfsögðu gerum við þá kröfu á okkur og við viljum standa okkur vel í Evrópukeppni. Þá væri gott veganesti að vinna leikinn, en jafntefli er ekkert slæm úrslit heldur.“ Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan. Valur og Bodö/Glimt eigast við í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld klukkan 19:00 að Hlíðarenda. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:45. Klippa: Heimir fyrir Bodö/Glimt Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Sjá meira
Valsmenn voru öflugir í forkeppni Meistaradeildarinnar á dögunum þar sem þeim féllu samanlagt 5-2 úr leik fyrir króatíska stórliðinu Dinamo Zagreb. Heimir segir leikmenn liðsins taka margt jákvætt úr leikjunum tveimur við króatísku meistarana. „Við þurfum að líta á þetta þannig, eins og þú segir réttilega, að við spiluðum mjög vel á móti Dinamo Zagreb í seinni leiknum hérna á Valsvellinum, sem var mikil framför frá fyrri leiknum. Við þurfum að byggja ofan á það og sjá hvort við getum ekki bætt okkur í þessum leik á morgun. Ef við ætlum að eiga möguleika á móti Bodö/Glimt, sem hlýtur að vera besta lið Noregs, þá þurfum við að sýna alvöru frammistöðu og bætingu frá leiknum við Dinamo.“ segir Heimir. Eftir síðari leikinn við Dinamo áttu Valsmenn hins vegar slakan leik gegn botnliði ÍA í Pepsi Max-deild karla um helgina. Heimir segir þann leik vera gleymdan og grafinn. „Við erum búnir að jarða þann leik. Það var sanngjörn niðurstaða, sanngjarnt tap. Nú er það búið og allur okkar fókus er á þessum leik. Auðvitað vitum við það að þurfum að spila töluvert betur en við gerðum á laugardaginn.“ segir Heimir og bætir við: „Að sjálfsögðu stefnum við að því að vinna á heimavelli alveg sama hverjum við mætum. Að sjálfsögðu gerum við þá kröfu á okkur og við viljum standa okkur vel í Evrópukeppni. Þá væri gott veganesti að vinna leikinn, en jafntefli er ekkert slæm úrslit heldur.“ Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan. Valur og Bodö/Glimt eigast við í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld klukkan 19:00 að Hlíðarenda. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:45. Klippa: Heimir fyrir Bodö/Glimt
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Sjá meira